fbpx

TECH NECK

HreinsivörurHÚÐRÚTÍNAMASKAR
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf/færslan inniheldur affilate link

Ég og kærasti minn tókum skyndiákvörðun og ákvaðum að skella okkur uppí bústað um helgina. Það er alltaf svo róandi og kósý að fara uppí sveit. Mér finnst það líka vera fullkominn tími til þess að dekra aðeins við sig og þá sérstaklega við húðina.

Ég tók með mér nokkrar vörur sem eru auðveldar og einfaldar í notkun og var þar ein vara sem ég er búin að vera einstaklega spennt fyrir en það er Hydro Firming Neck Gels frá Skyn Iceland. Þetta er hálfgerður “maski” fyrir hálsinn en þetta er einsog nokkurs konar “plástur” sem maður setur á hálsinn og er með í 10 mín. Þessi vara á að draga úr fínum línum, gefa raka og styrkja húðina.

Ég verð að viðkenna að ég hef aldrei pælt neitt mikið í hálsinum á mér eða hvernig hann lítur út en um daginn heyrði ég að það sé til orðtak sem heitir “tech neck“, ótrúlegt en satt. Þetta orðtak er komið frá því að það er farið að sjást á hálsinum á fólki vegna símanotkunar. Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta fyrst og trúði þessu varla en fór strax á netið og kynnti mér málið. Þar sá ég hvað þetta er að hafa mikil áhrif að á líkamann, innan sem og utan. Það er samt mjög jákvætt að vera meðvitaður um þetta núna og geta passa sig á því að líta stundum uppúr símanum.

Ég setti einnig á mig kraftmikinn augnmaska frá BIOEFFECT og finn ég virkilega mikin mun undir augunum eftir að ég nota þessa vöru. Það fylgir augnserum með sem maður setur fyrst undir augun og síðan “plástrana” yfir það. Mér finnst líka æðislegt hvað þetta helst vel á undir augunum og er ekki að fara neitt.

Það er mjög mikilvægt að muna að þótt að maður sé í fríi að gleyma ekki að hugsa vel um húðina sína ..

Vonandi var helgin ykkar æðisleg xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

VARALITUR MERKTUR ÞÉR

Skrifa Innlegg