fbpx

Nýtt merki í JÖR #1

FashionTrend

Ég var búin að segjast ætla að kynna aðeins fyrir ykkur ný fatamerki sem verða fáanleg innan skamms í versluninni JÖR. Búðin er ekki einungis að fara að fyllast innan skamms af dömuvörum hönnuðum af Guðmundi Jörundssyni heldur líka af fatnaði sem Hrafnhildur Hólgeirsdóttir, listrænn stjórnandi JÖR, hefur verið að velja inn.

Fyrsta merkið sem mig langaði að segja ykkur frá er merkið SHAE sem samanstendur af. Flíkurnar eru virkilega skemmtilegar, frumlegar og líflegar og eru kærkomin viðbót á íslenskan markað.

SHAE er merki sem kom fyrst á markaðinn haustið 2012 en forsaga þess nær aftur til ársins 1980 og alla leiðina til Hong Kong. Hui fjölskyldan opnaði framleiðslufyrirtæki sem sérhæfði sig í að framleiða peysur en samhliða því opnuðu þau verslun til að selja fatnaðinn í. 25 árum seinna ákváðu þau að reyna við bandarískan markað. Þau fengu til liðs við sig Tony Smith en hans starf fólst í því að vera listrænn stjórnandi fyrir merkið sem hefur fengið mikla athygli á þessu fyrsta ári þess í Bandaríkjunum. En flíkur frá merkinu hafa verið til sýnis í Elle, InStyle, Glamour, People Style Watch og Redbook.

Hér sjáið þið myndir af flíkum úr haust- og vetrarlínu merkisins:

Þó svo lookbook myndirnar séu kannski ekki uppá marga fiska þá finnst mér SHAE flíkurnar mjög spennandi. Ég hlakka til að virða fyrir mér flíkurnar í eigin persónu. Eins og þið sjáið þá er færslan merkt með númerinu 1 sem þýðir að þetta er fyrsta færslan af nokkrum þar sem ég kynni merki sem eru væntanleg í sölu í versluninni.

SHAE er ekki eina „knitwear“ merkið en flíkur frá henni Magneu Einarsdóttur eru líka væntanlegar í verslunina en hún hannar alveg einstakar prjónaflíkur.

EH

Jólalína OPI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Rakel Ósk

  19. November 2013

  ó svo fín þessi tvískipta gráa efst. Ég í leiðangur :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   19. November 2013

   Vörurnar eru ekki mættar en innan skamms ;) Seinkaðu ferðinni aðeins ekki nema þú ætlir að rölta ;)