fbpx

FULLKOMIÐ NUDE VARACOMBO

FÖRÐUNSNYRTIVÖRURVARIR
*Varan sem var fengin í gegnum samstarf er stjörnumerkt

Halló!

Ég var að spjalla inná instastory (@gudrunsortveit) í gær, eins og svo oft áður haha og fékk margar spurningar um hvaða vararlit ég væri með. Þannig ég ákvað að deila því með ykkur því þetta er eitt af mínum uppáhalds varacombo-um! Ég er mikið fyrir nude varaliti og er alltaf að leita af hinum fullkomna nude. Þetta er ótrúlega einfalt en ég notaði tvær vörur, varablýtant til að móta varirnar og gloss.

Ég móta alltaf varirnar fyrst með varablýantinum og síðan set ég smá gloss í miðjuna sem ég blanda við varablýantinn

Gloss: Chanel Rouge Coco Gloss í litnum Physical nr. 166*

Varablýantur: Iconic Nude frá Charlotta Tilbury

Glossinn er í óvenjulegum lit fyrir nude varir en liturinn er ferskjutóna með örlitlum glimmer ögnum. Þessi litur blandast fullkomlega við nude varaliti og þá sérstaklega við þennan varablýant frá Charlotte Tilbury. Varablýanturinn er einstaklega mjúkur, auðvelt að móta varirnar en blæðir þó ekki og helst vel á vörunum. Varirnar verða fallegar og bjartar.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FALLEGT OG ÓDÝRT SKARTGRIPASKRÍN

Skrifa Innlegg