fbpx

NÝR UPPÁHALDS NUDE VARALITUR

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRURVARIR
*Færslan er í samstarfi við Chanel

Halló! Ég fór á þorrablót Fjölnis um helgina með kærastanum mínum sem æfir fótbolta með Fjölni sem var ótrúlega gaman. Ég hafði aldrei farið á þorrablót áður þannig ég var mjög spennt að sjá hvernig þetta fer fram. Það var ótrúlega gaman að brjóta upp hversdagsleikann og gera sig extra fínan en eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að farða mig fyrir sérstök kvöld, það er svo róandi og algjörlega minn tími.

Mig langaði svo að deila með ykkur nýjum varalit sem ég fékk um daginn frá Chanel. Ég hafði aldrei prófað neitt frá Chanel áður en hef alltaf verið ótrúlega skotin í þessu merki og var mjög spennt að prófa. Ég fékk að velja mér nokkrar vörur og valdi mér þennan varalit og búin að vera prófa hann núna í nokkur skipti. Þessi varalitur varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum en ég er búin að nota hann stanslaust.

Þessi varalitur er úr Rouge Allure Velvet línunni frá Chanel og er nr. 71. Hann er mattur en einstaklega léttur á vörunum og þurrkar þær ekki. Ég er miklu meira fyrir glossa en mattar vara vörur en þessi er æðislegur. Liturinn á honum er brúntóna nude og er ekki of bleikur eða of ferskjulitaður. Mér finnst oft erfitt að finna hin rétta nude varalit en þessi er fullkominn. Síðan skemmir ekki fyrir hvað umbúðirnar eru bilaðslega flottar og veglegar en auðvitað er innihaldið sem skiptir mestu máli.

Hér sjáið þið varalitinn betur og mér finnst liturinn einstaklega fallegur

Þarna setti ég smá gloss yfir til að fá smá glans. Mattir varalitir haldast einstaklega vel á vörunum og þarf maður því ekki að hafa áhyggjur ef glossinn fer.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SMOKEY FÖRÐUN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1