fbpx

Nude varir áberandi á Óskarnum

Fræga Fólkiðmakeup

Störnurnar voru hver annarri flottari á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Ég náði því miður ekki að horfa á hana í gærkvöldi eins og undanfarin ár – áherslurnar breytast aðeins þegar lítill gaur er til staðar – en ég hlakka til að sjá endursýninguna á Rúv í kvöld, held hún sé á eftir Kastljósi.

Á Óskarnum virðast stjörnurnar oftast velja látlausa og náttúrulega förðun sem er í takt við þessa flottustu verðlaunahátíð fyrir kvikmyndabransann. Algengast í ár var að vera með flottan eyeliner, ef það var augnskuggi þá var hann oftast í ljósari kantinum og sanseraður til að gefa augunum meiri ljóma og svo voru það varirnar sem voru nánast allar nude – inná milli voru þó örfáar undantekningar.

Hér eru nokkrar sem mér fannst flottar:

Adele æðisleg með signature eyelinerinn sinn sem var í þetta sinn gel eyelinerinn frá Maybelline.Amanda Seyfried með ótrúlega flotta vængjaða augnförðun í náttúrulegum litum.Halle Berry er alltaf svo mikil skvísa! Hér með sanseraða augnförðun í brúnum litum.Óskarsveðlaunahafinn Jennifer Lawrence með aðeins dekkri förðun en flestar hinar en þó svo augnskugginn væri dökkur var passar uppá að mýkja útlínurnar vel.Jessica Chastain var ein af þeim sem ákvað að vera með áberandi varalit – hún fær stórt klapp fyrir það sjáið hvað liturinn fer vel saman við rauða hárið hennar.Salma Hayek með ótrúlega flotta seyðandi smokey augnförðun. Svona dökk og mikil förðun fer henni svo vel sjáið líka hvað augun hennar verða extra brún með svarta litnum…

En það er spurning hvort að næsta varalitaleit hjá mér verði af hinum fullkomna nude varalit – hvernig hljómar það?

EH

Íglótöffarar

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Harpa

  25. February 2013

  Það væri snilld!

 2. Elin

  25. February 2013

  Hefur þú prófað mac creme d’nude? Hann er frábær!

  • Reykjavík Fashion Journal

   25. February 2013

   nei Hue liturinn hefur verið í svo miklu uppáhaldi í gegnum árin að hann er svona minn go to nude litur frá MAC – þarf að kíkja á þennan takk fyrir ábendinguna:):)