fbpx

Íglótöffarar

Nýjasta áhugamálið mitt er að skoða föt á litla ofurtöffarann minn. Sá núna áðan að barnafatamerkið Ígló var að gefa út bækling með myndum af sumarlínunni þeirra HÉR getið þið séð hann.

Mér finnst fötin frá Ígló svo falleg og Tinni hefur fengið þónokkuð margar flíkur frá þeim í gjöf síðan hann fæddist sem mér finnst ekki leiðinlegt. Hann er þó ekki farinn að passa í margar flíkurnar en hann á eina samfellu sem hann hefur notað mikið síðan hann fæddist. Einhvern vegin tekst honum alltaf að kasta upp yfir sig allan þegar hann er í henni svo hún er mikið þvegin en lítur alltaf út eins og hún sé ný eftir þvott – það finnst mér merki um gæði þó svo ég sé nú bara nýbyrjuð í þessum barnafatabransa:)

Nokkrar flottar myndir af töffarafötunum:

Rosalega finnst mér neðsta skyrtan sæt:)

EH

Roberto Cavalli - Topp 10!

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Inga

    24. February 2013

    Svo er þetta líka Ólatagarðsgutti að pósa í neðstu skyrtunni. :)

  2. Dúdda

    24. February 2013

    Æði þessi neðsta!

  3. Hanna

    25. February 2013

    Ég einmitt elska Ígló :) Strákarnir mínr eiga buxur og samfesting frá þeim og efnin í fötunum eru svo mjúk og góð fyrir svona lítil börn sem eru að byrja að skríða og svona :)

    Takk fyrir skemmtilegt blogg :)

  4. Strákamamma

    26. February 2013

    Ég einmitt elska þessi föt, svo flott og þægileg. En ég get ekki verið sammála því að þau fari vel í þvotti, það sér alveg slatta á röndóttum galla (keypt í nóv) og úlfabol (keypt í des) sem hann á. Ég fer samt alltaf eftir þvottaleiðbeiningum og á nýja þvottavél. Fötin fá svona þvegið lúkk, þar sem liturinn virðist dofna. Ég mun a.m.k. ekk versla föt þarna aftur á fullu verði.

  5. Theodóra Mjöll

    26. February 2013

    Elska elska þessi föt. Á einmitt mjög mikið frá Ígló og það sést ekki á fötunum þó þau séu þvegin aftur og aftur.