fbpx

LÍFIÐ Á SPÁNI

AndreAFERÐALÖGLÍFIÐSPÁNNTRAVEL

Lífið á Spáni !

Þetta er ekki flókið hérna á Spáni, pínu svona “súrmjólk í hádeginu & cheerios á kvöldin” nema bara “granóla í hádeginu og spaghettí á kvöldin” :)
Ekkert stress, gerum bara það sem okkur dettur í hug og þurfum aldrei að flýta okkur.Við mæðgurnar ákváðum að koma hingað í sumarfrí eftir vinnuferð á Ítalíu.  Mamma mín kom svo og hitti okkur þannig að við erum hérna þrjár.
Það er ekkert að frétta, allir slakir.
Við erum búnar að keyra hérna út um allt, skoða fallega staði, máta allskonar strendur, hitta góða vini, borða ís og meira spaghettí, kafa, kafa & kafa (Ísabella sér um það).  Ég veiði hana nánast upp úr sundlauginni á kvöldin, magnað hvað krakkar geta gleymt sér tímunum saman í sundi.
Það er ljúft að fylla á D-vítamínið og eiga tíma með mikilvægustu konunum í mínu lífi  ♡

 

Love
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

LAGUNA ROSA - TORREVIEJA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð