fbpx

LAGUNA ROSA – TORREVIEJA

AndreAFERÐALÖGLAGUNA ROSASPÁNNTORREVIEJATRAVEL

BLEIKA LÓNIÐ – LAGUNA ROSA – LAS SALINAS DE TORREVIEJA – “Parque Natural de las Lagunas de La Mata y Torrevieja”

Ég sá “Laguna Rosa” á  Instagram hjá vinkonu minni… Takk  Dagbjört.   Ég vissi ekki af þessum stað hérna á Torrevieja svæðinu fyrr en ég sá þetta hjá henni.
Við mæðgur vorum ekki lengi að henda okkur upp í bíl og kanna málið,  ég meina bleikt vatn “What´s not to love” ?

Laguna Rosa er pínu erfitt að finna, það er ekki inni á öllum kortum, þannig að ég keyrði þangað eftir hnitum:  37.996916, -0.700556
Þó að þetta sé risastórt saltvatn sem fer ekki framhjá neinum þá eru hnitin hér að ofan að þessari litlu “strönd” eða svæði þar sem að fólk getur baðað sig.

Saltvötnin á Torrevieja eru tvö,  Salinas de Torrevieja og Salinas de La Mata. Þau eru hluti af friðuðum þjóðgarði með miklu fuglalífi, þar eru m.a. bleikir Flamingo fuglar.  Þetta svæði er stærsta saltvinnslusvæði Spánar. 

Þetta minnir pínu á okkar Bláa lón en talið er að saltvatnið og leðjan/leirinn sem þarna er hafi ótrúlega góð áhrif á húð, liði og vöðva.  Helsti munurinn er að þetta vatn er bleikt saltvatn og leðjan/leirinn er kolsvartur.
Þetta er opið svæði, frítt inn & engin aðstaða.  Ég mæli með að þú takir með þér handklæði og stóran  vatnsbrúsa til að skola af þér (það er must).
Það eru engar sturtur eða nein aðstaða á staðnum.


  

Þegar við vorum komnar á áfangastað (eftir hnitunum) þá sáum við í raun ekkert sem sagði okkur til um hvert við ættum að fara, það eru engin skilti eða neitt slíkt  (sá þau a.m.k ekki).  Við eltum fólk sem var á staðnum of gengum á eftir þeim að háum stráum.  þar var göngustígur sem lá niður að saltvatninu.
Við enda göngustígsins blasti við okkur þetta ótrúlega fallega bleika vatn.  Ég las það þó einhverstaðar að sólin hafi mikil áhrif á lit vatnsins og að það skipti máli að fara á sólríkum degi til að sjá bleika litinn vel.


Leðjan eða leirinn er alveg svartur, fólk makar því á allan kroppinn og þetta á víst að gera húð og liðum gott.



Eitt ráð… Ef þú ert með sár þá getur saltvatnið sviðið rækilega, farðu varlega ;)



Okkur þótti ótrúlega gaman að heimsækja Bleika Lónið.  Það var ekki mikið af fólki þarna og við áttum ótrúlega fallegan dag.  Ég veit að það er mikið af Íslendingum á svæðinu og mæli klárlega með  LAGUNA ROSA ?

 

 

AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

NAPOLI

Skrifa Innlegg