fbpx

NAPOLI

AndreAFERÐALÖG

NAPOLI !

Ég eeeeeelska Ítalíu !

♡  Við vorum í vinnuferð á suður Ítalíu,  ég gæti ekki verið sáttari við að sauma fötin okkar þar. Ítalir eru fagmenn fram í fingurgóma, landið er æðislegt, fólkið frábært, maturinn svo ótrúlega góður & svo gera Ítalir líka besta cappuccino í heimi.   Af hverju er ekki cappuccino allstaðar eins  góður og á Ítalíu? Hann er meira að segja góður á bensínstöðvum þar.

Við byrjuðum ferðina í Napoli en  fórum beint upp í bíl og keyrðum niður til Puglia ( þar sem við vorum að vinna), en á leiðinni til baka stoppuðum við í Napoli og skoðuðum borgina en við höfðum 1,5 dag þar.

NAPOLI hvað get ég sagt ?  VÁ … Einstök borg,  ég er búin að ferðast um Ítalíu mörgum sinnum og koma á fullt af stöðum og það er ekkert eins og Napoli, hún kom skemmtilega á óvart.

Við vorum á bílaleigubíl en ákváðum að skila honum áður en við fórum inn í borgina,  við höfum einu sinni “reynt” að keyra í Róm (það gleymist seint) og af fenginni reynslu þá fannst okkur það góð hugmynd að skila bílnum og sem betur fer segi ég bara.  Ég veit ekki ennþá hvernig maðurinn fór að því að keyra þarna nánast á gangstéttum , göturnar voru svo mjóar og alls ekki hannaðar fyrir bíla.  Það var fótgangandi fólk allstaðar og ekki hefði mig langað að leita af bílastæði þarna sem við gistum alveg í gamla miðbænum.  Þarna er sko flautan notuð óspart!


Maður fer ekki  til Napoli án þess að fá sér pizzu að þeirra hætti en þeir fundu víst upp pizzuna.   Pizza Margherita á að hafa verið gerð í fánalitunum (rauð, tómatar græn, basilika og hvít, ostur) til heiðurs “Margherita” þáverandi drottningu Ítalíu.
Við vorum búin að fá tips um að fá okkur pizzu á stað sem heitir Sorbillo en það er einn frægasti pizzastaðurinn í borginni.  Það var röð ég veit ekki hvert, það var röð í hvert sinn sem við gengum framhjá.  Maður gaf upp nafnið sitt og fjölda gesta og  svo biðum við úti á götu þangað til við vörum kölluð upp  í hátalarakerfi.Okkur var sagt að panta alltaf Margherita pizzu, sem að við gerðum en okkur langaði að smakka þannig að við fórum að ráðum þjónsins og tókum eina Margheritu og eina Ronaldo ( fyrir Óla, með kjöti á).  Þetta gerðist allt mjög hratt þarna inni, fengum borð og pizzan var komin á borðið hjá okkur mjög fljótlega.  Mín pizza var æði, þunnbotna og osturinn var eithvað allt annað, svo ótrúlega góður.  Pizzan kostar 4-7  evrur, eða 500 – 800 kr pizzan, mjög sanngjarnt verð.

Það er eitthvað misjafnt hvað fólki finnst um pizzuna, bróðir minn sem var þarna á sama tíma og ég, á sama stað og ég en ég vissi ekki af því fyrr en ég sá það í story hjá honum daginn eftir  (þá var ég komin til London) var ekki eins hrifinn og ég þannig að það er eins og með allt misjafnt hvað fólki finnst.  Ég hefði samt ekki viljað sleppa þessu, þetta var líka upplifun og gaman að prófa & þetta er uppáhalds pizzastaður Dolce & Gabbana ;) …það er eitthvað!

En Ítalskur matur er bara á öðru leveli, en ég á mér uppáhalds disk núna og það er þetta einfalda en fáránlega góða spaghettí, “Spaghetti Al pomodoro Fresco e basilico” það lúkkar kannski ekki eitthvað rosalegt á mynd en það er svo ómótstæðilega gott að ég borðaði það bæði í hádegismat og kvöldmat.


Mig langar svo að ná að gera þetta svona nákvæmlega eins og þetta er gert á Ítalíu.  Pastað þarf neflilega að vera “Al dente”og hráefnið gott..  Ég veit nákvælega við hvaða snilling ég þarf að tala til að ná þessu réttu, hver veit nema að það komi uppskrift hér þegar ég er búin að mastera þetta.  Og já þetta er betra en þetta lúkkar.

Ég mæli svo mikið með Napoli, mikil upplifun að koma þangað, ótrúlega margt að sjá og skoða.  Ég fer klárlega þangað aftur en draumafríið er að eyða tíma á Amalfi ströndinni, fara til Napolí og Capri.  Að ógleymdri Sikiley ég á hana eftir.

 

xxx
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyndrea

 

HALLÓ FRÁ ÍTALÍU

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  9. July 2018

  Ég veit líka hvaða snilling þú þarft að tala við.

  Þegar þú ert búin að mastera pastað, má ég þá koma í mat? Slefaði yfir þessu bloggi.

  Njótið áfram ❤️

  • Andrea

   9. July 2018

   Búin að tala við snillinginn – er að fara að mastera þetta og þér er boðið í mat 🍝