fbpx

HALLÓ FRÁ ÍTALÍU

AndreAAndreAbyAndreAFERÐALÖGLÍFIÐ
Halló frá Ítalíu !
Við þurftum að fara í vinnuferð til Ítalíu, heppin við.  En með “við” þá á ég við mig og Óla manninn minn &  meðeiganda (þetta er stutta útgáfan ;).
Við  tókum með okkur “nema” í þetta skiptið en það er dóttir okkar Ísabella (12. ára)

Við erum bæði með saumastofur og prjónaverskmiðju sem við vinnum með hér á suður Ítalíu þannig að hver dagur er pakkaður af skemmtilegum & krefjandi  verkefnum.

Dagarnir eða vikurnar á undan svona ferð virðast líka endalausir en við þurfum að mæta mjög skipulögð til leiks, með allt klárt sem við viljum gera og með nákvæmlega á hreinu hvað við viljum finna og fá út úr ferðinni.   Með ferðatöskuna fulla af sniðum og pródótýpum erum við mætt hingað aftur.

Það er dásamlegt að hitta reglulega fólkið sem við vinnum með og knúsa saumakonurnar okkar ( meira um það síðar )

Ég er virk á Instagram @andreabyandrea  ef það eru fleiri þarna úti eins og ég sem elska að sjá hvar fötin þeirra verða til og svo er ég á persónulegum nótum á mínu instagrami @andreamagnus .

Ferðinni er svo heitið til Napolí í einn dag á leiðinni heim en ég hef aldrei komið þangað,   þaðan til London og svo heim en  ég hætti við  LON-KEF á síðustu stundu fyrir okkur mæðgurnar en við tvær ætlum til Spánar í smá frí.

Ég ákvað að vera bara sultuslök og panta  “one way”  :) sjáum svo til hvað ég tóri en stefni á að ná amk viku fríi á spáni.CIAO
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus 
INSTAGRAM: @andreabyandrea

BRÚÐKAUP E&G - DRESS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1