SARDINÍA

ANDREA RÖFNTRAVEL

Í framhaldi af deginum okkar Arnórs í París sem ég skrifaði um fyrir stuttu lá leið okkar til Sardiníu. Okkur langaði mikið til Ítalíu í fríinu og til að fá almennilegar ráðleggingar um góðan áfangastað heyrði ég í Ásu Regins sem veit vægast sagt mikið um landið. Hún mælti með Porto Cervo á norðausturhorni Sardiníu og við vorum svo sannarlega ekki svikin. Porto Cervo er einn fallegasti staður sem við höfum komið til og stóðu tærar strandirnar og fallegu sólarlögin upp úr.

Á einkaströnd hótelsins sem tók nokkrar mínútur að komast á með bát
Skór: Nike Mayfly Woven sem ég mæli mikið með. Þetta er annað parið sem ég á af þessari týpu sem fæst til dæmis HÉR
Eyddum einum degi í San Pantaleo en það var akkurat markaður þennan dag og mikið líf og fjör í þessu pínulitla þorpi. Kjóllinn er úr &Other Stories.       Varð að deila með ykkur uppáhalds sólarvörninni minni sem er frá Hawaiian Tropic. Ég hef notað þessa vörn í mörg ár og hún stendur alltaf fyrir sínu. Liturinn helst mjög fallega á manni, sérstaklega ef maður er duglegur að bera á sig after sun frá sama merkinu. Ég hef fengið margar spurningar um sundbolinn en hann fékk ég í Topshop og svarta sjalið er úr Filippa K Ef þið hafið einhverjar spurningar um Porto Cervo ekki hika við að heyra í mér á andrea@trendnet.is eða direct á instagram: @andrearofn

xx

Andrea Röfn

STÍLLINN Á INSTAGRAM: MÓEIÐUR

FÓLKINSTAGRAM

English Version Below

Móeiður Lárusdóttir er ein af þeim sem veitir manni löngun til að hoppa inná myndirnar á Instagram.
Ég leyfi henni að eiga Stílinn á Instagram að þessu sinni. Að neðan sjáið þið hvers vegna  –

 

 

Hver er Móeiður? Ég er 23 ára, fædd og uppalin á Akranesi. Þessa dagana er ég að njóta lífsíns á Ítalíu með kærastanum mínum sem spilar fótbolta. Ég hef gaman að því að mynda hitt og þetta – eldamennsku, hreyfingu og tísku.

Afhverju Instagram?
Mér finnst rosa gaman að fylgjast með allskonar tísku skvísum. Þar skoða ég fallegar myndir sem veita mér innblástur. Instagram er auðveldur samfélagsmiðill sem hentar mér vel.

Venjulegur dagur í lífi þínu?  
Flestir dagar einkennast af góðum morgunverði, ég skottast svo í ræktina eða út að hlaupa. Eftir æfingu mæti ég í ítölsku tíma og sinni fjarnáminu, ég er að læra einkaþjálfun við Keili. 
Á kvöldin dunda ég mér í eldhúsinu þó við séum líka dugleg að fara út að borða, en það er ekki annað hægt þegar þú býrð á Ítalíu – ítalskur matur er algjört buonissimo.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Neii alls ekki. Ég er flesta daga í ræktarfötunum eða í kósýgallanum. Þegar ég er með skipulögð plön þá er maður alveg búin að velta fyrir sér dressi í kollinum.

Skemmtilegast að kaupa?  
Mér finnst afar skemmtilegt að kaupa falleg blóm, svo leiðist mér ekkert í mátunarklefanum í fataverslunum.

Uppáhalds flík í fataskápnum?
Það er alltaf biker leðurjakkinn minn.

Áttu þér styleicon – tískufyrirmynd?
Mér finnst Fanny Lyckman vera algjör töffari svo er Kylie Jenner mikill trendsetter og ég fíla hana vel.

Framtíðarplön?
Ég plana rosa lítið framtíðina þar sem það er erfitt vegan fótboltans hjá kærastanum. Maður veit lítið hvað er framundan. Það sem ég hef á planinu núna er að klára námið svo verður framhaldið bara að koma í ljós.

Að lokum … getur þú mælt með einhverjum leynistöðum á Ítalíu fyrir íslenska ferðalanga?
Ítalía hefur svo mikið uppá að bjóða að ég á sjálf eftir að skoða svo mikið! Þetta er kannski ekki leynistaður en Cinque Terre eru ótrúlega fallegir smábæir sem eru eins og málverk ég mæli hiklaust með heimsókn þangað ef fólk hefur kost á!

_

Ég þekki ekki Móeiði persónulega en jiiiminn hvað ég væri til í að mæta í morgunmat til hennar á svalirnar eða skella mér með henni í útihlaup, algjörlega fabulous á því. Útsýnið er auðvitað einstakt á elsku Ítalíu.

//

I am pretty in love with these photos that give me summer inspiration. This is Moeidur’s style on Instagram. She is living in beautiful Italy with her boyfriend who playes football. She loves taking photos, like we can see above. Can I please go out running with you, Moeidur? Or at leats take one cup of coffee on your balcony ? <3 Perfect everyday view.

Takk Móeiður

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HIÐ FULLKOMNA SUMARFRÍ ?

BrúðkaupFerðalögInstagramVerona

Nú þegar enn er talsvert í sumarið og hægt að fá flugin á góðu verði má ég til með að deila með ykkur einni hugmynd. Þar sem ég mónitora öll flug frá Íslandi til Ítalíu hoppaði ég hæð mína þegar ég sá að WOW-air mun fljúga beint til Rómar í júlí og ágúst. Ég hugsaði þá með mér að vonandi myndi einhverjir nýta sér þetta tækifæri, kíkja í hámenningarlega borgarferð til Rómar og fljúga svo yfir til Sardiníu, baða sig í kristaltærum sjónum og flatmaga á ómótstæðilegu ströndunum sem þar eru að finna. Það tekur um 50 mínútur (kostar um 60-100€ síðast þegar ég gáði ) að fljúga á milli Rómar og Sardiníu og því er þetta nokkuð þægilegt ferðalag á þessar fallegustu strendur Evrópu.. og þó víðar væri leitað.

 

Þið munuð kannski eftir færslunni sem ég skrifaði um bestu strendur Ítalíu. Þar sagði ég að mig langaði að fara til Sardiníu, hoppa upp í bíl með strákunum mínum, henda handklæði, góðri bók, nesti og sundbolta í skottið og bruna af stað. Og það var ákkúrat það sem við gerðum í ágúst sl. Við gistum þó aðeins í tvær nætur (þrír dagar) en þrátt fyrir skamman tíma náðum við að sjá fimm mismunandi strendur og þær voru hver annarri fallegri. Bidderosa, Cala Mariolu, Cala Luna, Cala Biriola og Cala Fuili en allt eru þetta einstakar náttúruperlur sem fá hjartað til að taka kipp og hökuna til að síga niður í sandinn! Það sem einkennir strendurnar sem við fórum á er að þær eru sem ósnortin náttúra, mjög hreinar, sjórinn svo kriiiiiistal tær og alveg ólýsanlega fagur. Margar strendurnar er þó einungis hægt að nálgast sjóleiðis en það er mjög auðvelt að finna skipulagðar “strætóferðir” á þær. Einnig er hægt að leigja sér litla báta og flakka á milli með þeim hætti og ég held að strandarstemningin gerist bara ekki betri en það ;-)

 

sardegna_07_2012

 

Það eru þrír flugvellir á Sardiníu og það sem ég gerði var að googla eyjuna fram og til baka og valdi þannig þær strendur sem mig langaði til að sjá –  og svo þann flugvöll sem var næstur þeim. Við flugum því til Olbia ( uppi hægra megin ) og keyrðum í lítinn bæ sem heitir Cala Gonone og gistum þar. Þaðan var stutt í strendurnar og þannig nýttist hver dagur mjög vel. Einnig er flugvöllur í Cagliari ( niðri fyrir miðju ) og í Alghero ( uppi vinstra megin ). Best væri náttúrulega að keyra allan hringinn, byrja í Olbia og enda í Alghero ;-)

Hvað segið þið ? Er þetta ekki ágætis hugmynd ? Vonandi slá einhverjir til og skella sér í sólina til Sardiníu í sumar – og til Rómar, einnar fegurstu borgar heims. En eins og svo oft áður að þá ná þessar aumu símamyndir engan veginn að fanga fegurðina og því er sjón svo sannarlega sögu ríkari :-)

A R R I V E D E R C I !

PÓSTKORT FRÁ VENICE

 

Sumarfrí er nauðsyn fyrir alla. Ég er alveg endurnærð þegar ég rita þessar línur en ég hef notið frídaga í Feneyjum síðustu daga –

image-26image-29image-27 image-28  image-16 image-17 image-18 image-20 image-21 image-22 image-23 image-24 image-25  image-1 image-2 image-3 image-4 image-5 image-6 image-7 image-8 image-9 image-10 image-11 image-12 image-13 image-14

Það  var mjög auðvelt að vera virkur á myndavélinni. Hér sjáið þið hversvegna – dás í dós. Í þetta sinn eru það símamyndir í boðinu.

Takk fyrir mig elsku fallegu Feneyjar.

<3

xx,-EG-.

LÍFIÐ

FerðalögInstagramÍslandMaturPersónulegtVerona

photo 1 (2)

photo 2 (3)

photo 4 (2)

photo 5 (2)

photo 4 (3)

photo 3 (3)

Síðustu dagarnir í Verona fyrir sumarfrí. Blóm, íbúðarleit, sól og sæla.

photo 2

photo 4

photo 5

Við brunuðum frá Verona til Innspruck á landsleik Íslands og Austuríkis. Austuríki heillaði mig ekki, enda alltof mikið af reglum  og algjörlega líflaust sem hentar íslenska/ítalska blóðinu mínu afskaplega illa.

photo 3 (2)

photo 2 (2)

photo 1 (1)

photo 5 (1)

Hins vegar hitti Napolí okkur beint í hjartastað, enda engar reglur og allir í stuði ;-). Það var líklegt spænska hverfið ( Quartiere Spagnolo) sem heillaði mig hvað mest og ég held svei mér þá að það hafi verið einn skemmtilegasti dagur lífs míns þegar við rúntuðum þar um. Þrátt fyrir hæstu glæpatíðni á meðal ungs fólks í Evrópu er þetta hverfi fáránlega flott og cool en það er þó líklega ekki sniðugt að fara þangað einn í göngutúr. Við vorum með bílstjóra sem keyrði okkur um og sýndi okkur borgina því Jorginho, vinur okkar og leikmaður Napoli, var með okkur og því ekki hægt að notast við venjulegar samgöngur. Við fengum því að kynnast borginni með ógleymanlegum hætti og ég get hreinlega ekki beðið eftir að fara þangað aftur.

photo 1 (3)

photo 2 (1)

photo 2 (4)

photo 3 (1)

photo 3 (4)

photo 4 (4)

photo 4 (1)

photo 1

Og að lokum nokkrar myndir frá því við gistum á Villa Arcadio, því fallega hóteli í smábænum Saló við Gardavatn. Fyrir þá sem misstu af að þá bloggaði ég um það hér – og herre gud, þvílík paradís. Tíu stjörnur af fimm mögulegum !

Næst á dagskrá er ferðalag um Ísland, enda kominn tími til að kynnast betur þessu fallega landi sem við eigum. Fyrsti áfangastaður er Þríhnjúkagígur, hafið þið heyrt um hann ? Ef ekki, kíkið þá hér.

RÓMANTÍSKT GETAWAY

BrúðkaupFerðalögVerona

Þetta lítur ekki illa út, onei. Þar sem veðurspáin er svona glimrandi góð fyrir helgina ákvað ég að bóka eina nótt fyrir okkur fjölskylduna á þessu dásamlega hóteli, Villa Arcadio Hotel & Resort, í smábænum Saló við Gardavatn.

In the enchanting environment of the Salò hills, with a magnificent view of Lake Garda stands the Hotel Villa Arcadio surrounded by olive trees, woods and flowers. The Hotel is an ancient restructured convent and its evocative ambience makes it an elite resort for discerning travelers to rediscover the atmosphere much loved by poets, artists and refined travelers.- http://www.hotelvillaarcadio.it

Ég mæli með að þú skiljir tölvuna eftir á stofuborðinu með þessa færslu opna á skjánum. Já eða prentir hana hreinlega út og hengir á ísskápinn svo hún fari ekki framhjá makanum þínum – eða gerir bara eins og ég – pantar gistinguna og býður svo elskunni þinni í rómantískt getaway til Ítalíu ;-)

PARCO DELLE CASCATE DI MOLINA

FerðalögVerona

unnamed-21

unnamed-24

unnamed-23

unnamed-19

unnamed-18

unnamed-20

 

Við mamma fórum í langa göngu í dag í dásamlegu fjalllendi, Parco delle Cascate di Molina, sem er æðisleg gönguleið/útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna í um 30 km fjarlægð frá Verona.

Sólin skein og Ítalía sýndi allar sínar bestu hliðar fyrir mömmu sem er nýkomin til okkar til Verona. Ég ætlaði ekki að setja þessar myndir hingað inn, þær voru frekar ætlaðar í fjölskyldualbúmið, en mig langar bara rétt að benda þeim ferðalöngum sem hafa haft samband við mig á þetta “activity”. Fossar og ár, kyrrðin, gróðursældin, útsýnið og fuglasöngurinn gerir svæðið einstaklega skemmtilegt og á góðum sumardegi er þetta algjör paradís. Að taka með nesti og fara í picnic, leyfa krökkunum að spreyta sig hinum ýmsu leikjum, vaða í lignum ánum, róla sér í fossum og klifra í klettunum finnst öllum skemmtilegt og skapar svo sannarlega ljúfar og góðar minningar.

Ég kíkti á hvað TripAdvisor hafði um málið að segja og mér sýnist þeir vera jafn ánægðir með þetta og ég. Fyrir áhugasama er hægt að lesa meira HÉR. :-)

PÁSKAR Í RÓM

FerðalögInstagram

Páskarnir okkar í Róm voru afskaplega góðir. Þegar ég fór upp í lestina hér í Verona gerði ég mér ekki grein fyrir því að tveimur og hálfum klukkutíma síðar yrði ég stödd á sundlaugarbakka í bikiníinu einum klæða. Dagarnir voru svo fallegir en Rómaborg skartaði öllu sínu fegursta og guð minn góður, fegurð þessarar borgar er engu lík. Umhverfið er það guðdómlegt að ég ákvað að leggja símann niður, hætta að taka myndir og njóta fegurðarinnar sem borgin býr yfir. Næst þegar ég fer verð ég búin að ná andanum og þá skal ég reyna að ná betri myndum t.d af miðbænum og sýna ykkur heima á Fróni.

unnamed-17

Útsýnið yfir Rómaborg. Vatikanið er uppi til hægri á myndinni.

unnamed-14

unnamed-16

unnamed-15

unnamed-13

unnamed-12

unnamed-8

unnamed-4

unnamed-11

unnamed-10

unnamed-9

unnamed-6

unnamed-5

unnamed-2

unnamed-7

unnamed-3

unnamed-1

 

Ég hef ekki mörg meðmæli til að deila með ykkur í þetta skiptið, enda er Róm svo gott sem alveg ný fyrir mér. Næst verð ég búin að fá góð tips sem ég get síðan deilt með ykkur. Ég get þó að sjálfsögðu mælt með hótelinu sem við vorum á. Það heitir Rome Cavalieri og er staðsett þannig að bestu herbergin hafa útsýni yfir alla Rómaborg, sbr fyrsta myndin mín. Rómansinn er allsráðandi en það kommentaði einmitt ein hjá mér á Instagram og sagði að hún hafi farið í brúðkaupsferðina sína á þetta hótel. Ég trúi ekki öðru en þau hafi notið þess í botn enda hefur SPA-ið á hótelinu verið kosið eitt það besta í heimi. Þegar ég gekk inn í herbergið okkar missti ég andlitið, útsýnið og fegurðin var slík að ég trúði ekki mínum eigin augum ! Það eru endalaus fótboltaplögg í gangi þannig við fáum að kynnast rjómanum af því besta og gaman að geta notið þess á meðan það er í boði. Herbergið okkar, öll þjónusta og annað var því í samræmi við það.

Ég sagði ykkur að skrifa Feneyjar á bucketlistann ykkar, bætið alveg endilega Róm við líka – enda minnsta mál í heimi að taka lestina á milli og kíkja á báða staðina í sömu ferð :-)

SUNNUDAGUR Í FENEYJUM

FerðalögInstagramVerona

unnamed-13

unnamed-12

unnamed-15

unnamed-18

unnamed-17

unnamed-14

unnamed-20

unnamed-19

unnamed-16

💋

A post shared by Àsa Reginsdóttir (@asaregins) on

Frídagurinn var vel nýttur í þetta skiptið en við Emil tókum gestina okkar til Feneyja. Feneyjar eru einungis í um einnar klukkustundar fjarlægð frá Verona og því frábært að hoppa upp í lest og eyða deginum þar. Að rölta um þröngar göturnar er alveg æðislegt, húsunum er vel við haldið og í öllum regnbogans litum sem fær mann til að brosa. Einnig er dásamlegt að sjá hvernig fólkið lifir, þvotturinn hangir á milli húsanna, bátarnir geymdir í þar til gerðum “bílskúrum” og ruslapokarnir hanga á húsunum tilbúnir fyrir öskubátinn sem sækir þá og flytur til eyðingar.

Að sigla um síkin í gondólum er síðan eitthvað sem allir verða að prufa. Ef það er ekki komið á bucket-listann ykkar nú þegar, endilega skrifið það þá niður núna. Kyrrðin sem liggur í loftinu er engu lík en þar sem það eru engir bílar á svæðinu er þögnin mikil. Við hjónin hefðum helst viljað sofna við ölduniðinn í þessari bátsferð en svo huggulegt var þarna hjá okkur.

Myndirnar segja ekki nema hálfa söguna en sjón er svo sannarlega sögu ríkari í þessu tilfelli.

INSTAGRAM

InstagramPersónulegtVerona

Eins og ég sagði í síðustu færslu að þá er sumarið svo sannarlega á næsta leyti en dag eftir dag fer hitastigið yfir tuttugu gráðurnar hér í Veronaborg. Þessi mikla veðursæld býður uppá mjög virkt instagram, en það hefur væntalega ekki farið framhjá fylgjendum mínum þar að við erum heldur betur í sumarskapi :-)

Here we go..

unnamed-8

Glimmer derhúfa frá ACNE. Ékeyptana!

unnamed-2

Föstudagsblómin.. þið þekkið þetta ;-)

unnamed-11

Heimsborgararnir Emanuel og Jason á Kastrupflugvelli

unnamed-10

Nokkrir af bestu vinum Emils hér á Ítalíu, Birki, Lelle og Jorginho. Jorginho í græna bolnum er brassi alinn upp í fátækt en er nú svo mikil stjarna í Napolí að hann getur ekki farið út úr húsinu sínu þar.

unnamed-4

Rauðkálsdjús. Geggjaður á litinn, stútfullur af vítamínum og andoxunarefnum en mjög vondur á bragðið.

unnamed-3

Via Mazzini, aðal göngugatan í Verona. Eins og ég skrifaði í einhvern pistilinn um daginn að þá glansar göngugatan því borgin er svo hrein og fín. Þessi mynd er því til staðfestingar ;-) ( Hæ Emil og Birkir)

unnamed-7

Nýtt armband úr ZARA – skeifuarmband sem ég elska.

unnamed-6

Við erum í íbúðarleit, bæði hér í Verona og heima á Íslandi. Hér eru Emil og Giovanni arkitekt á leiðinni að skoða eina sem við ætlum reyndar ekki að kaupa. Giovanni er frábær kall sem við kynntumst á kaffibarnum okkar en ætli hann sé ekki frægastur fyrir að hafa hannað lúxus SPA-ið hans Gaddafi, hins alræmda, í Líbýu !

unnamed-9

 Emil að undirbúa næsta leik með mental coachinum sínum. Jorginho sem ég nefndi hér að ofan er einmitt með sama mental þjálfa. Takið vel eftir þið sem ætlið að verða atvinnumenn :-)

unnamed-5

Flottar peysur úr H&M

photo 3

Eftir heimaleiki Hellas förum við oftast og fáum okkur pizzu á einum ákveðnum stað, borðum hana á húsvegg við fjölfarna götu, horfum á mannlífið og njótum.

unnamed

 Pizza alla grande !

unnamed-1

Ný gleraugu frá TIGER – og líka þessi með gullglerinu á myndinni þar sem ég er að borða pizzuna :-)

Instagramið mitt er asaregins – ef einhver vill followa.