fbpx

ÍTALÍA DAGBÓK

LÍFIÐ

Hvar ertu? Er mjög algeng spurning sem ég hef fengið á Instagram að undanförnu. Ég hef verið virk að sýna frá ítölsku sælunni sem við upplifum þessa dagana, síðustu útlensku móment okkar fjölskyldunnar fyrir flutninga til Íslands. Hér er brotabrot frá síðustu dögum –

Eftir að hafa eytt síðustu viku júní mánaðar með Gunna í Þýskalandi, þar sem við fylgdumst með síðustu leikjum hans sem atvinnumanns, lá leiðin til Ítalíu. Við pöntuðum flug til Íslands frá Mílanó fyrir löngu síðan án þess að plana neitt meira. Að lokum varð planið þannig að við eyddum 2 frábærum dögum í Mílanó með góðum vinum og héldum svo að Como vatni, þar sem við vorum 7 daga föst inní málverki… sú fegurð!

Við tékkuðum okkur inn í hamingjukasti og það er ekki annað hægt að segja en að við höfum valið nokkuð vel eftir að hafa farið fram og tilbaka í okkar ákvörðunartöku. Okkur langaði að heimsækja Lake Como því við höfðum aldrei komið þangað áður og það lá svo þægilega langt frá Mílanó. Þó svo að ekki endilega sé mælt með ferðalögum á þessum tímum þá má einnig sjá kosti við það, það var svo mikil kyrrð yfir öllu og við gátum notið till fulls.

Við leituðum eftir góðri gistingu á einum stað vegna hversu mikinn farangur við vorum með og enduðum á dásamlegu hóteli beint á móti bænum Belaggio, sem er vinæll ferðamannastaður. Helst ástæðan fyrir vali okkar var að hótelið var með tilboð þar sem þau buðu uppá flutning til og frá flugvelli, sem var gulls virði fyrir fjölskyldu með 7 ferðatöskur og handfarangur.
Hótelið okkar: Grand Hotel Cadenabbia

Er þetta himnaríki?

 

Planið var að gera sem minnst og reyna frekar að hlaða batteríin vel. Ef þið heimsækið þetta svæði á Ítalíu þá komist þið ekki upp með annað en að allavega skoða 1-2 kirkjur og þessar ótrúlegu villur sem svæðið hefur að geyma.

Fallega Bellagio blasti við okkur með morgunbollanum alla morgna, hinum megin við vatnið.


Mæðgur, báðar í Notes Du Nord / minn fæst hjá Andreu í Hafnafirði


Að mínu mati er algjört must að leigja bát allavega einu sinni við Como vatn , þaðan er hægt að skoða villurnar og bæjina frá öðru sjónarhorni, kæla sig og bara njóta ..


Captain Como & the Cool Kids

Bílstjórinn okkar, heimamaður frá svæðinu, mældi með að við myndum eyða tíma í fallegum almenningsgarði þar sem að heimafólk kælir sig niður. Alba ofurhugi, sem þorir öllu elskaði að fara þangað og hoppa út í vatnið og ég var með í maganum á meðan, svona eins og mömmur almennt eru held ég …


Róaði mig niður á fallegu svæði til hliðar .. með einn af mörgum espresso (á 1 evru) ferðarinnar.

Un Espresso with a view, grazie

Dagur í COMO var rennblautur því það rigndi svo mikið, við létum það ekki á okkur fá og spiluðum, borðuðum og héngum heldur lengi á notalegu torgi. Búðarölt og blautur göngutúr upp að skýjalyftu sem færði okkur upp í hæðirnar fyrir ofan borgina, Brunate er einn mesti draumastaður sem ég hef komið á og veitingastaðurinn Bellavista var fullkominn. Þarna opnaðist fyrir skýjin og ég upplifði algjört töframóment með útsýni sem var engu líkt. Ég hefði viljað vera þarna lengur og skoða meira en það verður að bíða betri tíma. 

Skýjum ofar .. ég á engin orð sem lýsa þessu mómenti nægilega vel

Út að hlaupa. Það er hægt að hreyfa sig þó þú sért í fríi. Á hótelinu var fín rækt sem Gunni heimsótti þó oftar en ég sjálf. Fyrir mitt leiti fannst mér ekki hægt að sleppa því að elta þetta hlaupaútsýni þar sem þú gleymir þér í fegurð svæðisins (og stoppar kannski aðeins of oft á leiðinni til að taka myndir) ..

Síðasti morgunbollinn á svölum drauma minna ..

Mamma og ungarnir ..

Takk fyrir okkur elsku draumastaður.


Ísland, næst. Sjáumst soon.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

MORNING BLISS

Skrifa Innlegg