fbpx

MORNING BLISS

BEAUTYSAMSTARF

Morning bliss.

Færlan er unnin í samstarfi við La Roche-Posay

Þegar ég var unglngur var fáfræði mín mikil varrðandi notkun sólavarna, ég notaði alltaf vörn en passaði að það væri nú ekki mikið meira en kannski 15SP. Ég hélt að ég yrði ekki brún ef ég myndi maka vörn á mig en þar var ég vitlaus Íslendingur sem vonaðist eftir bikinifari sem allra fyrst. Mér finnst líklegt að einhverjir tengi hvað þetta varðar. En við erum alltaf að læra og nú er sagan önnur  ..

Ég kynntist franska merkinu La Roche-Posay þegar ég bjó í Frakklandi árið 2012 en merkið er franskt og faglegt og leggur áherslu á húðumhirðu viðkvæmrar húðar sem hentaði mér vel. Í framhaldinu valdi ég það fyrir viðkvæmu húð barnanna minna og hef verið föst í þessari sólavörn síðan. Í fyrra fór merkið í sölu á Íslandi og ég fagnaði því mjög og sagði meira að segja frá því óumbeðin á mínum miðlum í kjölfarið. Ég hef góða reynslu af merkinu yfir langt tímabil og því finnst mér vel við hæfi að mæla með því fyrir ykkur.

La Roche-Posay hefur verið leiðandi í lausnum á húðumhirðu viðkvæmrar húðar frá 1928. Allar vörurnar eru þróaðar í samvinnu við húðsjúkdómalækna með það að markmiði að bjóða öllum þeim sem eru með viðkvæma húð uppá betra líf. 


Morgunrútínan er dásamleg þessa dagana í ítalskri sælu en að bera á sig sólavörn er ekki síður mikilvægt undir farða allt árið um kring. Skoðið La Roche-Posay vörurnar t.d. HÉR
La Roche-Posay vörurnar eru eingöngu fáanlegar í apótekum.

Sólarkveðjur yfir hafið héðan.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

MILANO MOMENT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Helgi Omars

    9. July 2021

    Guð en dásamlegt