fbpx

SVART HVÍTT HEIMILI MALENE BIRGER

Heimili

Er til eitthvað glæsilegra en heimili hinnar dönsku smekkkonu Malene Birger?

Stíllinn hennar er óaðfinnanlegur að mínu mati og hef ég áður fjallað um heimili hennar sem hún á víða um heim, en fyrir ykkur sem ekki þekkið til þá er Malene Birger einn fremsti fatahönnuður dana. Hér má sjá nýlegt heimili hennar sem staðsett er við Como vatnið á Ítalíu og er stíllinn vissulega ólíkur London heimilinu hennar sem ég fjallaði um í desember sl. – SJÁ HÉR- hér ræður ítalskur arkitektúr ríkjum, með marmara á gólfum og guðdómlega fallegum skrauthandriðum og bogadregnum gluggum. Marokkóskur stíll fylgir einnig alltaf heimilum Malene Birger og endurspeglar áhuga hennar fyrir að ferðast um heiminn. Heimilið er ekkert endilega allra, með antík húsgögnum og ekkert sem tengja má við skandinavíska hönnun verandi danskur hönnuður sjálf, stíllinn hentar þó húsinu afskaplega vel og gefur mér mikinn innblástur – vonandi ykkur líka.

Röndótt svart-hvítt marmaragólfið er mjög einkennandi fyrir stíl Malene Birger og gefur heimilinu örlítið módernískan blæ, ég er mjög hrifin af þessum andstæðum og er sérstaklega hrifin af því hvernig röndótta þemað nær upp á vegg hjá eldavélinni. Einhversstaðar las ég síðan að hún hafi keypt útskornu viðarsúlurnar á ferðalagi sínu í Marokkó og tekið með heim… hún veit hvað hún vill þessi smekkkona, enda á hún nokkur heimili til að prófa sig áfram með. Draumur!

ÞAÐ MÁ ALLTAF Á SIG BLÓMUM BÆTA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1