HAUST & VETUR HJÁ MARIMEKKO ’17

Fyrir heimiliðHönnunKlassík

Marimekko er eitt helsta finnska hönnunarmerkið og er það þekktast fyrir einstök mynstur og mikla litadýrð. Ég heillaðist alveg af þessum myndum sem teknar voru í húsi hönnuðu af Alvar Aalto sjálfum (Villa Mairea) og eru af haust og vetrarlínu Marimekko, umhverfið er glæsilegt og svo er eitthvað við þessi fjölbreyttu mynstur sem draga mig að. Ég hef verið að safna mögulega minnst litríkustu línunni þeirra Siirtolapuutarha – já hún heitir þetta í alvöru. Svartar doppur á hvítum bakgrunni en þó er margt annað frá Marimekko sem ég er hrifin af og gæti hugsað mér að eignast. Fyrirtækið var stofnað árið 1951 og er í dag stolt finnskrar hönnunar ásamt iittala. Algjör klassík og mikil mynstur hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarið og gefa heimilum mikinn sjarma. Það hefur líklega verið erfitt að mynda öll þessi mynstur saman á einu og sama heimilinu en einhverja hluta vegna þá gengur það alveg upp hér og útkoman er stórkostleg.

Þessar myndir eru alveg dásamlegar,

Hér að neðan má einmitt sjá fallegu Siirtolapuutarha línuna sem ég heillast svo af.

Þvílík mynstur og litadýrð! Ég er alveg heilluð og eigum við að ræða þessa púða á myndinni hér að ofan.

HÖNNUN: KARTELL METAL

HönnunKlassíkÓskalistinn

Það var fyrr á árinu eða á hönnunarsýningunni Salone del mobile í Mílanó sem Kartell kynnti fyrst til sögunnar Precious Kartell línuna. Nokkrar af best seldu vörum Kartell voru þá settar í lúxusbúning og voru málmhúðaðar með gull, silfri og koparlit. Vörurnar sem um ræðir eru t.d. Master chair, Componibili hirslan, Bourgie lampinn og fleiri þekktar vörur.

Árið 1943 varð Anna Castelli Ferrieri fyrsta konan til að útskrifast frá Milan Polytechnic Institute, hún var þekkt fyrir að nota plastefni í hönnun sína sem var mikil tæknibylting á þeim tíma. Nokkrum árum síðar stofnaði hún hönnunarfyrirtækið Kartell ásamt eiginmanni sínum, Giulio Castelli og varð fyrirtækið fljótt brautryðjandi í notkun plastefnis í nytjahluti og er heimsfrægt hönnunarfyrirtæki í dag.

d1c4b826331b98a4df9826d2a79ff7e0

Master chair hefur setið á óskalistanum mínum frá því að hann kom fyrst út árið 2010. Philippe Starck hannaði hann útfrá formum af þremur heimsfrægum stólum eða Sjöuna eftir Arne Jacobsen, Tulip armstólinn eftir Eero Saarinen og Eiffel (DSR) eftir Charles Eames. Gullhúðaður Master chair er líklega eitt það fallegasta sem ég hef séð.

MASTERS-DETT_1_300dpiMASTERS-GRUPPO-1_07OKMCCOMPONIBILI-METAL_02OKMC-1COMPONIBILE-GOLD_300dpi

Uppáhalds Kartell hluturinn minn eru svo Componibili hirslurnar en Anna Castelli Ferrieri hannaði þær árið 1969 og hafa þær því verið framleiddar í um 45 ár og eru þær t.d. partur af safni hönnunarvara MoMa safnins í New York.

BOURGIE_13OKMC

Bourgie lampann þarf vart að kynna en hann hefur notið gífulegra vinsældra enda stórskemmtileg hönnun, plastlampi í barrokkstíl! Hannaður árið 2003 af Ferruccio Laviani.

STONE_20OKMC8

Stone kollarnir eftir meistara Marcel Wanders koma hrikalega vel út í silfri, verða eins og demantar.

Er ég nokkuð hallærisleg að finnast þetta vera sjúklega flott! Ég er reyndar með mikinn veikleika fyrir öllu sem glitrar og er með smá glamúr:)

-Svana

KLASSÍSK HÖNNUN: 265 LAMPINN

HönnunKlassík

Þrátt fyrir að hafa verið hannaður á áttunda áratugnum þá er lampinn 265 sem Paolo Rizzatto hannaði fyrir Flos alveg að toppa sig í vinsældum um þessar mundir. Það er ekki hægt að fletta einu hönnunartímariti í dag án þessa að rekast a.m.k. einu sinni á þennan lampa, enda gullfallegur og afar formfagur. 
8a62d6423c62811ed3dae6ad0ac78049aa9401c3c78f19bb02c7dd0de0b8000e 329a4c90e0aa715a450628bb688020c3-1598a18b1614ea9c3940075d2dc8026aa8e3550f2eb5f7467e5f851f7db55cc8d da4401ed4ce8da4728d2d8c6d5a5f242

265 lampinn var hannaður árið 1973 og eldist hann eins og gott rauðvín.

Flottur lampi ekki satt!

Fylgstu endilega með Svart á hvítu á facebook -hér 

ELEGANT HEIMILI STÍLISTA

Heimili

Ég er dálítið skotin í þessu fallega heimili, það er ofsalega elegant og eigandinn greinilega með smekk fyrir lúxus. Fallegir hönnunarmunir skreyta heimilið og list, það er lítið um trend að sjá sem gerir heimilið mjög klassískt. Eða mætti kannski frekar segja svolítið “fullorðins”?

1434-bolig-021434-bolig-011434-bolig-06 1434-bolig-11 1434-bolig-10 1434-bolig-09

 Leður Hardoy stóllinn og Fiðrildakollurinn á baðherberginu eru algjör draumur hönnunarnörds, einnig Noguchi hliðarborðið hér að ofan og svo þarf varla að minnast á Eggið.

Svo er einstaklega skemmtilegt að sjá að heimilisfólkið hafi smekk fyrir íslenskri hönnun og að Umemi púði fái að skreyta stofuna.

Eigandinn er danski stílistinn Mie Lerche og sjá má viðtal við hana í Femina -hér-.

 

Draumailmvatnsglas

ChanelÉg Mæli MeðFallegtFashionIlmirLífið Mitt

Síðustu dagar hafa einkennst af mikilli vinnu sem virðist ekki ætla að lægja alveg á næstunni. Það er reyndar ótrúlega gaman hjá mér en ég nýt mín í botn þegar ég er með nóg að gera. Venjulega er ég mjög skipulögð og því er ekki algengt að síðan mín sé tóm í heilan dag – enda ættuð þið sem fylgist vel með mér að vita að ég fer sjaldan í frí – ég kann það ekki;) En þegar maður sofnar óvart með syninum kl. 20:00 þá fer allt planið í klessu og ég náði því ekki að klára að vinna efnið sem átti að birtast á síðunni í dag :)

En annars þá fór ég á ótrúlega spennandi fund í dag með frábærum skvísum og í lokin fékk ég gefins eitt fallegasta ilmvatnsglas og án ef frægasta ilmvatnsglas í heiminum – Chanel no 5 eau premiére. Reyndar fer ég frjálslega með staðreyndir þar sem eau premiére ilmurinn er í raun nútímalegri útgáfa af upprunalega Chanel no 5 ilminum en hún er léttari en sú klassíska. Nýlega fékk glas ilmsins smá yfirhalningu þar sem fimmunni var bætt á glasið – en persónulega finnst mér þetta glas miklu flottara einmitt útaf fimmunni.

Þetta er ilmvatnsglas sem fer beint á mitt snyrtiborð og er sannkallað stofustáss. Hrifning mín á Chanel no 5 einkennist helst af sögunni á bakvið ilminn, glasinu, tengingunni við margar af frægustu stjörnum heims – en alls ekki beint við ilminn sjálfan sem er kannski mjög sérstakt. Ég elska tengingu við hið gamla og nostalgíu tilfinningarnar sem það vekur inní manni. Ég dýrkaði t.d. síðustu herferð þessa ilms þar sem engin önnur en Marilyn Monroe var andlit hans en það fundust upptökur af því þegar hún sagði í viðtali að hún svæfi með Chanel no 5 á líkamanum og án allra fata!

chanelno52

Hér eru svo nokkrar myndir sem sýna hvað þessi hönnun á glasi er sérstaklega falleg og vel gerð. Persónulega kann ég best að meta einfaldleika þegar kemur að hönnun ilmvatnsflaska þess vegna kann ég líka sérstaklega vel að meta D&G ilmvötnin. Tímalaus hönnun er nauðsynleg og þá verður ilmvatnið tímalaust – Chanel no 5 er besta dæmi þess.

Þegar ég var að skoða myndir af glasinu fattaði ég allt í einu hvað ilmvatnsglasið utan um nýju Karl Lagerfield ilmina minnti mig óneitanlega á Chanel no 5 hönnunina – það er svo sem ekki undarlegt að hönnuðurinn leiti í innblástur til hönnunar sem virkar vel.

Ég þarf að finna gott pláss fyrir þennan á snyrtiborðinu mínu :)

EH

 

SVART Á HVÍTU ♥ ARNE JACOBSEN

Hönnun

Kæru lesendur, það er loksins komið að aðalvinningnum í 4 ára afmælisleik bloggsins. Núna langar mig að gefa hönnun eftir einn besta hönnuð sem uppi hefur verið og einn af mínum uppáhalds, -sjálfan Arne Jacobsen.

Arne Jacobsen (1902-1971) er þekktur sem áhrifaríkasti móderníski arkitekt og hönnuður sem uppi hefur verið. Hann er þekktur fyrir nálgun sína sem heildar-hönnuður, en þá sá hann ekki aðeins um hönnun bygginga, en einnig húsgögnin ásamt öllum innréttingum og útbúnaði. Meistaraverk hans sem arkitekt eru meðal annars SAS hótelið í Kaupmannahöfn ásamt St Catherine skólanum í London, en það er þó hönnun hans á stólum sem hefur haldið nafni hans á lofti öll þessi ár.

Það kannast flestir við Maurinn sem þekktur er fyrir mínimalíska hönnun sína og formfegurð. Arne Jacobsen hannaði Maurinn upphaflega árið 1952 fyrir kaffiteríu danska lyfjaframleiðandans Novo Nordisk. Hann vildi hanna stól sem væri þægilegur, léttur og staflanlegur allt í senn og er stóllinn aðeins gerður úr tveimur pörtum; setan og bakið er úr formbeygðum krossvið og fæturnir eru úr krómhúðuðu stáli. Í takt við mínimalíska hönnunina vildi hann að stóllinn hefði aðeins þrjár fætur og voru þær hafðar eins mjóar og mögulegt var. Maurinn fór fljótlega í fjöldaframleiðslu hjá Fritz Hansen vegna gífulegra vinsælda. Sagan segir að Arne Jacobsen hafi verið á móti því að láta framleiða stólinn með fjórum fótum, en eftir að hann féll frá þá hóf Fritz Hansen framleiðslu á Maurnum með fjórum fótum sem er í dag vinsælasta útgáfan af stólnum. Stólinn hannaði hann einnig upphaflega í fjórum tegundum af krossvið ásamt svörtum lökkuðum, en eftir að hann féll frá hefur stóllinn verið framleiddur í öllum regnbogans litum.

316-KAISERCOLGANTE-1

Arne Jacobsen er talinn hafa verið mikill fullkomnisti og afar háar væntingar hans til framleiðslufyrirtækja á húsgögnum sínum leiddi hann á fund með Fritz Hansen árið 1934. Sá fundur markaði upphaf af löngu og afar farsælu samstarfi, en enn þann dag í dag sér Fritz Hansen um að framleiða hönnun Arne Jacobsen.

Fritz-Hansen-Chairs1

bb84cda3f830e718321af6e2b21f38a5 cdd3290018942aca3da1ee4cf9f97bef

Vegna vinsælda Maursins, hóf Arne Jacobsen að vinna að fleiri stólum sem einnig voru gerðir úr aðeins tveimur pörtum, stóllinn sem hefur vakið hvað mesta athygli er Sjöan (Series 7), en  þá má einnig nefna Grand Prix, Lily, Tongue og kollinn Dot.

fritz-hansen-serie-8-stapelstuhl-lilie-49_zoom

Sum af hans allra þekktustu húsgögnum í dag er Eggið og Svanurinn sem hannaðir voru fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn árið 1957, og svo eru það stólarnir Sjöan og Maurinn. Þessi húsgögn eru í dag álitin sem táknmynd skandinavískar hönnunar.

Arne-Jacobsen-4-Leg-Ant-Chair-www.swiveluk.com-323

maur

Maurinn valdi ég sem aðalvinninginn, ekki aðeins vegna þess hve fallegur hann er, en einnig vegna þess að mér þykir hann geta staðið mjög vel einn og sér.

Það er verslunin Epal sem gefur lokavinninginn, en það er ein af mínum allra uppáhaldsverslunum:) Fyrir þá sem ekki vita þá er Epal einnig eina verslunin á Íslandi sem selur hönnun frá Fritz Hansen.

Það sem þarf að gera til að eiga möguleika á því að vinna þennan fallega stól er að:

1. Setja like á facebooksíðu  Svart á Hvítu  og Epal

2. Like-a þessa færslu.

3. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafninu þínu.

Svo megið þið líka endilega segja mér hvar þið sjáið fyrir ykkur að stilla stólnum upp á heimilinu ykkar.

Endilega deilið gleðinni!

Ég mun svo tilkynna vinningshafa þann 1.desember.