fbpx

HÖNNUN: KARTELL METAL

HönnunKlassíkÓskalistinn

Það var fyrr á árinu eða á hönnunarsýningunni Salone del mobile í Mílanó sem Kartell kynnti fyrst til sögunnar Precious Kartell línuna. Nokkrar af best seldu vörum Kartell voru þá settar í lúxusbúning og voru málmhúðaðar með gull, silfri og koparlit. Vörurnar sem um ræðir eru t.d. Master chair, Componibili hirslan, Bourgie lampinn og fleiri þekktar vörur.

Árið 1943 varð Anna Castelli Ferrieri fyrsta konan til að útskrifast frá Milan Polytechnic Institute, hún var þekkt fyrir að nota plastefni í hönnun sína sem var mikil tæknibylting á þeim tíma. Nokkrum árum síðar stofnaði hún hönnunarfyrirtækið Kartell ásamt eiginmanni sínum, Giulio Castelli og varð fyrirtækið fljótt brautryðjandi í notkun plastefnis í nytjahluti og er heimsfrægt hönnunarfyrirtæki í dag.

d1c4b826331b98a4df9826d2a79ff7e0

Master chair hefur setið á óskalistanum mínum frá því að hann kom fyrst út árið 2010. Philippe Starck hannaði hann útfrá formum af þremur heimsfrægum stólum eða Sjöuna eftir Arne Jacobsen, Tulip armstólinn eftir Eero Saarinen og Eiffel (DSR) eftir Charles Eames. Gullhúðaður Master chair er líklega eitt það fallegasta sem ég hef séð.

MASTERS-DETT_1_300dpiMASTERS-GRUPPO-1_07OKMCCOMPONIBILI-METAL_02OKMC-1COMPONIBILE-GOLD_300dpi

Uppáhalds Kartell hluturinn minn eru svo Componibili hirslurnar en Anna Castelli Ferrieri hannaði þær árið 1969 og hafa þær því verið framleiddar í um 45 ár og eru þær t.d. partur af safni hönnunarvara MoMa safnins í New York.

BOURGIE_13OKMC

Bourgie lampann þarf vart að kynna en hann hefur notið gífulegra vinsældra enda stórskemmtileg hönnun, plastlampi í barrokkstíl! Hannaður árið 2003 af Ferruccio Laviani.

STONE_20OKMC8

Stone kollarnir eftir meistara Marcel Wanders koma hrikalega vel út í silfri, verða eins og demantar.

Er ég nokkuð hallærisleg að finnast þetta vera sjúklega flott! Ég er reyndar með mikinn veikleika fyrir öllu sem glitrar og er með smá glamúr:)

-Svana

JÓLABLAÐ Á NETINU

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Áslaug Þorgeirs.

    20. December 2014

    TJÚÚÚLLAAAÐ !!!

  2. Unnur Kristjánsdóttir

    20. December 2014

    sjúklegt! Langar í allt!

  3. Silja M Stefáns

    20. December 2014

    Tryllt! Sérstaklega Componibili hirslurnar og stólarnir!