fbpx

ELEGANT HEIMILI STÍLISTA

Heimili

Ég er dálítið skotin í þessu fallega heimili, það er ofsalega elegant og eigandinn greinilega með smekk fyrir lúxus. Fallegir hönnunarmunir skreyta heimilið og list, það er lítið um trend að sjá sem gerir heimilið mjög klassískt. Eða mætti kannski frekar segja svolítið “fullorðins”?

1434-bolig-021434-bolig-011434-bolig-06 1434-bolig-11 1434-bolig-10 1434-bolig-09

 Leður Hardoy stóllinn og Fiðrildakollurinn á baðherberginu eru algjör draumur hönnunarnörds, einnig Noguchi hliðarborðið hér að ofan og svo þarf varla að minnast á Eggið.

Svo er einstaklega skemmtilegt að sjá að heimilisfólkið hafi smekk fyrir íslenskri hönnun og að Umemi púði fái að skreyta stofuna.

Eigandinn er danski stílistinn Mie Lerche og sjá má viðtal við hana í Femina -hér-.

 

13.09.14

Skrifa Innlegg