fbpx

Draumailmvatnsglas

ChanelÉg Mæli MeðFallegtFashionIlmirLífið Mitt

Síðustu dagar hafa einkennst af mikilli vinnu sem virðist ekki ætla að lægja alveg á næstunni. Það er reyndar ótrúlega gaman hjá mér en ég nýt mín í botn þegar ég er með nóg að gera. Venjulega er ég mjög skipulögð og því er ekki algengt að síðan mín sé tóm í heilan dag – enda ættuð þið sem fylgist vel með mér að vita að ég fer sjaldan í frí – ég kann það ekki;) En þegar maður sofnar óvart með syninum kl. 20:00 þá fer allt planið í klessu og ég náði því ekki að klára að vinna efnið sem átti að birtast á síðunni í dag :)

En annars þá fór ég á ótrúlega spennandi fund í dag með frábærum skvísum og í lokin fékk ég gefins eitt fallegasta ilmvatnsglas og án ef frægasta ilmvatnsglas í heiminum – Chanel no 5 eau premiére. Reyndar fer ég frjálslega með staðreyndir þar sem eau premiére ilmurinn er í raun nútímalegri útgáfa af upprunalega Chanel no 5 ilminum en hún er léttari en sú klassíska. Nýlega fékk glas ilmsins smá yfirhalningu þar sem fimmunni var bætt á glasið – en persónulega finnst mér þetta glas miklu flottara einmitt útaf fimmunni.

Þetta er ilmvatnsglas sem fer beint á mitt snyrtiborð og er sannkallað stofustáss. Hrifning mín á Chanel no 5 einkennist helst af sögunni á bakvið ilminn, glasinu, tengingunni við margar af frægustu stjörnum heims – en alls ekki beint við ilminn sjálfan sem er kannski mjög sérstakt. Ég elska tengingu við hið gamla og nostalgíu tilfinningarnar sem það vekur inní manni. Ég dýrkaði t.d. síðustu herferð þessa ilms þar sem engin önnur en Marilyn Monroe var andlit hans en það fundust upptökur af því þegar hún sagði í viðtali að hún svæfi með Chanel no 5 á líkamanum og án allra fata!

chanelno52

Hér eru svo nokkrar myndir sem sýna hvað þessi hönnun á glasi er sérstaklega falleg og vel gerð. Persónulega kann ég best að meta einfaldleika þegar kemur að hönnun ilmvatnsflaska þess vegna kann ég líka sérstaklega vel að meta D&G ilmvötnin. Tímalaus hönnun er nauðsynleg og þá verður ilmvatnið tímalaust – Chanel no 5 er besta dæmi þess.

Þegar ég var að skoða myndir af glasinu fattaði ég allt í einu hvað ilmvatnsglasið utan um nýju Karl Lagerfield ilmina minnti mig óneitanlega á Chanel no 5 hönnunina – það er svo sem ekki undarlegt að hönnuðurinn leiti í innblástur til hönnunar sem virkar vel.

Ég þarf að finna gott pláss fyrir þennan á snyrtiborðinu mínu :)

EH

 

Doppóttar neglur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1