fbpx

Doppóttar neglur

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistMaybellineneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég sýndi stórkostlega hæfileika mína þegar kemur að naglaskreytingum á Instagram síðunni minni í gær – þetta er skrifað í mikilli kaldhæðni. Mig skortir alla tækni sem þarf til þess að gera sniðug munstur og þess háttar á neglurnar en mér tókst þetta nú samt sem áður. Ég elska þegar snyrtivörumerki ákveða að gera okkur klaufunum kleift að fá líka að hafa fallegar neglur:)

Screen Shot 2014-04-27 at 6.09.44 PM

Doppurnar var ekkert mál að gera með nýja naglalakkapennanum frá Maybelline sem var að koma í verslanir. Pennarnir eru fáanlegir í sex mismunandi litum – hrikalega skemmtileg vara sem mun gera okkur allar að naglalökkunarsnillingum!

Ég bar fyrst eina umferð af Essie naglalakki í litnum Mint Candy Apple – ég er alveg hætt að reyna að átta mig á þessum lit sem er grænn en virðist alltaf blár þegar hann er kominn á:) Ég setti tvær umferðir af litnum og svo RapidDry yfirlakkið frá OPI sem flýtir fyrir þornun lakksins. Svo kom að doppunum – áður en penninn er notaður þarf að ýta oddinum inn nokkrum sinnum og svo kemur liturinn út. Ég ákvað að hafa bara fullt af litlum doppum. Ef ég get gefir ykkur eitthvað ráð við notkun pennanna þá er það að bíða þar til lakkið undir er alveg þurrt! Ég beið ekki of lengi og því var ég með holur í áferðinni á lakkinu alls staðar þar sem ég hafði sett doppur. En það lagaðist um leið og ég setti aðra umferð af yfirlakki:)

doppóttarneglur

Maybelline Color Show Designer Nail Art Pen kallast þessi vara sem er til í hvítu, svörtu, gylltu, silfruðu, rauðu og túrkisbláu. Þessir eru sniðugir fyrir ykkur sem langar að föndra aðeins:)

Penninn er hrikalega einfaldur í notkun – eða alla vega þegar ég var búin að átta mig á því hvernig ég næði litnum út – og ekkert mál að taka þá af. Nú þarf ég að fara að prófa mig aðeins áfram með þessa ég sé fyrir mér að mögulega takist mér að gera eitthvað skemmtilegt með þessum – næsta verk er að skella í röndóttar neglur eða hálfmána, eða jafnvel bara elegant french tips!

EH

 

Nýtt í fataskápnum

Skrifa Innlegg