fbpx

HAUST & VETUR HJÁ MARIMEKKO ’17

Fyrir heimiliðHönnunKlassík

Marimekko er eitt helsta finnska hönnunarmerkið og er það þekktast fyrir einstök mynstur og mikla litadýrð. Ég heillaðist alveg af þessum myndum sem teknar voru í húsi hönnuðu af Alvar Aalto sjálfum (Villa Mairea) og eru af haust og vetrarlínu Marimekko, umhverfið er glæsilegt og svo er eitthvað við þessi fjölbreyttu mynstur sem draga mig að. Ég hef verið að safna mögulega minnst litríkustu línunni þeirra Siirtolapuutarha – já hún heitir þetta í alvöru. Svartar doppur á hvítum bakgrunni en þó er margt annað frá Marimekko sem ég er hrifin af og gæti hugsað mér að eignast. Fyrirtækið var stofnað árið 1951 og er í dag stolt finnskrar hönnunar ásamt iittala. Algjör klassík og mikil mynstur hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarið og gefa heimilum mikinn sjarma. Það hefur líklega verið erfitt að mynda öll þessi mynstur saman á einu og sama heimilinu en einhverja hluta vegna þá gengur það alveg upp hér og útkoman er stórkostleg.

Þessar myndir eru alveg dásamlegar,

Hér að neðan má einmitt sjá fallegu Siirtolapuutarha línuna sem ég heillast svo af.

Þvílík mynstur og litadýrð! Ég er alveg heilluð og eigum við að ræða þessa púða á myndinni hér að ofan.

SKANDINAVÍSKUR SVEITADRAUMUR

Skrifa Innlegg