SVART Á HVÍTU MÆLIR MEÐ: HÖNNUNARSÝNING ARTEK Í PENNANUM

HönnunKlassíkUppáhalds

Ég kíkti við í hádeginu í gær á hönnunarsýningu Artek – Art & Technology í Pennanum, Skeifunni sem opnaði fyrir nokkrum dögum síðan. Sýningin var sérstaklega áhugaverð og gaman að kynna sér nánar þetta merka finnska fyrirtæki sem var jú stofnað af engum öðrum en Alvar Aalto og Aino Aalto, arkitektum og þekktustu hjónum hönnunarsögunnar. Á sýningunni má sjá m.a. hönnun og  frumkvöðulsstarf Alvar Aalto frá fjórða áratug síðustu aldar ásamt heimsþekktri hönnun þekktra yngri hönnuða.

Ég á mér nokkra uppáhalds hluti frá Artek sem flestir eru hannaðir af Aalvar Aalto, en það vakti þó athygli mína að hollenska Hella Jongerius sem ég held mikið upp á hefur valið nokkra klassíska muni frá Artek og sett í nýjan búning, þar má nefna staflanlegu kollana og Tea Trolley (1936).

Sýningin stendur til 8. október svo það er enn tími til að líta við, það er ekki annað hægt en að gefa sér tíma og skoða þessar fáu hönnunarsýningar sem hér eru haldnar og þessi er ansi vegleg. Fyrir áhugasama þá var mér bent á að 25% afsláttur væri á öllum vörum frá Artek á meðan sýningunni stendur. Eflaust mörg ykkar sem getið nýtt ykkur það.

Ég tók saman mína uppáhalds hluti frá Artek, suma sem mig hefur dreymt um í mörg ár og aðra sem nýlega hafa ratað á óskalistann minn langa. Armstóllinn með sebraáklæðinu sem Alvar Aalto hannaði árið 1936 er draumur – sem og allir hinir hlutirnir á myndinni ♡

“Fjórar ungar hugsjónamanneskjur stofnuðu Artek í Helsinki árið 1935. Þetta voru arkitektarnir Alvar og Aino Aalto, listunnandinn Maire Gullichsen og listasagnfræðingurinn Nils-Gustav Hahl. Tilgangurinn var að selja húsgögn og stuðla að nútímalegu samfélagi með sýningum og annarri fræðslu. Þarna var markað upphaf eins óvenjulegasta og metnaðarfyllsta verkefnis sem um getur í húsgagnasögunni. Stofnendurnir hugsuðu sér Artek sem vettvang fyrir nútímalist, framleiðslu, innanhússhönnun og áróður.

Artek starfar enn í dag í róttækum anda stofnendanna, er frumkvöðull í nútímahönnun og þróun á nýjum vörum þar sem hönnun, arkitektúr og list mætast. Línan frá Artek samanstendur af húsgögnum, ljósum og smærri munum, hönnuðum af finnsku hæfileikafólki og leiðandi alþjóðlegum hönnuðum.”

Ég mæli með að kíkja við hjá þeim í Pennanum Skeifunni og skoða þessa glæsilegu sýningu. Hver veit nema ég eigi eftir að skottast þarna við og næla mér í afslátt á eins og einu púðaveri…

HAUST & VETUR HJÁ MARIMEKKO ’17

Fyrir heimiliðHönnunKlassík

Marimekko er eitt helsta finnska hönnunarmerkið og er það þekktast fyrir einstök mynstur og mikla litadýrð. Ég heillaðist alveg af þessum myndum sem teknar voru í húsi hönnuðu af Alvar Aalto sjálfum (Villa Mairea) og eru af haust og vetrarlínu Marimekko, umhverfið er glæsilegt og svo er eitthvað við þessi fjölbreyttu mynstur sem draga mig að. Ég hef verið að safna mögulega minnst litríkustu línunni þeirra Siirtolapuutarha – já hún heitir þetta í alvöru. Svartar doppur á hvítum bakgrunni en þó er margt annað frá Marimekko sem ég er hrifin af og gæti hugsað mér að eignast. Fyrirtækið var stofnað árið 1951 og er í dag stolt finnskrar hönnunar ásamt iittala. Algjör klassík og mikil mynstur hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarið og gefa heimilum mikinn sjarma. Það hefur líklega verið erfitt að mynda öll þessi mynstur saman á einu og sama heimilinu en einhverja hluta vegna þá gengur það alveg upp hér og útkoman er stórkostleg.

Þessar myndir eru alveg dásamlegar,

Hér að neðan má einmitt sjá fallegu Siirtolapuutarha línuna sem ég heillast svo af.

Þvílík mynstur og litadýrð! Ég er alveg heilluð og eigum við að ræða þessa púða á myndinni hér að ofan.

Heimsókn: Ný Iittala verslun

Fyrir HeimiliðLífið Mitt

Í gær mætti ég á opnun glænýrrar Iittala verslanar í Kringlunni. Verslunin er fyrsta sinnar tegundar hér á Íslandi og ein af fáum um allan heim sem býður eingöngu uppá þessa fallegu finnsku hönnun. Sjálf hef ég alltaf heillast af Iittala vörum frá því ég man eftir mér. Amma og afi eiga hin glæsilegu glös Áslákur frá merkinu, ég hef síðan ég man eftir þeim laumað því inní hausinn á ömmu minni að mig langi að fá að erfa þau og um síðustu jól fékk ég það á hreint að þau verða mín – jeijj!! Mér finnst finnsk hönnun bara upp til hópa alveg ótrúlega falleg og ég fell yfirleitt fyrir öllu sem tengist finnskri hönnun án þess a vita að það sé finnsk hönnun.

Í gær var það m.a. finnski sendiherrann hér á Íslandi sem hélt smá ræðu. Mér fannst mjög gaman að heyra það sem hann hafði að segja en m.a. ljóstraði hann því upp að finnska sendiráðið hér væri fullbúið Iittala vörum þetta væri bara eitt af þeim merkjum sem tengdi finna sterklega við uppruna sinn. Ég kannast við það frá ömmu hans Aðalsteins sem er finnsk og ég hef nú nokkrum sinnum sagt ykkur frá henni. Ég og hún söfnum báðar múmínbollum og getum spjallað endalaust um nýja og gamla bolla og hönnun Iittala. Hún hefur t.d. tekið mig alveg í gegn fyrir að bera Iittala vitlaust fram – við Íslendingar leggjum áherslu á t-in en Finnar á i-in.

En ég tók myndir af því sem varð á vegi mínum í búðinni og ég mæli eindregið með því að þið kíkið þar við því þessi hönnun er sannarlega glæsileg, hún er fjölbreytt og auðvelt fyrir alla að finna eitthvað sem hæfir þeirra smekk :)

iittala29

Hér sjáið þið fulltrúa Iittala hér á Íslandi, frá Finnlandi og sendiherra Finnlands á Íslandi opna búðina.

iittala28 iittala27

Mér finnst nýji liturinn alveg dásamlega fallegur og svona lampi myndi sóma sér vel inní stofu hjá mér – maður má láta sig dreyma.

iittala26

Glæsilegu Ruutu vasarnir taka á móti manni – mikið rosalega líst mér vel á þessa vasa. Svo einfaldir, stílhreinir og elegant.

iittala25

Ég hef alltaf haft dálítið gaman af postulínsfuglunum frá merkinu. Virkilega fallegir.

iittala24

Mér hefur alltaf fundist Nappula kertastjakarnir dálítið skemmtilegir, mér finnst mjög gaman þegar ég sé myndir þar sem nokkrum litum í mismunandi stærðum hefur verið blandað saman.

iittala23

Festivo stjökunum söfnum við, við eigum nú þegar þrjá og mér finnst þetta einhverjir flottustu kertastjakar sem fyrirfinnast.

iittala22

Nú dreymir mig bara um Ruutu vasa helst í nýja litnum þessum orange sem er aftast. Mér finnst skemmtilegt hvernig útstillingin á vösunum er sett fram, þeir raðast svo skemmtilega saman.

iittala21

Fullt af fallegum gersemum…

iittala20

Blái liturinn er dásamlegur! Ég á Kastelhelmi kertastjaka í þessum lit ég varð bara að eignast eitthvað í þessum fína lit.

iittala19

Límmiði af eða á? Allir hafa skoðun á því – á mínu heimili býr einn sem plokkar alla límmiða af strax og nei það er ekki þessi 2 ára ;)

iittala18

Hér og þar um búðina er að finna upplýsingar um hönnuði nokkurra vara hér sjáið þið smá um þá Ronan og Erwan Bouroullec sem hönnuðu Ruutu vasana.

iittala17

Að sjálfsögðu rambaði múmín aðdáandinn á múmínbollana!

iittala16

Nýju bollarnir eru svo æðislegir! Ég keypti mér einn á opnuninni – ég stóðst ekki mátið.

iittala15

Það er allt ofboðslega stílhreint og fallegt þarna inni – allt voðalega mikið Iittala.

iittala14

Ulthima Thule glös í öllum stærðum og gerðum! Við söfnum þessum við eigum 8 af öllum þremur týpunum sem standa á fæti en nú langar mig í minni glösin sem henta vel sem drykkjarglös. Ég veit þó ekkert hvar ég ætti að koma þeim fyrir ég þarf helst stærra húsnæði ef ég vil koma fleiri glösum fyrir.

iittala12

Mér finnst þeir dásamlegir!

iittala11 iittala10 iittala9

Kiwi listaverkið sem tekur á móti manni og nær nánast yfir allan aftasta vegginn í búðinni. Virkilega skemmtileg uppröðun!

iittala8 iittala7

Kastelhelmi kertastjakarnir heilla mig alltaf mest.

iittala6 iittala5 iittala4

Eins og ég segi hér fyrir ofan fór ég ekki tómhent heim. Ég átti eftir að eignast nýja bollann með honum Snúði svo ég ákvað að kaupa hann þarna og sit nú heima og drekk morgunkaffið úr þeim bolla.

iittala3

Svo vorum við kvödd með æðislegum gjafapoka sem innihélt m.a. glæran Kastelhelmi kertastjaka, ég átti ekki slíkan svo ég er voða kát með einn nýjan í safnið.

iittala

Ég hvet ykkur eindregið til að líta við í þessari fallegu búð sem sýnir frábært úrval af öllu því helsta frá einu af flottasta hönnunarmerki fyrr og síðar. Búðin er staðsett á 1. hæð Kringlunnar þar sem Casa var. Virkilega falleg gjafavöruverslun sem kemur sér vel að hafa á þessum fína stað.

EH