fbpx

SKANDINAVÍSKUR SVEITADRAUMUR

Heimili

Þetta heimili er algjör draumur og ég veit að þið eigið eftir að vera jafn heilluð og ég. Gróft efnisvalið í textíl og viðarhúsgögnum á móti skjannahvítum máluðum veggjum og gólfi gerir þetta hið fullkomna sænska sveitasjarmaheimili og ég er nánast flutt inn í huganum. Myndaveggurinn er ótrúlega fallegur og mjög fjölbreytt verk sem prýða hann, einnig finnst mér fallegur fjölskyldumyndaveggurinn hjá stiganum – eitthvað sem vantar á mitt heimili, fleiri fjölskyldumyndir. Þetta er með fallegri heimilum sem ég hef skoðað en hér býr hin sænska Therese Johansen en hægt er að fylgjast með henni á instagram hér.

Via My Scandinavian home

Fallegt sænskt heimili – mig dreymir einmitt um að heimsækja Svíþjóð með fjölskylduna núna í sumar. Með hvaða borgum eða bæjum mælið þið að heimsækja með einn 3 ára í för?

HAY X IKEA : FYRSTU FRÉTTIR

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Birna Antonsdóttir

  19. July 2017

  Dásamlega fallegt heimili. Mæli með Gautaborg, risastóra sveitabænum með fallega skerjagarðinum og yndilegu eyjunum allt í kring. Sonur þinn yrði mjög ánægður, Liseberg er jú eitthvað fyrir alla fjölskylduna :)

  • Svart á Hvítu

   22. July 2017

   Takk kærlega fyrir :* liseberg hljómar æðislega og mig dreymir um að upplifa skerjagarðina eftir að hafa alist upp við nokkrar barnamyndir teknar upp þar:)

 2. Berglind

  21. July 2017

  Gautaborg! ég skil ekki afhverju hún er ekki vinsælli ferðamannastaður meðal Íslendinga, algjörlega fullkomin að mínu mati. Falleg, temmilega stór, og svo margt að gera og skoða!

 3. Agata

  24. July 2017

  Gautaborg án efa!