fbpx

NÝTT FRÁ BY LASSEN // MINI KUBUS

Hönnun

Með haustinu fylgja alltaf spennandi nýjungar úr hönnunarheiminum og ein þeirra sem er eflaust eftir að vekja mikla lukku er enn ein viðbótin við klassísku Kubus línuna frá by Lassen. Fyrr á árinu kom út blómavasinn Lolo sem passar við Kubus línuna og núna voru kynntar mini Kubus skálar og kertastjakar fyrir sprittkerti ásamt lágum Kubus skálum sem koma í tveimur stærðum. Kubus aðdáendur geta því eflaust hoppað af kæti, en kertastjakinn frægi ásamt fylgihlutum er án efa ein vinsælasta hönnunin sem sést á íslenskum heimilum.

Kubus kertastjakann fræga hannaði arkitektinn Mogens Lassen upphaflega árið 1962. Síðan þá hefur Kubus línan stækkað töluvert og má nú fá kertastjaka í ólíkum stærðum, skálar og blómavasa.

Hvernig lýst ykkur á þessa nýju viðbót í Kubus línuna?

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SUNNUDAGS ORÐ -

Skrifa Innlegg