fbpx

GUÐDÓMLEGT HEIMILI MALENE BIRGER

Heimili

Ein af mínum allra uppáhalds úr tísku og hönnunarbransanum er hin danska Malene Birger og má hér sjá nokkrar myndir af guðdómlegu heimili hennar í London. Vissulega sagði hún skilið við tískumerki sitt By Malene Birger árið 2014 sem þó lifir enn góðu lífi í dag og hefur hún núna stofnað hönnunarmerkið BIRGER 1962 sem mun í apríl 2018 opna sýningarrými í Kaupmannahöfn sem ég er mjög spennt að sjá. Stíllinn er einstakur og má sjá muni frá öllum heimshornum, handgerðir munir, klassísk hönnun, listaverk, bækur og fleira sem skapa þessa ótrúlega spennandi heild. Ég sekk alveg inn í heim Malene, en þetta er aðeins eitt af mörgum heimilum þessa mikla fagurkera…

Myndir via My Scandinavian home 

Ég hef ekki opnað tölvuna mína núna síðan fyrir jól og var þetta hreinlega kærkomið frí eftir mikla vinnutörn, núna sé ég fyrir mér að ganga frá nokkrum lausum endum fyrir lok árs en í janúar verða miklar breytingar hjá okkur fjölskyldunni sem ég segi ykkur frá á næstu dögum ♡ Vonandi hefur jólafríið ykkar verið ljúft, okkar hefur ekki enn tekið enda þar sem Andrés og Bjartur ákváðu að vera heima í fríi fram yfir áramót – og ég þarf að finna agann til þess að sinna vinnu á meðan þeir leika sér. Það verður líka ansi ljúft að komast aftur í smá rútínu eftir undanfarnar veislur og líkaminn þolir mööögulega ekki mikið meira:)

Þangað til næst, Svana

DRAUMA JÓLAINNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1