DRAUMA JÓLAINNBLÁSTUR

Fyrir heimiliðJóla

Ég eyddi kvöldinu að renna í gegnum um það bil 4.300 komment í jólaleik ársins hér á blogginu, ég sit hér hálf orðlaus yfir þátttökunni og mörg dásamleg skilaboð sem voru skrifuð til mín. Ég er farin að þekkja ansi mörg nöfn sem hafa kommentað í gegnum tíðina og ó hvað ég vildi óska þess að ég gæti glatt ykkur öll.  Til að koma mér almennilega í jólagírinn fyrir helgina þykir mér alltaf jafn skemmtilegt að fara í gegnum smá jólainnblástur og tók því saman algjöra jólabombu færslu með innblæstri úr öllum áttum, heimili – innpökkun – jóladesert – dekkað borð og fleira.

Ég vona að þið njótið vel – og ef þið smellið á myndirnar þá getið þið skoðað þær stærri og flett þannig í gegn ♡

Síðasti vinnudagurinn á morgun áður en bestu frídagar ársins mæta – vá ég gæti bilast úr spenningi. Ég kláraði síðustu jólagjöfina í dag og næ vonandi að anda rólega á morgun laus við stress og ég er ekki frá því að ég sé farin að sakna þess gífurlega að komast á æfingu eftir löng veikindi. Það hefur margt breyst hjá mér á þessu ári og ræktaráhugi er eitt af því besta. Skelli vonandi í færslu nánar um það ♡

Þangað til næst – jólakveðja ♡

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR SVARTÁHVÍTU : MINN LISTI

Skrifa Innlegg