fbpx

ÞAÐ MÁ ALLTAF Á SIG BLÓMUM BÆTA

Fyrir heimilið

Ég bíð spennt eftir því að geta byrjað að skreyta heimilið með villtum sumarblómum en það er fátt sem gleður mig jafn mikið og blóm í vasa. Með brúðkaups tímabilið handan við hornið sem ég finn vel fyrir enda ófáar spurningar sendar á mig daglega varðandi gjafahugmyndir – þá eru blómavasar allaf jafn skotheld hugmynd að mínu mati. Og úrvalið er aldeilis nóg. Talandi um brúðkaup þá er ég einnig að vinna í fleiri færslum með fjölbreyttari hugmyndum – en byrjum á blómavösum.

Ég gæti hugsað mér að eiga alla þessa vasa – enda mjög ólíkir en þó allir svo fallegir. Ég set með link í vefverslanir viðeigandi verslana hér að neðan og

// Pov Circle með vasa – Epal // Reflection Harlem vasi – Snúran // Bleikur og sætur – Bast // Svartur og töff frá Madame Stoltz – Dimm // Gullfallegir vasar til að raða í smáblómum – Bast // Royal Copenhagen vasi // Lolo vasi – Epal // Nordstjerne – Dimm // Myndin í miðjunni er frá iittala og sýnir vasa jafnt sem glös notuð undir blómin. Elska þessa mynd ♡ Sá sem er næstur á mínum óskalista er þessi neðsti í hægra horninu – ótrúlega fallegur og gaman að leika sér með uppröðunina.

BJARTUR ELÍAS & NÝJA MYNDAVÉLIN

Skrifa Innlegg