fbpx

BJARTUR ELÍAS & NÝJA MYNDAVÉLIN

Samstarf

Eitt af mínum markmiðum ár eftir ár er það að taka betri ljósmyndir. Ég hef ýtt þessu markmiði á undan mér í langan tíma og látið duga símamyndir, en þrátt fyrir að ég hafi undanfarið verið með einn besta myndavélasímann sem völ er á þá dugar það skammt þegar kemur að fallegum minningum sem væri gaman að eiga innrammaðar upp á vegg. Með einn 3 ára sem stækkar á ljóshraða þá syrgi ég það stundum að eiga ekki betri myndir – en núna fær það að breytast ♡

Ég fékk nýlega í gjöf Canon myndavél frá Origo sem ég hef aðeins verið að prófa mig áfram með og vá hvað það er skemmtilegt að geta tekið góðar myndir án nokkrar fyrirhafnar og birti hér með í fyrsta sinn myndir sem ég hef ekkert snert í Photoshop. / Ég nota Photoshop myndvinnsluforritið daglega við vinnu og hef vanið mig á það að renna yfir allar símamyndir sem ég birti á blogginu til að laga birtuskilyrði og fleira – auk þess að allar instagram myndirnar mínar eru með allskyns “fiffi” til að fá sem fallegustu útkomuna en fannst ég ekki þurfa að breyta neinu við þessar myndir. Ég er að minnsta kosti á réttri leið og er ótrúlega ánægð með nýju vélina mína.

Bjartur Elías elskar fátt jafn mikið og að fá að leika í púðaleik í sófanum og byggja sér hús. Ég man hvað ég elskaði þennan leik sjálf og má hann því leika sér eins og hann vill í okkar sófa og mömmu (sem er niðri í stofu og er ennþá stærri og skemmtilegri)… TAKK home teppið nýtist svo vel sem þak ♡

Færslan er unnin í samstarfi við Origo – Canon EOS M100 vélin var gjöf. 

Nokkrar myndir af uppáhalds stráknum mínum og litla heimilinu okkar sem mér finnst svo gaman að gera huggulegt með blómum og öðru punti. Fyrir áhugasama þá er vélin sem um ræðir lítil Canon EOS M100 frá Origo, mér finnst hálf ótrúlegt hvað þessi litla vél er að skila mér flottum myndum og er mjög spennt að æfa mig meira.

Ykkur er velkomið að fylgjast einnig með á Instagram @ svana.svartahvitu // snapchat @svartahvitu

GULLFALLEGT HEIMILI FERM LIVING

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sigrún Víkings

    20. June 2018

    Yndislegar myndir! Þetta er svo djúsí heimili hjá ykkur.. Love it!!