fbpx

VINSÆLAST ÁRIÐ 2021 – TOPP 15

LÍFIÐ

Halló 2022 …  hvernig þú verður, veit enginn?

Eins og síðustu áramót þá fer ég yfir árið og tek saman topplista á blogginu til að sjá hvað var að virka og hvað ekki. Það er alltaf ánægjulegt að sjá tísku í fyrstu sætunum – þar liggur áhugi minn hvað mest í skrifum, þegar ég gef kauptips eða sýni nýjungar með öðru sniði.

Við fjölskyldan kvöddum danska heimilið okkar á árinu og ákváðum að búa undir sama þaki eftir furðulega tíma þar sem við vorum á tímabili fjögurra manna fjölskylda í þremur löndum. Við vinnum nú í því að koma almennilegu þaki yfir höfuðið okkar, í framkvæmdargír sem þið hafið mörg mikinn ahuga á að fylgjast með. Beta Byggir var í fyrsta sæti yfir mest lesnu færslur ársins.
KEKB er einnig á sínum stað innan um mikið lesnar færslur, fyrir það er ég þakklát – þykir svo vænt um það ágæta verkefni.

Að brúðkaupsfærslan mín sé enn og aftur inni í mest lesnu færslum ársins er eitt af því magnaða, netið gleymir engu og færslan gefur góðar hugmyndir til nýrra brúðhjóna ár hvert, þó að það séu rúm 3 ár frá því að ég gifti mig sjálf. Ég skrifaði ítarlega færslu um brúðkaupsundirbúning okkar og var það einmitt markmiðið að vanda mig og gera það vel svo að færslan gæti lifað lengi og verið góður vegvísir fyrir komandi brúðhjón – færslan sem mig vantaði sárlega í mínum undirbúningi.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en vona hafið gaman af þessum topplista og í leiðinni þakka ég innilega fyrir samfylgdina á árinu – án ykkar væri ég ekki að þessu.

Þakklæti til ykkar!

ást og friður. xx, Elísabet Gunnars.

 

15. ÍTALÍA DAGBÓK

Hvar ertu? Er mjög algeng spurning sem ég hef fengið á Instagram að undanförnu. Ég hef verið virk að sýna frá ítölsku sælunni sem við upplifum þessa dagana, síðustu útlensku móment okkar fjölskyldunnar fyrir flutninga til Íslands. Hér er brotabrot frá síðustu dögum –

Eftir að hafa eytt síðustu viku júní mánaðar með Gunna í Þýskalandi, þar sem við fylgdumst með síðustu leikjum hans sem atvinnumanns, lá leiðin til Ítalíu. Við pöntuðum flug til Íslands frá Mílanó fyrir löngu síðan án þess að plana neitt meira. Að lokum varð planið þannig að við eyddum 2 frábærum dögum í Mílanó með góðum vinum og héldum svo að Como vatni, þar sem við vorum 7 daga föst inní málverki… sú fegurð!

Færslan er full af fallegum myndum, mín leið til að halda dagbók frá ferðalögum.

LESA MEIRA…

14. FYRSTA ÍSLENSKA FÖSTUDAGSPIZZAN: ÖRNU OSTAVEISLA

Loksins kom að því að við testuðum spennandi afmælisgjöfina okkar frá því í maí (!) .. pizzaofn sem við hlökkuðum mikið til að nota. Að standa í framkvæmdum með hálft eldhús og nánast engin búsáhöld getur verið áskorun en þetta gátum við og mikið var það gleðilegt að geta loksins haldið í föstudags hefðina okkar  – PIZZA KVÖLD Á B27, vol1, voila –

Er eitthvað betra en eldbakaðar ítalskar súrdeigspizzur? Ég mæli með að þið prufið sambærilega ostaveislu og ég kýs fyrir sjálfa mig. Hér að neðan er uppskrift, unnin í samstarfi við ÖRNU mjólkurvinnslu –

Þetta þarf ekki að vera flókið, fá hráefni, afskaplega einfalt en ó svo gómsætt … mæli með að prufa.

Hráefni:
– Olía
– Ostur
– Pipar ostur

LESA MEIRA…

14. LITAKORT BYKO: BASIC ER BEST

Ný og fersk málningadeild hefur opnað í Byko Breiddinni, ég  mæli með heimsókn! Þar má þessa dagana fá liti úr persónulegum litaspjöldum, meðal annars frá undirritaðri. Þetta verkefni kom til mín á hárréttum tíma og ferlið hefur verið einstaklega skemmtilegt.

LESIÐ LÍKA:  BETA BYGGIR

 

Þegar ég bjó til litaspjaldið fannst mér lykilatriði að búa eingöngu til liti sem ég myndi sjálf velja á mína veggi. Ég vann út frá setningunni Basic er best, mantra sem ég hef í gegnum tíðina miðlað til ykkar hér á blogginu. Ég hrærði því saman mína liti með áherslu á einfaldleikann og er afskaplega ánægð með útkomuna, hún er jú nokkuð basic, nákvæmlega eins og ég vil hafa það.

LESA MEIRA…


13. HEJ HEJ STORMGADE

Þið sem fylgið mér á Instagram hafið fengið smjörþefinn af flutningalífi mínu hér í danska síðustu vikurnar. Þetta hefur verið mikill tilfinninga rússíbani og þó ég hafi verið virk á Instagram þá sýni ég aðeins brotabrot af stöðunni.

Þessi færsla er sú síðasta sem ég skrifa á Stormgade. Ég sit á gólfinu, í stóra tóma húsinu mínu sem ég mun skila lyklunum af eftir klukkutíma. Mjög blendnar tilfinningar eftir dásamleg dönsk ár hér í gamla sjarmerandi miðbæjarhúsinu okkar, þessu með besta garðinum sem gaf okkur svo margar góðar minningar með dýrmætum vinum. Ég veit að hús er bara hús en einhvern vegin tengist ég heimili mínu svo sterkum böndum hverju sinni, á hverjum stað fyrir sig. Kannski smá kusk í augunum núna.

LESA MEIRA…

12. 4 UPPÁHALDS LÚKK FRÁ NÝJU & SPENNANDI MERKI

JJXX er nýtt vörumerki frá danska Bestseller sem ég frétti af rétt áður en ég kvaddi Danaveldi á dögunum. Vel heppnuð fyrsta fatalína og flottir stílar sem ég féll fljótt fyrir. Hönnuðir JJXX vildu hanna föt fyrir sjálfstæðar og sterkar fyrirmyndir sem þora að vera öðruvísi og nota liti á mjög afgerandi hátt.

Skarpir litir og boyfriend snið, eitthvað fyrir undirritaða –

LESA MEIRA…

11. HALLÓ HAFNARFJÖRÐUR

Halló Hafnarfjörður !! Þau upphafsorð passa einstaklega vel við að þessu sinni.

Hæ héðan af Vesturgötunni úr gömlu bárujárnshúsi sem bráðum verður ó svo falleg skóbúð Andreu okkar Magnúsdóttur. Byrjið að láta ykkur hlakka til.

LESA MEIRA…

10. SUMAR SNEAKERS

Gleðilegan fyrsta sumardag elsku Ísland. Hvað eru sumarlegri kaup en strigaskór? Eftir að hafa gefið mörgum Instagram fylgjendum persónulega aðstoð við striga-skókaup síðustu vikurnar þá finnst mér við hæfi að taka saman nokkra góða sumar sneakers hér á blogginu líka. Eins og þið hafið mörg tekið eftir þá hef ég varla farið úr mínum Acne skóm sem Gunni gaf mér í fyrra vor, þeir eru svo smart en líka mínir þægilegustu skór, svo þægilegir að Gunni keypti sér meira að segja eins stuttu síðar … og við því verið í stíl eins og gömlum hjónum sæmir, síðasta árið. Nú langar mig smá í nýja til skiptanna og þessir að neðan eru allir mjög næs, alveg óvart mjög hvítt þema, en það er bara minn stíll –

 

LESA MEIRA…

9. KEKB VOL5: NÚ ER ÞAÐ SVART

KEKB vol5 – nú er það svart  !!

KEKB vinKONUR – Elísabet Gunnars, AndreA, Paldís & Nanna Kristín

Okkur fannst 2020 vera árið endalausa … en hér erum við, enn að bíða eftir bjartari tímum. Ekki endilega eitthvað sem við bjuggumst við, að lifa eftir takmörkunum vegna Covid faraldursins enn þann dag í dag. Þó að útlitið sé enn nokkuð svart þá er bjart yfir fallega góðgerða verkefni okkar sem loksins lítur dagsins ljós árið 2021, KEKB í fimmta sinn – ég fæ hlýju í hjartað við tilhugsunina.

LESA MEIRA…

8. BRÚÐKAUP – UNDIRBÚNINGUR FRÁ A TIL Ö

Brúðkaup okkar Gunna fyrr í sumar er einn af hápunktum lífs míns og minning sem lifir að eilífu. Það hefur verið svo gaman að fá að deila ástinni, gleðinni & hamingjunni með ykkur sem fylgið mér hér á blogginu og annarsstaðar. Þið eruð margar sem hafið haft samband út af ólíkum atriðum sem tengjast brúðkaupsundirbúningi og ég hef gefið þau loforð að allt slíkt efni verði aðgengilegt á Trendnet fyrr en síðar. Hér er komið að því að standa við stóru orðin.

Þessi póstur er ætlaður tilvonandi brúðhjónum til viðmiðunar við skipulagningu stóra dagsins. Við minn undirbúning var þetta einmitt pósturinn sem mig vantaði og því ætla ég að deila með ykkur hvaða leiðir ég valdi og vonandi getur fólk nýtt það til viðmiðunar og týnt atriði úr sem henta fyrir þeirra dag. Það er engin rétt leið í þessu og hér fáið þið mína leið.

Uppsetningin er einnig nokkurn veginn í þeirri röð sem ég gerði hlutina.

LESA MEIRA…

7. LÍFIÐ: Í FYRSTA SINN MEÐ HEIMÞRÁ

Hæ úr háloftunum! Ég tók þá skyndiákvörðun að bóka flug til Danmerkur tveimur dögum síðar. Mér líður eins og það hafi verið rétt ákvörðun en eins og flestir vita þá erum við fjölskyldan nýflutt tll Íslands eftir 12 ár í útlöndum.Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur það bara verið svolítið erfitt, fyrir mig, sem er öðru vön. Ég hef kaffært mér í lífinu, vinn mikið, er að reyna að fóta mig með börnin í nýrri rútínu (mömmur skilja) … og stend í framkvæmdum. Þetta hefur bara tekið svolítið á og það má segja það upphátt. Ef ég útskýri tilfinninguna þá mætti kannski orða það sem svo að ég sé í fyrsta sinn með smá heimþrá .. í gamla lífið mitt í útlöndum, þar sem er ekki þetta auka áreiti sem fylgir með á Íslandi.

LESA MEIRA…

6. FYRSTA NÓTTIN Í NÝJA HÚSINU

… og það sem ég svaf vel!

Samasem merki um að þarna muni mér og okkur líða vel? Eða ætli það hafi alfarið verið nýja rúmið mitt? Sem ég er svo svo ástfangin af (*ekki ad) .. líklega bæði. Okkur hefur lengi dreymt um að eignast Jensen rúm sem ég hef heyrt svo góðar sögur af. Því ákváðum við að eyða brúðkaupspeningnum í þennan draum.

Ég verð að hrósa frábærri þjónustu frá Epal, við vorum alveg undrandi yfir því hversu vel var að þessu staðið. Raunin er sú að sami starfsmaður og hjálpaði okkur í búðinni kom keyrandi upp að dyrum með rúmið og setti það saman fyrir okkur. Ég hélt að ég væri á einhverjum sérsamning, en þetta er víst svona hjá þeim með öllum seldum rúmum.

Þegar ég segi “Fyrsta nóttin í nýja húsinu” þá á ég aðeins við brot af heimilinu, nú eigum við tvö nánast kláruð herbergi og smá sjónvarpshol með engu sjónvarpi. Restin er ókláruð og við berjumst við að losna við framkvæmdarykið. EN, góðir hlutir gerast hægt, er það ekki?

LESA MEIRA…

5. BREYTINGAR FRAMUNDAN

Handboltinn hefur tekið óvænta stefnu hjá mínum manni og nú lítur út fyrir að 12 (!) árin okkar í útlöndum séu að líða undir lok (í bili allavega). Alban okkar blómstar á Íslandi og næsta skref er að elta hennar drauma. Gunni ætlar sér að takast á við nýja áskorun í Garðabænum sem verður spennandi að fylgjast með, flott næsta skref í þessu bolta ævintýri.

LESA MEIRA…

4. BESTU OG VERSTU TREND ÁRSINS 2020

Ég var einn af álitsgjöfum DV um bestu og verstu trend ársins 2020 … það passar vel að deila með ykkur svörunum hér á blogginu –

Hvað er besta trend ársins að þínu mati? 
 Sweatsuits (joggarar) náðu nýjum hæðum 2020 og það er svo sannarlega mitt uppáhalds trend á árinu. Trend sem heldur bara áfram því öll tískuhúsin virðast vera að vinna með notalegheitin inn í nýja árið.

JÓLIN, KAFFI OG KERTALJÓS

Joggari

LESA MEIRA…

3. KLÆDDU ÞIG EFTIR VEÐRI UM VERSLÓ

Mér líður hvergi betur en þegar ég fæ að njóta mín úti á landi hér á fallega skerinu okkar. Eins og ég hef oft komið inná áður þá er orkan þar öðruvísi en annarsstaðar og maður kemur endurnærður aftur í höfuðborgina. Í samstarfi við 66°Norður tók ég saman nokkur lúkk sem gætu gengið í ferðalög sumarsins. Kannski engin þjóðhátíð í ár, en þið gætuð samt sem áður átt von á að rekast á undirritaða úti á landi, alltaf þegar ég fæ tilefni til næstu vikurnar og fram á haust. Sjáumst þar!

LESA MEIRA…

2. ÚTSKRIFTIR: FYRIR HANN & FYRIR HANA

Útskriftir Háskólanna eru á næsta leiti og því ekki úr vegi að skoða úrval íslensku verslananna. Hér að neðan hef ég tekið saman hugmyndir í pakkann hennar og hans en flest á listunum á þó auðvitað við bæði kynin þó ég setji þetta svona upp. Ég mæli með að sameina í gjafir nokkrir saman og geta þannig gefið veglegri hlut, td fyrir heimilið, sem lifir lengur ..

FYRIR HANN

FYRIR HANA

Upplýsingar um vörur og verslanir finnið þið í færslunni.
LESA MEIRA…

1. BETA BYGGIR

Beta Byggir?


Halló Ísland.
Hér er nýja heima … í fyrsta sinn á blogginu.

Ég hef aðeins komið inná nýja heimilið okkar á Instagram en þó ekki svo ýtarlega fyrr en nú. Aðrir miðlar hafa sagt eitthvað frá áformunum en ekki ég sjálf hér á Trendnet. Held það sé kominn tími á slíkt frá og með núna, í flokknum Beta Byggir hér á mínu bloggi.

Eins og áður hefur komið fram þá ætlum við fjölskyldan að elta Ölbu og prufa að búa á Íslandi eftir 12 ár í útlöndum. Gunni skrifaði undir samning við Stjörnuna sem spilandi aðstoðarþjálfari sem er hans fyrsta gigg í þjálfarahlutverki, mjög spennandi. Við keyptum gamalt hús í Reykjavík sem byggt var af Ragnari í Smára á sínum tíma. Einhvers staðar las ég að þetta væri  fyrsta húsið sem byggt er í Funkís stíl á Íslandi en það eru þó ekki staðfestar heimildir.

Húsið var byggt árið 1932 og þó það sé álitlegt að sjá var kominn tími á endurnýjun á mörgum sviðum, t.d. á skólplögnum og öðru stuði sem maður er ekkert voðalega spenntur fyrir. Þær framkvæmdir hafa nánast eyðilagt garðinn okkar því það fylgir þessu mikill gröftur til að komast að rörunum – namaste þar til það verður tilbúið ..

Húsið er á þremur hæðum (kjallari, aðalhæð, herbergjahæð) og í næsta bloggi segi ég ykkur frá plönum okkar í framkvæmdum innanhús. Þar munum við taka ákveðna hluti í gegn og á öðrum stöðum halda í það gamla og endurnýta.

Við erum í fyrsta sinn að byggja heimili til framtíðar og því vill maður vanda til verka og gera það að sínu. Ég finn fyrir miklum áhuga frá ykkur að fá að fylgjast með og planið því að hafa framkvæmdirnar sem nýjan lið næstu mánuði á Instagram og hér á blogginu undir Beta Byggir.

Innipúki þessa Verslunarmannahelgi –

LESA MEIRA…

Beta byggir, lang vinsælasta færsla síðasta árs, fer á meira flug inn í nýja árið. Kauphugmyndir eru alltaf vinsælt efni á blogginu sem ég mun halda áfram með en svo virðist lífið, persónulegt, alltaf hitta í mark.
Takk fyrir mig 2020, takk fyrir ykkur kæru lesendur. 2022, áfram gakk –

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: CPH ♡

Skrifa Innlegg