fbpx

ÚTSKRIFTIR: FYRIR HANN & FYRIR HANA

SHOP

Útskriftir Háskólanna eru á næsta leiti og því ekki úr vegi að skoða úrval íslensku verslananna. Hér að neðan hef ég tekið saman hugmyndir í pakkann hennar og hans en flest á listunum á þó auðvitað við bæði kynin þó ég setji þetta svona upp. Ég mæli með að sameina í gjafir nokkrir saman og geta þannig gefið veglegri hlut, td fyrir heimilið, sem lifir lengur ..

FYRIR HANN

Basic er best. Hinir klassísku Superstar Adidas Originals skór fást í Húrra Reykjavík, HÉR
Ég er mjög hrifin af nýrri Dyngju, prjónaðri peysu frá 66°Norður, fæst HÉR
Sjöstrand kaffivélin góða er fullkomin útskriftagjöf fyrir bæði kynin. Fæst HÉR
Verk eftir Leif Ými sómar sér vel á hvaða heimili sem er. Fæst HÉR
Sápurnar frá Bláa Lóninu sóma sér vel í fallegu umbúðunum með íslenska innihaldinu. Fást: HÉR
Single Edge 2.0 rakvél. Fæst: HÉR
Kremhreinsir út mildum hvítum leir frá Aésop. Fæst: HÉR
Frederik Bagger glös fást í Norr11, Snúrunni og Epal, HÉR
Pizzaofn í garðinn, út á svalir? Þessi draumur margra frá OONI fæst: HÉR
STAUB gæða pottur er falleg gjöf sem lifir lengi með einstaklingnum. Fæst: HÉR í nokkrum litum
Listasaga um íslenska popplistamanninn Erró. Fæst í safnverslun Listasafns Reykjavíkur og HÉR
TEKLA handklæði, þau bestu í bænum, fást í NORR11 á Hverfisgötu og HÉR
Baðsloppur frá HAY,  Fæst: HÉR
Sixpensari: Kormákur  & Skjöldur,  Fæst: HÉR
Íslensk skeggolía, Fæst: HÉR

 

 

FYRIR HANA

Ullarklútur frá Farmers Market hefur verið á mínum óskalista í svolítinn tíma. Íslenskur aukahlutur sem dettur ekki úr tísku heldur lifir með eiganda. Fæst td: HÉR (kemur í nokkrum litum)
Eins og ég hef oft komið inná þá eru sólgreraugun frá Le Specs góð hugmynd af gjöf að mínu mati. Þau sem ég vel í útskriftahugmyndir bera nafn með rentu, Oh Damn! Fást: HÉR
Kaffibollinn minn, sem ég fæ stanslaust fyrirspurnir um. Frá KER og fæst HÉR
Besta scrunchie í bransanum (eða af þeim sem ég hef prufað) fæst hjá Andreu í Hafnarfirði og HÉR
Fallegt fjöltengi fyrir þá sem eiga allt? Fæst í nokkrum litum hjá okkur í Sjöstrand á Fiskislóð 57 og í Epal HÉR
Hálfmána taskan frá Hvisk er falleg útskriftagjöf, Fæst: HÉR
Í hellinum mínum á Íslandi fæ ég oft spurningar um glerborðið okkar. Það tiltekna er keypt vintage en ó hvað þetta að ofan er dáasmlegt með sínum gylltu fótum (fæst líka í svörtu).  Fæst HÉR
Meira gyllt en núna armband eða hringir frá 1104  by Mar sem Helgi Ómars stendur á bakvið. Þessi HÉR er á óskalista undiritaðrar
Öll mín búsetu ár í Danmörku þá hafa þessi ágætu dönsku B&O heyrnatól verið á óskalista, tilvalin sem gjöf á stundum sem þessum. Fást: HÉR
Gufutæki drauma minna, mæli mikið með í pakkann hennar eða hans.  Fæst: HÉR
VOR, ilmkerti frá HAF, Fæst:  HÉR
Íslensk list. Málverk eftir Áslaugu Magnúsdóttir? Fæst: HÉR
Listabók eftir Rakel Tómasdóttur, Fæst: HÉR
Chanel varalitur í rauðu, góð gjöf fyrir hana .. Fæst í verslunum Hagkaupa
BilliBi – Polido Gold I love you! þetta eru skórnir sem við notum oft og mikið allt árið um kring. Fást: HÉR

Til hamingju allir sem útskrifast næstu helgi. Og happy shopping þið sem ætlið ykkur að finna gjöf í vikunni.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Í ÞYKJÓ Í PARÍS

Skrifa Innlegg