fbpx

COPY/PASTE – HÁLFUR MÁNI

COPY/PASTESHOP

Ég hef lengi verið með augastað á svokölluðum half moon tösku frá Dior, klassík sem ég hef þó aldrei látið eftir mér. Sniðið er svo dásamlegt, í laginu eins og hálfur máni.

Þegar Trendnet tók saman sitt uppáhald frá töskumerkinu Hvisk fyrir Húrra Reykjavík þá rakst ég á svipaða sem mér datt í hug að deila með ykkur. Sjúk í Moon Multi bag sem er úr vegan leðri og fæst: HÉR

Veit að þið elskið copy/paste færslur og það gleður mig þegar ég finn innblástur úr hátískunni á viðráðanlegra verði. Hvisk taskan er alls ekki eins og Dior og sú danska er líka gæðavara þó hún kosti okkur færri krónur. Mér finnst það vera kostur að hægt sé að snúa henni á báðar hliðar og nota hana svarta eða ljósa eftir því hvernig liggur á okkur.

Happy shopping! sama hvor verður fyrir valinu :)

Dior: ca 101.000 ISK (tau)
vs.
Hvisk: 21.990 ISK (vegan leður)
Fæst: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FALLEGRI MÆÐRADAGSGJÖF - KEKB

Skrifa Innlegg