PARIS JE T’AIME

ANDREA RÖFNTRAVEL

Við Arnór fórum loksins í frí í júní. Á leið okkar til Ítalíu stoppuðum við einn dag í París, einni af mínum uppáhalds borgum. Ég hef komið þangað þónokkrum sinnum en Arnór hafði komið einu sinni til að spila leik síðasta sumar og því ekki náð að skoða borgina. Á þessum eina degi tókst okkur að sjá mikið ásamt því að setjast niður inn á milli og njóta veðursins og félagsskaparins.

Kjóll: Libertine Libertine
Skór: Nike Mayfly Woven
Sólgleraugu: Dior

 

París er svo sannarlega borg ástarinnar! Næsta blogg verður svo um fríið á Ítalíu sem var dásamlegt í alla staði.

xx

Andrea Röfn

2000’S VIBE: SUNGLASSES

HUGMYNDIRINNBLÁSTURTÍSKAUPPÁHALDSWANT

Á sumrin er alltaf mikilvægt að vera með góð sólgleraugu! Ég er mikið fyrir þessi þunnu, mjóu sólgleraugu í ár smá svona 2000’s vibeee! GUCCI, Rayban, Yves Saint Laurent, Chanel & Dior eru mikið í uppáhaldi núna varðandi sólgleraugu. Hér er smá innblástur sem ég fann á Pinterest..

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

WINTER WONDERLAND

PERSÓNULEGT

Síðustu helgi eyddi ég á Snæfellsnesinu, en við Heba vinkona mín drifum okkur þangað á laugardaginn í þeim tilgangi að vinna í BS ritgerðinni okkar. Okkur brá jafn mikið og öllum öðrum Íslendingum þegar við vöknuðum daginn eftir og litum út um gluggann, allur þessi snjór á einni nóttu.. lord. Til að komast í bæinn fyrir myrkur ákváðum við að vera skynsamar og byrja að koma bílnum úr hlaðinu um 4 leytið. Það fór ekki betur en svo að við vorum í klukkutíma að moka snjó frá bílnum. Eins ógeðslega pirrandi og þetta var þá, spring ég úr hlátri við að hugsa um þetta núna. Við klikkuðum báðar á því að documenta þetta bíó en ég get allavega sagt ykkur að þetta var vægast sagt fyndið. Ekki nóg með það að hafa mokað snjó í klukkutíma fattaði ég eftir 40 mínútna akstur að tölvan mín hafði orðið eftir í bústaðnum og því lengdist bílferðin heim um góða tvo tíma. Stundum er mér bara ekki viðbjargandi.

Allavega, þessar myndir voru allar teknar áður en bíóið á sunnudaginn hófst. Mjög hugguleg helgi hjá okkur vinkonunum.

Úlpa: Jökla Parka frá 66° Norður

Sólgleraugu: Dior

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn og snapchat: andrearofn

OUTFIT

OUTFIT

Sólríkur dagur í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Fríið mitt þar var yndislegt og það var kærkomið að slappa aðeins af þegar skólinn var loksins búinn. Ég átti quality time með Köben-búunum mínum og heimsótti svo vinkonu í Malmö. Ég er svo mikill Svíi í hjartanu þannig að það var rosalega kósý að fara aðeins yfir til Malmö og heyra sænskuna :-)

Processed with VSCO with p5 preset

Ég keypti mér þessa trufluðu skyrtu/blússu frá Acne Studios úti. Þetta er uppáhalds liturinn minn og ég gat alveg ómögulega skilið hana eftir í búðinni. Mín reynsla af Acne fötum er líka ekkert nema góð, föt sem maður verður aldrei þreyttur á þar sem þau eru gæði út í gegn.
Skóna fékk ég í Húrra Reykjavík fyrir stuttu en mig hafði dreymt um woven skó frá Nike lengi lengi. Litirnir í skónum eru svo flottir og passa líka vel við nýju skyrtuna!

Processed with VSCO with p5 preset Processed with VSCO with p5 preset Processed with VSCO with p5 preset

Skyrta: Acne Studios
Skór: Nike Free Inneva Woven // Húrra Reykjavík
Sunnies: DIOR

xx

Andrea Röfn

OUTFIT

OUTFIT

Vorið er að stríða okkur enn eitt árið. Ég var heldur betur peppuð á mánudaginn síðasta þegar sólin skein og ég klæddi mig upp eftir að hafa verið í kósígallanum uppi í bústað alla helgina. Ég var handviss um að vorið væri komið og því var töluvert högg að vakna í gærmorgun og líta út um gluggann og sjá allt hvítt.

Þetta er allavega „vor í lofti“ outfittið sem ég klæddist í fermingu á mánudaginn!

Processed with VSCO with t1 presetProcessed with VSCO with t1 preset Processed with VSCO with t1 preset Processed with VSCO with t1 preset

Kjóll: ZARA
Jakki: ALLSAINTS
Buxur: H&M
Skór: ADIDAS ORIGINALS
Sólgleraugu: DIOR

Er ekki annars í lagi að klæðast strigaskóm í fermingu? ;-)

Myndir: mamma besta.

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn og snapchat: andrearofn

Fullkominn grunnur með Dior

DiorFallegtHúðMakeup ArtistMakeup Tips

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég að gjöf. Færslan sjálf er skrifuð af einlægni og hreinskilni og gerð með það í huga að kynna fyrir ykkur glæsilegar nýjar vörur frá Dior.

Í dag er síðasti dagurinn á Tax Free í Hagkaup og því ekki seinna en vænna að kynna fyrir ykkur nýju grunnförðunarvöru línunni frá Dior sem er svo glæsileg! Vörurnar fönguðu fyrst athygli mína í myndaþætti í Glamour en húðin var bara svo pörfekt að ég fann að ég varð að fá að prófa þessar vörur. Ég hef áður kynnt þær aðeins á snappinu hjá mér en ég verð nú að skrifa og sýna myndir mér til stuðnings.

Hér sjáið þið vörur úr Forever lúkkinu frá Dior sem er nú komið í verslanir!

forever7

Dior vörurnar hafa útlitið að sjálfsögðu með sér en líka virknina. Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af Dior vörunum og sérstaklega eftir að Peter Philips tók við sem listrænn stjórnandi. Forever farðinn hefur áður verið til hjá Dior en nú er hann orðinn ennþá léttari, hann gefur enn fallegri áferð og lagar sig vel að húðinni. Hér er farði sem gefur svakalega góða þekju og semí matta áferð. Farðinn blandast fallega saman við húðina og er sagður gefa 16 tíma endingu – hann gefur 16 tíma endingu ég get svo svarið það!

forever3

Á myndinni hér fyrir ofan er ég með primerinn og farðann, eingöngu farðann. Hann gefur virkilega góða þekju og fallega náttúrulega áferð. Ef maður buffar hann vel saman við húðina þá verður hún nánast lýtalaus og meira bara svona eins og second skin. Ef þið viljið þannig áferð notið þá þéttan farðabursta með stuttum hárum og vinnið farðann í hringlaga hreyfingar.

Ef þið viljið hins vegar aðeins meiri ljóma í húðina þá er um að gera að nota blautan svamp – það er yfirleitt mín go to leið við að bera á mig farða. Sérstaklega þegar maður er með mjög þekjandi farða eins og þennan þá verður auðveldara að dreifa jafnt úr honum.

Vörurnar í Forever lúkkinu frá Dior…

Diorskin Forever & Ever Wear – primerinn er uppáhalds varan mín úr þessu lúkki og hann er sannarlega að standa sig í þessu hlutverki. Hann er eiginlega bara eins og krem og hann fullkomnar áferð húðarinnar sem verður alveg slétt og það er mjög þægilegt að bera farða yfir húðina. Persónulega finnst mér þessi primer gera farðann ennþá betri og fallegri. Passið bara að leyfa primernum að jafna sig á húðinni í sirka 30 sekúndur áður en þið berið farðann yfir.

Diorskin Forever Fluid Foundation – farðinn sjálfur, aldrei þessu vant komu margir litir af farðanum hvort þeir eru 8 eða 10 ég man það ekki alveg. En ég nota sjálf lit nr 10 sem er sá ljósasti. Farðinn blandast svo fallega saman við húðina og sérstaklega með primerinn undir. Farðinn verður semí mattur og náttúrulegur.

Diorskin Forever & Ever Control – þetta er laust púður sem þið sjáið hér aðeins neðar. Það mattar farðann enn frekar og gefur mjög náttúrulega áferð. Það er mjög létt af lausu púðri að vera og tryggir það að húðin endist ennþá betur. Púðrið er falið undir þunnu neti sem heldur því á sínum stað en með litla kabuki burstanum fáið þið það magna af púðri sem þið þurfið í verkið. Púðrið er líka hægt að nota í baking en ég lýs því ferli hér fyrir neðan líka.

Diorblush Sculpt – það komu fjögur mismunandi púður, tvö þeirra eru shape púður með ljósum lit og kinnalit en hin tvö henta betur sem skyggingapúður. Ég er með lit nr. 004 sem heitir Brown Contour sem er með köldum brúnum lit sem hentar mínu litarhafti vel. Ef þið eruð með ljósara hár myndi ég frekar nota lit nr. 003 sem er meira hlýr. Dökka litinn nota ég til að skyggja og þann ljósa til að lýsa upp sem highlighter ofan á kinnbeinum og í kringum efri vör.

forever2

Hér er svo hinn fullkomni Forever grunnur, með primer, farða, Skinflash hyljaranum frá Dior, lausa púðrinu og mótunarpúðrinu þar sem ég nota dökka og ljósa litinn til að skyggja og lýsa upp svæði húðarinnar. Virkilega falleg og náttúruleg útkoma sem ég er mjög hrifin af. Svona endist líka húðin, í raun er myndin ekki tekin beint eftir að ég setti vörurnar á mig, nei ég málaði mig um morguninn og myndin er tekin um hálf 4!

forever8

Já þetta er púður og já þetta er hveiti en þegar maður skrifar um baking þá kemur ekkert tannað til greina! ;)

Hvað er baking?
Það er tækni sem er notuð til að auka þéttleika áferðar og þekju. Þið byrjið á því að setja það blauta, farðann og hyljarann. Setjið laust púður eins og það sem er hér fyrir ofan yfir þau svæði húðarinnar sem þið viljið t.d. lýsa upp. Yfirleitt er bakað ofan á kinnbeinum og fyrir ofan kjálka. Það er mjög gott að nota blautan svamp til að hlaða púðri yfir svæðin sem þið viljið baka og svo bara bíðið þið. Það er ekkert gott að bíða of lengi, þetta eru svona 2-3 mínútur. Strjúkið svo púðrinu vel af með þéttum bursta. Passið að strjúka allt púðrið af því ef eitthvað situr eftir er hætta á að það komi ekkert sérstaklega vel út á mynd. Baking hentar þó ekki öllum, síst þeim sem eru með mjög þurra húð. Ég þoli það t.d. ekki nógu vel en það skiptir auðvitað mestu máli að vera með góðan raka undir. Baking finnst mér þó vera eitthvað sem er óþarfi dags daglega ef þið þurfið betri þekju þá er þetta sniðug aðferð.

forever

Hér er svo smá nærmynd og mér finnst skyggingin alveg sérstaklega falleg. Ég var kannski mjög djörf að velja mér dekksta litinn en ég hafði mikla trú á því að hann myndi fara mér og minni húð sérstaklega vel og svo gæti ég notað hann mikið þegar ég væri að farða – þetta er bara spurning um magn.

Virkileg falleg förðunarvörulína sem er enn ein rós í hnappagat Peter Philips hjá Dior.

Erna Hrund

Vorið liggur í loftinu

AuguDiorMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Vörurnar sem ég skrifa um í færslunni fékk ég að gjöf frá Dior á Íslandi. Færslan er skrifuð af hreinskilni og einlægni og lýsir minni upplifun af vörunum. 

Vorlínan frá Dior er komin í verslanir og hún er mjög falleg. Vorlínur merkjanna mæta alltaf í upphafi árs og fylla mann von yfir því að nú sé vorið væntanlegt. Bjartir litir, ljómandi áferð og mjúk áferð eru lýsingarorð sem ég myndi nota til að lýsa þessum fallegu vörum sem eru í línunni sem nefnist Glowing Gardens.

Ég gerði förðun með vörunum sem ég fékk á Snapchat í gær, endilega fylgið mér þar til að koma í veg fyrir að missa af sýnikennslunum mínum þar –> ernahrundrfj <– :***

Hér sjáið þið lokaútkomuna…

diorvor6

Húðin mín er í einhvers konar veðurbreytingaráfalli þessa dagana svo hún er svakalega þur, vona að það skemmi þó ekki upplifun ykkar af þessari förðun sem ég er alveg sérstaklega ánægð með.

diorvor9

Hér sjáið þið vörurnar úr línunni sem ég fékk:

 • 5 Couleurs Eyeshadow Palette í litnum Rose Garden
 • Vernis Gel Shine Lacquer í litunum Garden nr. 302 og Bleuette nr. 301
 • Diorskin Air Illuminating Powder í litunum Glowing Nude og Glowing Pink
 • Rouge Dior Baume í litnum Rosebud nr. 750

diorvor

Ég gerði förðun þar sem ég notaði dökka litinn í pallettunni til að skyggja sitthvorn helming augnloksins og setti ljómandi augnskugga í miðjuna til að ná að draga hana vel fram og fékk þannig nokkurs konar þrívíddaráferð á augnlokin. Hér fyrir neðan reyni ég að útskýra skref fyrir skref hvernig ég gerði förðunina.

Ég notaði fleiri Dior vörur til að gera förðunina sem ég mun segja ykkur betur frá seinna.

diorvor7

Augnförðunin skref fyrir skref:

 1. Byrjið á því að taka ljósbrúna skuggann sem er í vinstra horninu og setjið hann yst á augnlokið, blandið honum aðeins inná aunglokið. Liturinn mun vera fallegur undir dökka augnskuggann og mýkja hann þannig augun fái ekki of skarpa áferð.
 2. Takið næst dökka augnskuggann og setjið vel af honum yst á aunglokið. Blandið skuggann vel inná augnlokið og setjið smá innst á augnsvæðið en ekki mikið hafið bara létt á því svæði. Blandið augnskugganum vel inná augað og meðfram globuslínunni en reynið að halda miðjunni alveg lausri við dökka augnskuggann.
 3. Takið ljósbleika augnskuggann í miðjunni og setjið hann á mitt augnlokið. Reynið að blanda honum sem minnst saman við þann dökka til að draga ekki úr dýpt augnförðunarinnar.
 4. Takið næst græna litinn og setjið hann meðfram neðri augnhárunum, blandið hann vel og mýkið. Takið dökka litinn og setjið yfir þann græna, þannig fær hann létta græna áferð og munið að blanda litunum vel saman.
 5. Takið næst mjög þéttan bursta ég nota Smudge burstann úr eyeliner settinu frá Real Techniques og notið hann til að setja gula augnskuggann í innri augnkrókinn – setjið eins þétt af honum og þið getið.
 6. Ég nota svo vatnsheldan svartan blýant frá Dior til að ramma inn augnsvæðið og smudge-a hann vel til.
 7. Bætið svo loks smá af dekksta augnskuggunum alveg yst í ytri augnkrókinn eins þétt og þið getið til að fá meiri dýpt.

diorvor2

Svona er útkoman… Lykillinn er að blanda vel – ég nota alltaf Setting Brush frá Real Techniques til að blanda – besti blöndunarburstinn að mínu mati.

diorvor8

Svo er það hér sjálf stjörnuvaran úr línunni, það sem ég er ástfangin af þessu glæsilega púðri!! Þetta var ást við fyrstu sín þegar ég sá ljóma púðrin frá Dior og mikið vona ég að þau komi í fast úrval hjá merkinu. Ég er búin að nota þennan lit alveg sérstaklega mikið þetta er liturinn Glowing Pink – hann er að klárast hratt svo ekki missa af honum ;)

Ég nota púðrið í þessari förðun…

diorvor5

Púðrið set ég ofan á kinnbeinin og bara létt af því og í kringum varirnar. Það er að sjálfsögðu hægt að taka þetta ennþá lengra og púðrið býður svo sannarlega uppá það.

Að lokum set ég svo varalitinn yfir varirnar en hann er ég búin að nota mikið. Dior Rouge Baume litirnir eru í miklu uppáhaldi og einn af litunum sem kom fyrir ári síðan var varaliturinn minn síðasta vor og sumar – ég ofnotaði hann vegna rakagefandi eiginleika hans – þessi hefur komið sterkur inn. Bleiki liturinn fer svakalega vel við þessa förðun finnst mér.

diorvor4

Nú finnst mér vorið liggja í loftinu… Það hlýtur að fara að styttast í það það er nefninlega svo marg sem bendir til þess í snyrtivöruheiminum, já svona eins og vorlínan frá Dior sem er sannarlega glæsileg – must see!

Ef ykkur líst vel á línuna þá er hún fáanleg hjá Dior í Hagkaup, Lyf og Heilsu og Sigurboganum. Það er ekkert sérstaklega mikið eftir og nú þegar nokkrar vörur uppseldar á heildsölu – bara svona smá auka upplýsingar. Persónulega eru ljómapúðrin og Diorshow Colour & Contour, Eyeshadow & Liner vörur sem mér þykir must have – ég þarf endilega að næla mér í Colour & Contour penna – mér leist svakalega vel á þá!

Eigið gleðilegan laugardag!

Erna Hrund

Sjö hlutir á sunnudegi

BiancoDiorFylgihlutirMACNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Hlutirnir sem ég skrifa hér um fékk ég ýmist sem gjöf eða keypti sjálf. Allt sem ég skrifa kemur frá mér sjálfri og er skrifað af einlægni og hreinskilni.

Hvað gerir maður á sunnudögum… Jú maður stillir upp hlutum og tekur mynd af þeim með dásamlega fallegu hringljósi – já mí kæru það verður allt fallegra með hringljósi – meirað segja ég!

En mér finnst einhvern vegin alltaf svo gaman að stilla upp fallegum hlutum og reyna að festa fallegar myndir af þeim á vélina. Ég er svona Instagram/Pinterest perri sem elskar að safna fallegum myndum af hlutum sem ég verð að reyna að ná að gera sjálf því mér finnst fátt skemmtilegra en að birta fallegar myndir hér á síðunni.

En svona ef þið voruð ekki búin að ná því þá eru myndirnar hér fyrir neðan uppstilltar – mjög uppstilltar ;)

sjosunn

Mig langaði að sameina á mynd hluti sem ég hef verið að nota undanfarið, hluti sem eru nýjir og ég ætla mér að nota á næstu dögum. Sjö hlutir á sunnudegi var líka bara svo flott upphaf á þessari færslu :)

Bambus úr Blómaval: þessi fallega bambusstöng hefur einkennt heimilið mitt frá því í nóvember. Upphaflega var hún keypt til að skreyta myndefni fyrir síðasta Reykjavík Makeup Journal á mynd með ilminum Bamboo frá Gucci. Síðan þá hefur stöngin fengið að vera inní elshúsglugga. Lífsseigara blóm hef ég aldrei vitað – það þarf ekkert að gera fyrir stöngina sem mér finnst svo falleg á litinn – tja nema skipta um vatn.

sjosunn3

Poison Girl frá Dior: Nýjasti ilmurinn í safninu er ný og spennandi útgáfa af Poison ilminum sem er ætlaður yngstu aðdáendum merkisins. Hypnotic Poison er einn af þekktustu ilmvötnum í heiminum og er idoliseraður af konum um allan heim. Poison Girl er glæsileg útgáfa af þessum tímalausa ilm, flaskan er sú sama, liturinn er nýr ásamt ilminum. Appelsína, rósir og tonka baun eru tónarnir sem eru mest áberandi í ilminum. Hann er dáldið súr svona við fyrsta þef en það er auðvitað appelsínan sem finnst fyrst þar sem hún er í topp ilmsins. Svo um leið og ilmurinn er búinn að fá að sitja á húðinni og jafna sig þá kemur þessi dásamlegi rósailmur í gegn í bland við Tonka baunina, vanillu og sandelvið sem er í grunninum. Grunnur ilmsins finnst mér alveg sérstaklega góður. Ilmurinn finnst mér mjög spennandi og nýmóðins og alveg í anda Dior! Nú er komið að því að heilla nýja kynslóð af þessu fallega merki og Poison Girl gerir það svo sannarlega.

Úr frá Daniel Weelington: Ég er alveg dolfallin fyrir þessu fallega úri sem ég hef að sjálfsögðu sýnt ykkur áður. Án þess að hljóma eins og biluð plata þá minni ég á afsláttarkóðann – reykjavik-fashion – sem gefur ykkur 15% afslátt af úrum á síðunni danielwellington.com. Ég er svo kát með mitt – fylgihlutur sem fullkomnar öll dress!

sjosunn6

Ellie Goulding vörur frá MAC: Ég er ekki búin að fá það staðfest hvort línan fari í sölu á Íslandi en ég fékk þó tvö sýnishorn af vörum úr þessari fallegu línu! Ég er auðvitað dolfallin af þessari fegurð ég bara elska Ellie Goulding og þegar hún mætir MAC – þá gerast töfrar!! Ég vona svo sannarlega að línan komi til landsins því ég þrái fleiri vörur úr línunni eins og Cream Color Base palletturnar og púðrið :D

Bleuette naglalakk úr vorlínu Dior: Ég setti þetta fallega lakk upp fyrir helgi, það færir mér svo sannarlega vorlegar neglur. Ég rifjaði það upp að fyrir tveim árum kom svona fallegt pastelblátt lakk í vorlúkkinu frá Dior það var þó mun blárra en þetta er með kaldari bláum lit og ljósara. Neglurnar verða sjúklega flottar og skemmtilegar – meira um það seinna.

sjosunn2

Ökklastígvél frá Bianco: Það skal þó engan furða að það hafi bæst nýir Bianco skór í ört stækkandi safnið nú fyrir helgi! Þessum er ég búin að klæðast hérna heima þar sem veðrið hefur kannski ekki boðið uppá svona skó og ég hef ekkert farið út um helgina… ;) Þá eru góð ráð dýr og maður reddar sér með því að dressa sig upp hér heima við! Mér finnst þessi svo falleg, þetta er leðurlíki en virkilega fallegt og af því eru þeir á mjög góðu verði eða 13.990kr. Ég elska sylgju detailið á hliðinni og litla gatið sem myndast þar. Ég sé fyrir mér að vera í fallegum sokkum innan undir eins og glimmersokkum sem munu gægjast útum þetta gat – er það ekki skothelt!

sjosunn7

Dásamlegir skór ekki satt… – held ég muni eiga voða gaman af því að skreyta þetta gat – klæðast skemmtilegum sokkum og sokkabuxum!

Mínir sjö hlutir á sunnudegi – vona að þið hafið haft gaman af. Njótið dagsins.

Erna Hrund

p.s. á morgun (mánudag) ætla ég að taka yfir Instagramið okkar í Vero Moda – endilega fylgist með á @veromodaiceland

Mattar hátíðarvarir

DiorFallegtFW15Jól 2015JólagjafahugmyndirNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég fór í morgun að skoða hátíðarlínu Dior, ég er búin að vera mjög spennt að fara að skoða hana og ég fékk í kjölfarið að velja tvær vörur úr línunni. Ég valdi mér augnskuggapallettu og varalit, pallettuna fáið þið að sjá í næstu viku en ég gat ekki beðið með varalitinn því hann er pörfekt mattur plómuvaralitur og alveg GORGE!

mattarvarir3

Varalitirnir í hátíðarlúkkinu frá Dior heita Diorific og þeir koma í alveg sérstaklega hátíðlegum og flottum umbúðum. Í ár eru litirnir mattir, formúlan er svakalega létt en um leið með þéttum lit sem endist vel. Ég setti litinn á mig strax og er búin að vera með hann í fjóra tíma núna og það sést ekki á vörunum og liturinn hefur ekkert dofnað þó ég sé búin að drekka kaffibolla og skella í mig einum Dunkin Donuts kleinuhring ;)

mattarvarir4
Varalitur: Diorific Matt nr. 580 Fascinante

Hér fyrir ofan sjáið þið varalitinn og aungskuggapallettuna sem ég valdi mér sem ég ætla að sýna ykkur eftir helgi…

mattarvarir2

Ég er alveg ástfangin af þessum fallega varalit og hlakka mikið til að sýna ykkur hátíðarförðun með augnskuggapallettunni og varalitnum við þó mér finnist hann líka bara virkilega flottur svona einn og sér. Hátíðarlínan frá Dior kemur bara í takmörkuðu upplagi svo maður má nú ekki missa af því sem manni finnst sérstaklega flott því það kemur ekki aftur ;)

Annars er næsta hátíðarförðun sem ég ætla að sýna ykkur með annarri fyrirsætu en þið eruð vanar en ég plataði mömmu í smá förðunarleik í dag og hún situr fyrir fyrir Lancome lúkkið – hlakka mikið til að sýna ykkur því þetta kom svakalega vel út hjá okkur!

Hátíðarlínu Dior fáið þið t.d. í Hagkaup Kringlu og Smáralind, Lyf og Heilsu Kringlunni og Sigurboganum á Laugavegi… svo ég nefni nokkra staði ;)

Erna Hrund