fbpx

LOPPUKAUP

DRESSTískaVINTAGE

Vintage eða notuð föt hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, ég elska að gramsa á mörkuðum eða fara í búðir eins og Spúútnik eða sambærilegar verslanir erlendis (hér er td ein frábær í Kaupmannahöfn).
Það er svo gaman að blanda gömlu við nýtt og oft eru gömlu hlutirnir ekkert síðri en þeir allra nýjustu.

Extraloppan er eins og flestir þekkja verslun í Smáralind þar sem einstaklingar leigja bása og selja vörur, flíkur, fylgihluti og húsmuni.  Þar er hægt að finna bókstaflega allt.
Snilldin við Extraloppuna er instagrammið þeirra, þær eru svo duglegar að setja inn þar nýjar vörur og þá er auðvelt að stökkva af stað ef maður sér eitthvað sem grípur augað eins og ég gerði þegar ég sá þetta veski.
Ef marka má það sem ég hef fundið um þetta veski á netinu þá er þetta  “Vintage 1970’s Christian Dior”.



Skyrta: Notes Du Nord / AndreA
Pils:  tjullpils/ AndreA
Strigaskór: Acne / GK REYKJAVÍK 
Veski: DIOR /Extraloppa

LoveLove
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

DRESS: LEÐUR FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Skrifa Innlegg