fbpx

HAUST ÓSKALISTINN

Á ÓSKALISTANUM

Það er svo sannarlega farið að hausta hér í stórborginni, haustlitirnir að skarta sínu fegursta og veðrið mjög breytilegt. Sjálf er ég mjög spennt fyrir kólnandi veðri en mér líður lang best í kápum, pelsum og með stóra trefla vafna um hálsinn. Það er eitthvað sem heillar við kuldann og haustlitina. Þrátt fyrir að hér sé ekki komið kápuveður þá er ég samt byrjuð að skoða nýjar kápur fyrir fataskápinn – ekki að það vanti á slánna .. En ég hef verið að tileinka mér að taka gæði fram yfir fjölda og ætla því að fjárfesta í eina góða kápu fyrir veturinn, sem mun endast í mörg ár en ekki bara nokkra mánuði.

Hér er haust óskalistinn minn –


1. Shearling jakki frá Stand Studio – Fæst í Geysi
Hef aldrei átt shearling jakka, þessi er svo fallegur og er faux (gervi) shearling !

2. Shearling taska frá Stand Studio – Fæst í Geysi
Taska í stíl við jakkann, líka faux.

3. Trefill frá Acne Studios – Fæst í GK Reykjavík
Sjálf á ég gráan trefil frá Acne Studios sem ég dýrka – þessir fallegu haustlitir á treflinum hér að ofan heillar mig.

4. Ultra repair krem frá First Aid Beauty – Fæst í Fotia
Þetta krem á að vera rosalega gott, hvað þá fyrir þurra húð í vetur! Ég hef aldrei prófað það en ætla svo sannarlega að gera það.

5. Augnkrem frá Kiehl’s – Ég held því miður að Kiehl’s fáist ekki á Íslandi, ekki hika við að leiðrétta mig!
Augnkrem með avocado olíu, shea smjöri og karótín. Mjög rakagefandi augnkrem sem hjálpar til við að næra þurr augnsvæði og vinnur á dökkum hringjum undir augunum.

6. Kápa frá Second Female – Fæst Second Female á Íslandi? Væri gaman að vita ..
Þetta er kápan sem hefur fangað hug minn .. svo falleg í haustlitunum.

7. Armband frá Dior – Einungis erlendis og á netverslunum
Þetta fallega armband hef ég hugsað um í marga mánuði, vonandi verður það mitt einn daginn.

8. Stígvél frá Vagabond – Vagabond fæst í Kaupfélaginu
Fullkomin svört stígvél, flott fyrir haustið og veturinn – þau mega alveg bætast í safnið mitt.

9. & 10. Dragt frá Zara
Dragtir eru alltaf klassískar og hægt að nota við svo mörg tilefni, auðvelt að dressa bæði upp og niður!

11. Öklastígvél frá Ganni – Fást í Geysi
Gullfalleg öklastígvél sem mig dreymir um ..

12. Kjóll frá Samsøe & Samsøe – Fæst í Galleri 17
Langar að vera í þessum fallega kjól í útskrift hjá systur minni í nóvember, svo fallegt snið og smáatriði sem heilla augað.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

MÆÐGNAFERÐ TIL PARÍSAR

Skrifa Innlegg