HEIMSÓKN: GANNI

HEIMSÓKNSHOP

English Version Below

Ég heimsótti sýningarherbergi GANNI í höfuðstöðvum merkisins í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum. Þvílík fegurð sem tók á móti mér – gamalt franskt hús með hátt til lofts og stórum gluggum sem gáfu útsýni yfir dönsku miðborgina – draumur! Ekki voru fötin síðri, á slánum héngu klæði frá sumar og haustlínu. Þó ég hafi skoðað báðar línurnar þá ákvað ég að einblína eingöngu á sumarið í þessari heimsókn, það eru þær flíkur sem hægt er að nálgast í verslunum þessa dagana. GEYSIR er söluaðili Ganni á Íslandi og þau voru að fá í hús stóra sendingu núna á dögunum þar sem finna má eitthvað af þessum flíkum sem birtast á myndunum hér að neðan.

Ganni er merki sem hefur vaxið ótrúlega hratt síðustu árin og gaman hefur verið að fylgjast með þeirri þróun. Ég er mikill aðdáandi þó ég eigi ekki margar flíkur frá þeim. Nú finnst mér ég persónulegri vinur eftir að hafa fengið svona góðar móttökur í heimsókn minni. Því þarf ég að bæta upp fyrir Ganni leysið í mínum fataskáp, hið allra fyrsta.

Pressið á myndirnar til að fá þær stærri á skjánum.

Mig langar að nota þennan við háar buxur og hárið upp í hnút.

Nafnið mitt er skrifað á þetta dress. Efnið er dásamlegt en yfirhönnuður Ganni á heiðurinn af blóma teikningunum ásamt öllum öðrum munstrum sem koma fyrir á flíkum merkisins.

Innblástur sumarlínunnar var fengin frá kúrekum en þessi silki skyrta endurspeglar það.

Ganni hannar eingöngu fatnað á kvenfólk en Helgi (Ómars) var alveg sjúkur í þessa hestapeysu sem er í unisex sniði og því vel við hæfi fyrir karlmenn eins og konur.

Dásamleg details. Flower power!!

Broderuð fegurð ..

Leðurjakki sem hægt er að dressa upp og niður. Ég er alveg sjúk í hann!

Merktir bolir hafa aldrei verið eins áberandi og um þessar mundir. Ljósblái liturinn er einnig vinsæll í sumar.

Dökkbláu buxurnar eru best seller í Danmörku í vor ..

Þessi kemur í svörtu og ljósu ..

Peysa drauma minna. Kolféll fyrir prjónaskapnum og þessum eldrauða lit. Sumarlína sem inniheldur ullarpeysu er eitthvað fyrir okkur á Íslandi.

Það var tekið sérstaklega vel á móti mér í heimsókninni. Hlýjustu þakkir til Alexöndru sem sér um showroomið – sinnir sínu starfi með sóma. Svoleiðis móttaka gefur enn betri upplifun – takk.

.. svo hefði ég auðvitað aldrei getað klárað þessa heimsókn nema með hjálp besta ljósmyndarans og snillingsins mikla, Helga Ómars.

//

Couple of weeks ago I visited the Ganni showroom in Copenhagen. The brand has been growing fast the last years, they seem to be doing something right and I agree to that. Scandinavian style with class.
The showroom was in a beautiful old house with a view over the center of Copenhagen. Alexandra, who welcomed us in the showroom was really lovely and made the visit even more intressant – so important to get the right impression for the brand. Aboe you can see some of my favorites from the summer collection which should be in stores now. In Reykjavik you can find Ganni in the Geysir shop.

 

 

Takk fyrir mig Geysir og Ganni // Thanx Ganni !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Október

FÖT

Í byrjun þessa árs fékk októbermánuður nýja merkingu fyrir mér.. en þá komst ég að því að ég væri ófrísk. Október væri mánuðurinn sem ég myndi líklegast eignast barn. Þvílík ferð sem þessir mánuðir hafa verið fyrir mér. Meðgönguferlið reyndist mér allt öðruvísi en ég hafði hugarlund um. Það reyndi oft meira á en minna en nú er kominn október og dagurinn nálgast eflaust hratt fyrir sumum, en ótrúlega hægt fyrir mér. Hver dagur er í slow motion, en þeir líða engu að síður.

Það er tæp vika í settan dag og ég fer með möntru “Vonandi geng ég ekki fram yfir”. Þessi bið sem ég hef margoft heyrt talað um er fyrir mér loksins orðin skiljanleg.. ég tengdi aldrei almennilega við “þessa eilífu bið”. Mörgæsina í öllu sínu veldi langar til að verða “ég” aftur.

Annars finnst mér haustið einstaklega heillandi og kósí. Fatnaðurinn höfðar sérstaklega til mín.. litirnir sömuleiðis. Ætli ég fari ekki heim í þessu af fæðingardeildinni?

Screen Shot 2016-10-04 at 7.36.15 PM

Nýjasta sjóarahúfan frá 66° úr 100% merino ull. Kemur í fjórum litum.

Screen Shot 2016-10-04 at 7.57.46 PM

Gjafabolur frá Tvö Líf. Í einum af mínum uppáhaldslitum.

Screen Shot 2016-10-04 at 8.20.23 PM

Barbour vax jakki. Fæst í Geysi.

Screen Shot 2016-10-04 at 8.38.29 PM

Ég gaf kærasta mínum þennan trefil í afmælisgjöf.. hann er vægast sagt of stór og of hlýr. Cashmere- og ullarblanda. Ég keypti hann “smá” með það í huga að ég gæti stolið honum og fengið hann að láni svona við og við. Frá Burberry.

Ætli ég verði ekki eitthvað aðeins lengur í meðgöngubuxunum sem ég keypti í H&M fyrr á árinu. Ég get rétt ímyndað mér að það taki smá tíma að losna við magann og allt dúlleríið sem fylgir meðgöngunni.

Screen Shot 2016-10-04 at 8.26.24 PM

Farmers Market sokkar eru tilvaldir við L.L. Bean skóna sem ég þrái að eignast fyrir veturinn.

d6b301dfbb5e3096ffd7d115011da3ff

L.L. Bean duck skórnir. Ég á afmæli bráðlega og óskaði sérstaklega eftir þeim frá betri helmingnum.

Guð hvað þetta er kósí outfit. Now come on out baby blue!

karenlind1

GEYSIR AND THE SOUTH COAST

AROUND THE WORLD

IMG_1111Eyewear from Chimi / T-shirts from RBW and TCI IMG_1071 IMG_1222 IMG_1238 IMG_1271 IMG_3673 IMG_1303 IMG_1365 IMG_1377IMG_1428

 

Here are some pics from our trip to Geysir and South Coast. We were very lucky with the weather and thank god for that, because that does the trip so much better! And the pic when me and my friend are running from the Geysir is hilarious haha. We knew that it would ‘explode’ any minute and we knew that the wind was in our direction so if the geysir would ‘explode’ we would get totally wet. But we really wanted to take a cool picture without the tourists but it didn’t go so good hahaha.. Well well, we got a funny pic and a lot of tourists in the background.

We also went to a cave that I’ve never been before. I’ve done the South coast trip many times but haven’t been to this cave and inside there was a waterfall. It was so beautiful! I don’t really know what to call it, cave is probably not the right word but it was a crack in the mountain and you needed to walk in to the crack to get to the waterfall. Really fun to explore! And our dog, Knútur, needed a lot of help through the way haha. He is the cutest. He isn’t the most flexible dog…. ;)

 

Love
xx
Jennifer

INSTAGRAM: Jenniferbergp & Cookitwithjen

Annað dress og Lancome hátíðarförðun

Annað DressJól 2015LancomeLífið MittLúkkNýtt í Fataskápnum

Lancome vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég að gjöf frá Lancome á Íslandi. Allt sem ég skrifa er þó frá mér sjálfri og ég gef alltaf mitt hreinskilið álit:)

Við mamma skelltum okkur á tónleika núna á laugardaginn var – við förum árlega á jólatónleika saman og við veljum okkur alltaf nýja í hvert skipti. Í ár voru það tónleikarnir með Pálma Gunnars og Röggu Gröndal í Eldborgarsal Hörpu. Ég naut þess svo sannarlega að hlýða á ljúfa jólatóna og frábært tónlistarfólk. Það er líka bara eitthvað við það að eiga eitt svona afslöppunarkvöld í öllu jólastressinu – er það ekki :)

En ég nýtti tækifærið og setti upp eðal hátíðarförðun og skellti mér í nýja fallega kimono sloppinn minn frá Ganni sem ég keypti mér fyrir stuttu…

annaddresslukk2

Sloppur: Ganni frá Geysi, þennan keypti ég þegar ég kíkti í fyrsta sinn í nýju Geysis búðina sem er í gamla tösku og hanskabúðar rýminu. Ef þið hafið ekki enn farið þangað þá eruð þið að missa af miklu. Þar er að finna nýja dásamlega hönnun Geysis í bland við m.a. skandinavíska hönnun Ganni, Wood Wood og Stine Goya. Þetta er svona ekta sloppur sem ég nota óspart hér fór ég í svartan rúllukragabol og svartar buxur við svo sloppurinn fengi að vera aðalmálið. Síðustu helgi á undan klæddist ég honum líka bara innan undir þunnum svörtum kjól – klárlega mikið notagildi í þessari flík sem er ábyggilega ástæðan fyrir því að ég á töluvert marga svona:)

Ég setti upp svona hátíðlega plómulitaða augnförðun með miklu gylltu glimmeri í augnkrókunum. Allt lúkkið er unnið með litum úr hátíðarpallettunni frá Lancome sem er svo ofboðslega falleg en hana sjáið þið hér neðar…

annaddresslukk6

Mér finnst alltaf mikilvægast þegar ég er að gera svona augnfarðanir að hafa áferðina mjúka, til að fá mjúka áferð í kringum augun. Þá þarf að passa uppá blöndunina, blöndunin er ekkert sérlega flókin, kannski er pirrandi að lesa mig skrifa það en þið sem hafið fylgst með mér á snappinu vitið að það er ekkert sérlega tæknilegt við þetta. Þetta er allt spurning um réttan bursta og að hafa ekki mikinn þrýsting á burstanum – sjálf nota ég alltaf Setting Brush frá Real Techniques.

Ég byrja í raun á þessu sem þið sjáið yst, ég byrja á næst dekksta litnum og bý til skygginguna og set svon litina smám saman yfir skygginguna. En ég enda samt á þessu gyllta… En litina sem ég nota sjáið þið hér fyrir neðan.

lancomehatid

 La Palette 29, Faubourg Saint Honore – hátíðarpallettan frá Lancome

Hátíðarpallettan er sérlega glæsileg en hún er nefnd í höfuðið á götuheitinu sem fyrsta Lancome verslunin stendur við. En á pakkningunum sjálfum er mynd af hurð verslunarinnar sem einkennir húsnæðið. Í pallettunni eru 6 augnskuggar sem má alla nota saman eða í sitthvoru lagi. Í minni förðun nota ég alla nema augnskugga nr. 2 en hann fannst mér ekki alveg passa í þetta sinn. Til hliðar sjáið þið svo gloss og varaliti sem eru undir málmskyldi til að hlífa varalitunum fyrir litapigmenti frá augnskuggunum – mjög sniðugt og kemur í veg fyrir að pallettan verði subbuleg. Hátíðarlínan er fáanleg á sölustöðum Lancome nú fyrir jólin en hún kom bara í takmörkuðu upplagi. Virkilega falleg gjöf líka fyrir jólin :)

En næst innsti aungskugginn er sá sem ég nota til að grunna skygginguna svo nota ég þann fyrir innan við hann yfir allt augnlokið og svo þann næsta við hliðiná inná innri helming augnloksins. Gyllta litinn geri ég svo ennþá sterkari með hjálp Mixing Medium frá MAC en þið gætið líka notað Fix+ spreyið eða Primer Water frá Smashbox. Fremsti liturinn er svo alveg mattur og hann nota ég fyrir ofan skygginguna til að laga til og mýkja útlínurnar enn betur.

annaddresslukk5

Að lokum nota ég svo allra dekksta litinn til að skyggja enn betur og gera umgjörð augnanna enn dramatískari. Hér væri svo hægt að bæta við augnhárumog eyeliner til að gera allt ennþá meira dramatískara.

annaddresslukk4

Ég ákvað að spreyta mig svo á nýja krullujárninu sem ég ætla að sýna ykkur á næstu dögum sem er Rod 10 járnið frá hh Simonsen. Það er sjúklega flott en ég varð alveg ástfangin þegar Fía var að krulla mig í prufuhárgreiðslunni og var svo heppin að fá svona járn að gjöf – þetta er ábyggilega heitasta krullujárnið í dag og tilvalið í jólapakkann!!

Mér finnst svo alltaf gott að spreyja vel yfir krullurnar mínar og greiða svo í gegnum þær með fingrunum til að fá náttúrulegri áferð.

annaddresslukk

Yndisleg kvöldstund og svo gaman að klæða sig upp og dressa þó ég væri nú bara að fara með mömmu á tónleika. Mér finnst alltaf svo hátíðlegt að fara fín til fara á viðburði sem þessa það gerir þá enn skemmtilegri.

Nú er bara að halda áfram að taka til og græja fyrir jólin þó ég sé löngu búin að átta mig á því að þau koma þó hér sé búið að skúra eða ekki – og það er bara ekkert að því! ;)

Erna Hrund

Heimsókn í nýju Geysis búðina

Á ÓskalistanumFallegtJólagjafahugmyndirLífið MittNýtt í Fataskápnum

Við Tumi áttum fund niðrí bæ í gærmorgun og nýttum í leiðinni tækifærið til að rölta aðeins um fallega miðbæinn okkar. Ég er mikill aðdáandi Skólavörðustígsins, mér finnst svo kósý að rölta þar um, næla mér í heitan kaffibolla inná Eymundsson og skoða í búðarglugga. Ég rölti framhjá nýju Geysisbúðinni sem var að opna þar sem Tösku og Hanskabúðin var og ég varð samstundis ástfangin. Verslunin er önnur af tveimur Geysisbúðum á Skólavörðustígnum en í þessari verslun finnum við hönnun frá eigin merki Geysis sem heitir einfaldlega Geysir í bland við fallega skandinavíska hönnun frá Wood Wood, Ganni og hinni yndislegu Stine Goya.

Verslunin er hönnuð af Halfdani Pedersen en hann hannaði t.d. hina Geysis búðina og Kex Hostel en ég held að þessi búð sé mín uppáhalds eftir hann. Ég sá það um leið og ég kom inn að þarna var eitthvað einstakt í gangi og ég rölti um hugfangin með símann fyrir framan mig og fékk leyfi til að taka nokkrar myndir sem mig langar að deila með ykkur. Ofboðslega þykir mér gaman að Geysir sé að færa okkur svona fallega hönnun og ég er sérstaklega ánægð með Stine Goya en þær sögðu mér í búðinni að íslenskar konur hafa tekið því merki opnum örmum og lítið sem ekkert eftir af vörum frá þessum fallega danska hönnuð en meira væntanlegt en þó ekki fyr en eftir jól.

Í búðinni sá ég flíkina sem ég vona innilega að komi uppúr jólapakkanum frá Aðalsteini og ég sá líka dásamlega fallegan kimono slopp frá Ganni sem ég ákvað að gleðja sjálfa mig með…

Þessar flíkur og meira til hér á myndunum.

geysir geysir17 geysir10

Virkilega skemmtilegt hvernig leðurólar eru notaðar til að halda uppi hillum og slám!

geysir12 geysir13

Þessi stigi er bara stórkostlegur!

geysir6

Mjög fallegt hvernig er búið að opna veggina, dáldið gróft en mjög skemmtilegt og passar inní stemminguna inní versluninni.

geysir5

Ganni sloppurinn sem er nú minn, litirnir, munstrið og sniðið æpti á mig en það var bara einn eftir í minni stærð svo ég ákvað að slá til og kaupa. Lofa að sýna ykkur hann betur sem fyrst.

geysir3 geysir2 geysir9

Í búðinni var að sjá alls konar skemmtilegar lausnir um hvernig smámunir eins og fylgihlutir voru geymdir. Svo var fullt af æðislegum teppum sem ég væri alveg til í að vefja um mig núna!

geysir14 geysir16 geysir15

Dýrindis Ganni munstur…

geysir8

Elska skóhillurnar – svona hillur væru eflaust líka mjög fallegar inná heimili…!

geysir4

Fallegir New Balance skór…

geysir19 geysir20

Ég var alveg sjúk í þessa see through rúllukragaboli frá Ganni!

geysir21

… og þennan silkislopp!

geysir22 geysir23 geysir24 geysir25 geysir26

Sloppurinn fallegi :)

geysir27 geysir28

geysir29

Hér er svo sloppurinn minn, hafið þið séð nokkuð fallegra! Ég þurfti að halda aftur af mér mig langaði svo mikið að kaupa hann á staðnum en ég ákvað að lauma bara góðri vísbendingu að manninum mínum sem nær þessu vonandi og setur einn svona í minn jólapakka. Sloppurinn er frá Ganni og það má enginn fara og kaupa hann fyr en Aðalsteinn er búinn að því ;)

geysir30

Sjáið hann bara!

geysir31 geysir32 geysir34 geysir35

Þarna var fullt af æðislegum yfirhöfnum…

geysir36

Hlýjum sokkum…

geysir37

… og glæsilegu tímariti Geysis sem ég fékk einmitt með mér heim og ætla að fletta í gegnum yfir kaffibolla.

geysir38 geysir40 geysir39

Á neðri hæðinni er svo herrafatnaður sem mér leist ofboðslega vel á.

Ég mæli með heimsókn í nýju Geysis búðina hún er gullfalleg, með fallegum fötum, glæsilegri hönnun og þarna munið þið vafalaust finna góðar hugmyndir að jólagjöfum svona eins og ég sem fékk þó bara hugmyndir fyrir sjálfa mig í þessari ferð.

Til hamingju Geysir með enn eina perluna í miðbæ Reykjavík***

Erna Hrund

VALKVÍÐI @GEYSIR

My closetNew closet member

 Vígaleg loð/leðurhúfa..

IMG_2302PicMonkey Collagefur

..Eða djúsí eyrnaband sem maður getur einnig notað sem kraga?

Ég ákvað(eftir MIKLAR vangaveltur) að kaupa bandið þar sem það kostaði hvorki meira né minna en 25.000kr minna en húfan. Svakalegur munur en að vísu er loðhúfa búin að vera lengi á óskalistanum mínum þannig að ég ákvað að taka hana frá þar til á morgun. Held að ég sé samt bara ansi sátt með bandið, eða hvað.. verulega tæpt að ég tími að punga út 39.500kr fyrir höfuðfat!

..

Decisions, decisions, decisions!

PATTRA

SHOP: GANNI Í GEYSI

FRÉTTIRLOOKBOOKSHOP

10653460_821723981191298_5355048603946878555_n
Danska tískuvörumerkið Ganni hefur gert það gott síðustu árin eða frá því að þeir hófu störf árið 2000. Merkið hefur ekki fengist í sölu á Íslandi þangað til nú, en Geysir á Skólavörðustíg hafa bætt við vöruúrval sitt með þessum hætti.  Af Facebook síðu þeirra að dæma eru þau þessa dagana að taka uppúr kössum fyrstu sendingu í hús. Því ber að fagna …. og deila með ykkur.

Haustlínan 2014 einkennir einstakar litríkar flíkur á móti meiri klassík sem lengur er hægt að nýta – rúllukragar og rómantík –  blanda sem ég heillast af.

Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-6-600x900img_8906 img_8918  Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-4-600x900 Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-3-600x899 Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-2-600x900 Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-1-600x899
Ganni fw14/15.

Einstaklega fallegt ….. og margt strax komið á óskalista.
Ég á enga flík frá merkinu (ennþá) en margt hér að ofan kallar nafnið mitt. Ætli ég kíki ekki í heimsókn á Skólavörðustíginn næst þegar ég á leið hjá. Flott viðbót í íslensku flóruna. Örugglega einhverjar sammála mér.

xx,-EG-.

Scarlett

Annað DressÉg Mæli MeðFashionLífið MittNýtt í FataskápnumTrend

Í tvö ár starfaði ég í þá vinsælustu tískuvöruverslun landsins og sá að mestu leyti um að hugsa um vinsælt gallabuxnamerki. Það var þá sem ég heillaðist af gallabuxum, sögunni á bakvið þessa tímalausu flík, sniðunum, þvottunum og umhirðu þeirra.

Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga einar almennilegar gallabuxur í fataskápnum. Buxur sem henta við hvaða tilefni sem er, sem eru tímalausar og frá virtum gallabuxnaframleiðanda.

scarlet

Við hjónin höfum á stuttum tíma bæði eignast nýjar buxur frá Lee. Aðalsteinn sem hefur alltaf átt erfitt með að finna sér gallabuxur er húkkt á Logger sniðinu frá merkinu og ég á buxur í sniðinu Scarlett sem er vinsælasta dömusnið merkisins. Buxurnar okkar fást báðar í Geysi á Skólavörðustíg.

scarlet2

Buxurnar mínar eru úr efni sem heitir Deluxe Stretch. Efnið er mjúkt og það gefur eftir. Efnið raunverulega lagar sig að vexti hverrar og einnar konu svo sniðið er kannski ekki alveg eins á öllum.

scarlet3

Þessi mynd er tekin í Fógetagarðinum fyrir aftan Te & Kaffi í Aðalstræti í gær

Peysa: Farmers Market
Húfa: Feldur, Geysir
Kápa: H&M
Bolur: VILA Clothes
Trefill: Varma, Hrím
Skór: Vagabond

Í kulda þá er kannski heldur kalt að vera í gallabuxum – sérstaklega ef efnið blotnar þá finnst mér þær kæla líkamann aðeins of mikið. Svo á meðan mesti kuldinn er þá hef ég brugðið á það ráð að nota alltar sokkabuxur sem eru með flís að innan, undir buxurnar. Ég finn ekkert fyrir því að það sé eitt aukalag undir buxunum.

Það eru mjög flottir detailar á buxunum. Saumarnir eru í takt við þvottinn á buxunum sem er dökkblár með brúnum undirtón en efnið er einmitt brúnt á röngunni.

scarlet4

Að hugsa vel um gallabuxur er mjög mikilvægt. Þvoið þær sjaldan eða jafnvel aldrei. Ef þið eruð með góðar buxur í höndunum þá getið þið nýtt ykkur það til að móta ykkar eigin buxur. Með því meina ég að móta efnið eftir ykkar hreyfingum að efnið mýkist þar sem það þarf að mýkjast og jafnvel eyðist á einhverjum stöðum. Það er t.d. algengt að það myndist för eftir síma og veski á gallabuxum stráka. Ég man að þar sem ég var að vinna þá var keppni á milli strákanna um hver væri síðastur til að þvo buxurnar sínar – það var alveg þannig að sumir þvoðu buxurnar ekki fyr en þær voru orðnar ársgamlar. Það á þá við um buxur eins og 101 þvottinn frá Lee – þá er efnið alveg rosalega þétt og nánast bara hörð áferð.

scarlet7

Scarlett sniðið í Lee er án efa orðið eitt af mínum uppáhalds og þið fáið það t.d. í verslunum eins og Geysi, AndreA Boutique, GK Reykjavík og Corner í Smáralind. Það er til í alls konar mismunandi þvottum (efni, áferð, litir) en alltaf sama góða sniðið. Það er því hægt að ganga að því vísu að velja alltaf sama númer í buxunum nema það sé kannski harðari eða þéttari áferð á buxunum þá þarf kannski einu númeri stærra.

Mínar buxur eru í 28 í mittið og ég gæti mögulega farið í einni stærð neðar. Ég eiginlega hálfpartinn vanmat efnið og hvað það væri þægilegt. Nú hefur það mýkst töluvert og buxurnar lagað sig að mínum vexti. En það sem seldi mér buxurnar var klárlega hugsunin með Deluxe Stretch efnið.

Ég lenti reyndar í mjög slæmum málum um daginn þegar ég var að gera afmæliskökuna hans Tinna Snæs. Ég hef sýnt ykkur ástandið á eldhúsinu mínu og ástandið var eins á gallabuxunum, þær voru allar útí smjörkremi og matarlit og ég neyddist til að setja þær í þvottavélina. Það var alls ekki nóg að reyna að skola þær. Ég setti þær á frekar lágan hita og lítinn sem engan snúning – alls ekki setja gallabuxur í þurrkara það getur farið illa með efnið. Ég leyfi þeim bara að þorna á grind. En með því að þvo buxurnar þá hefti ég það að efnið geti mótast meir. Munið svo að þvo gallabuxur á röngunni.

Mæli með Scarlett ef þið eruð í gallabuxnahugleiðingum. Mig langar nú þegar í aðrar ég hef augastað á einum ljósgráum sem mig vantar nauðsynlega í fataskápinn að mínu mati. Þær kosta smá peninga en gæðin fara ekki á milli mála.  Ég fékk mínar fyrstu Lee buxur í jólagjöf árið 2004 (já ég man hvenær ég fékk allar flíkur sem ég hef átt – eini hæfileikinn minn) þær eru enn uppí skáp. Ég passa engan veginn í þær en þær voru mikið notaðar á sínum tíma og hafa ekki fengið að fjúka enn – dökkbláar og eyddar niður með fótleggjunum. Það sést ekki á þeim eftir öll þessi ár og ofnotkun ;)

EH

Gallabuxnaauglýsing með hamborgara

Ég Mæli MeðFyrir HannJólagjafahugmyndirLífið Mitt

Ég ætla að byrja á því að segja ykkur aðeins frá unnustanum mínum – hann verður eflaust hrikalega ánægður með þessa færslu… djók! Þessi færsla er kannski ólík mér en þar sem það eru nú að koma jól og mögulega eiga einhverjar ykkar eftir að kaupa jólagjöf fyrir kallinn og mögulega eigið þið við sama vandamál að stríða og ég :)

Ég var alveg sannfærð um það að karlmenn hefðu litlar sem engar skoðanir á útliti eða útliti á heimili. Það var áður en ég kynntist mínum. Minn hefur svo sterkar skoðanir að ég kemst upp með lítið sem ekkert þegar kemur að því að kaupa húsgögn eða skrautmuni fyrir heimilið eða föt fyrir hann. Ég hef einstaklega gaman að því að kaupa föt, ég hef reynt að kannski deila þessum fatakaupum núna á milli fjölskyldumeðlima og ég kaupi mikið á strákana mína. Eitt sem ég hef þó aldrei keypt fyrir Aðalstein eru buxur. Hann er svo erfiður með buxur…logger

Þegar við kynntumst þá var hann alltaf í pokabuxum – halló nei takk. Fyrir nokkrum árum fundum við loksins eftir margra ára leit fullkomnar buxur fyrir hann þær eru úr H&M og eru venjulega til í nokkrum litum. Við vorum farin að hamstra þessar buxur þegar við fórum í H&M land og vinkona mín sem bjó í Svíþjóð sendi reglulega til okkar buxur. Þetta voru þunnar buxur sem rifnuðu mjög auðveldlega þar sem efnið þynntist bæði við notkun og þvott. Hversu fáránlegt er að maðurinn hafi bara fengist til að kaupa eina tegund af buxum í 2-3 ár. Eitt sem við fundum aldrei þrátt fyrir mikla leit voru gallabuxur. Mér finnst það eiginlega dáldið lélegt af verslunum hérna heima því það eru eiginlega bara til þröngar buxur á karlmenn og þeir vilja það alls ekki allir. Þær eru flest allar þannig að þær þrengjast í kringum kálfana og það vill minn maður bara alls ekki. Meirað segja þegar buxur eiga að vera beinar eru þær þröngar! Svo ef þær eru víðar þá eru þær eins og pokabuxur. Að sjálfsögðu eru til inná milli einhver snið sem henta en þá eru þær bara alls ekki úr flottum þvottum, það er stundum eins og þetta séu bara svona buxur sem eru bara látnar fylgja með en af því þetta er ekki í tísku þá er ekki lögð áhersla á að gera þannig flottar buxur. Afsakið þetta er margra ára uppsafnaður pirringur;)

Um daginn þá fékk ég loksins flottar buxur fyrir hann sem minn maður var svo ánægður með og ég líka – ég er varla búin að fá hann úr þeim síðan hann byrjaði að nota þær. Ef þið eigið við sama vandamál að stríða og ég með ykkar menn þá mæli ég með Logger sniðinu frá LEE gallabuxnamerkinu, þær fást t.d. í Geysi. Þetta eru veglegar og flottar buxur sem ég veit að minn á eftir að eiga lengi.

En kveikjan að þessari færslu var sumsé sú að í síðustu viku þá fórum við fjölskyldan og fengum okkur búlluborgara. Ég keypti eitthvað tilboð hjá þeim og sú sem afgreiddi mig var svo góð að gefa mér sneiðar af súkkulaðitertunni með hamborgurunum og í pokanum sem innihélt kökuna leyndist smá bæklingur frá Lee um þessar glæsilegu herrabuxur. Ég hugsaði þá með mér að ég yrði að taka það á mig að hjálpa til við að breiða út boðskapnum til annarra kvenna sem ættu kalla sem hefðu alltof sterkar skoðanir – sérstaklega þegar kemur að buxum.

Á myndunum sjáið þið að það eru axlabönd á buxunum en þau fylgja reyndar ekki með heldur er hægt að kaupa þau sér. Aðalsteinn notar belti en ég held að það gæti verið gaman að kaupa einhver tíman axlabönd fyrir hann bara svona ef honum langar einhver tíman að nota þannig. Svo finnst mér sniðið mjög flott, vasarnir eru dáldið síðir og ná niðrá læri sem gerir það að verkum að herrarnir virðast með lengri leggi, svo eru vasarnir framan á mjög þæginlegir og það er auðvelt að komast að þeim. Einhver tíman fæ ég hann kannski til að sitja fyrir mig á mynd í buxunum – það er þó líklegt að það gerist ekki nærri því strax því hann verður eflaust ekki sáttur með þessa færslu haha :D

En það er allt í lagi ég var að fæða barn fyrir hann fyrir tæpu ári síðan – ég minni hann bara á það!

Fullkomnar í jólapakkann fyrir ykkar heittelskaða!

EH