fbpx

TRENDNÝTT

SÚKKULAÐISÆT OMNOM JÓL Í VERSLUN GEYSIS

KYNNING

Súkkulaðikokteill?

Ekki missa af Omnom Pop Up viðburði í verslun Geysis á Skólavörðustíg næstkomandi fimmtudagskvöld. Tilefnið er kynning á girnilegu vetrarsúkkulaði Omnom sem nýlega kom í sölu. Súkkulaðið er selt í fallegum gjafaröskjum sem Trendnet telur tilvalin kost undir jólatréð í ár. Gjafaöskjurnar verða að sjálfsögðu til sölu á viðburðinum og salan mun halda áfram fram yfir næstu helgi.

DJ Sunna Ben mun halda uppi góðri stemningu á meðan á gleðinni stendur og fyrstu 20 viðskiptavinirnir fá óvæntan  glaðning  frá Omnom.

Kynnist vetrarsúkkulaðinu hér að neðan –  fallegt fyrir auga en líka ómótstæðilegt fyrir bragðlaukana.



Um vetrarlínu Omnom

Vetrarlína sækir innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Omnom sækir innblástur í matarhefðir, bragðtóna og venjur sem hringja inn jólin.

Dark nibs + Raspberry

Madagaskar kakóbaunin á sérstakan stað hjá Omnom en hún er upphaf fyrirtækisins. Margslungnir, fíngerðir tónar og fislétt rauðberjabragðið gerir Madagaskar 66% súkkulaðið að einu stóru ástarævintýri fyrir bragðlaukana. Líkt og hefðin er á jólum, vildum við einnig klæða súkkulaðið okkar í sparifötin. Hátíðlega fagurrauð hindber með sinn sérstaka sæta keim, pöruð með vænlegu dassi af kakónibbum fullkomna pakkann.

Milk + Cookies

Það er ómögulegt að hugsa til jóla án þess að upp komi í hugann minning um glas af ískaldri mjólk og piparkökum. Omnom vildi fanga þessari minningu og leitaði því til Brauð&co með hjálp við að búa til hina fullkomu krydduðu smáköku. Grunnurinn var unninn úr afgangs möndlum úr framleiðslunni Omnom, tröllahöfrum og ríkulegu magni af engifer og kanil. Smákökurnar liggja í ljúfum faðmi Madagaskar mjólkursúkkulaðis og saman er þetta par ósigrandi.

Spiced White + Caramel

Malt og Appelsín. Kryddað, maltað hvítt súkkulaði með appelsínuberki, kanil og stökkri karamellu. Þessi blanda kemur öllum í jólafíling. Flestir Íslendingar halda fast í þessa ríkulegu hefð af hátíðlegri bragðupplifun, sem er engri lík. Þetta súkkulaði er óður Omnom til jólanna.

Sjáumst á fimmtudaginn !

HVAR: Skólavörðustíg 16
HVENÆR: Fimmtudaginn 28. nóvember
KLUKKAN HVAÐ: 17-19
MEIRA: HÉR

Psst.
Omnom Pop Up verður opið dagana 28. nóvember til 12. desember næstkomandi en vetrarlínan er einungis til í takmörkuðu upplagi.

Boðið verður upp á  sérstakar kynningar á vetrarlínunni í verslun Geysis dagana:

30.  nóvember milli 14-18
1. desember milli 14-18
7.  desember milli 14-18
8. desember milli 14-18

//
TRENDNET

Afhenti Krabbameinsfélaginu 5 milljónir króna

Skrifa Innlegg