fbpx

Óttalaus

PERSÓNULEGT

Gleðilegt ár kæru lesendur. Ég kveð gamla árið og tek á móti því nýja með bros á vör.. nýja árið byrjar vel en ég hef ákveðið að setja mér áramótaheit, ólíkt fyrri árum. Mín áramótaheit eru á persónulegu nótunum en mér finnst eðlilegra að kalla þetta markmið, þar sem þetta tengist áramótunum ekki með neinum hætti :) Mig langar ótrúlega að opna mig og skrifa allt sem ég er að hugsa, því ég er einlæg að eðlisfari en að sama skapi finnst mér netið vera “scary” vettvangur til þess. Því ætla ég að stikla á stóru, en þið tengið eflaust einhver við orð mín að einhverju leyti og skiljið hvað ég er að fara.

Ég ætla að vinna í sjálfri mér og vinna í því að vera óttalaus. Fara þangað sem ég vil, fylgja draumum mínum.. losa mig enn frekar við áhrif umhverfisins. Taka ákvarðanir, fylgja þeim, framkvæma. Ég hef látið eitt lítið tól stjórna mér að hluta um nokkurt skeið en núna, eða einhverjum vikum fyrir jól, tók ég loks stóra ákvörðun og það er að vinna í þessari hindrun minni. Fjarlægja hana. Það er orðið svo raunverulegt fyrir mér hve lífið er stutt, ég er ekki ódauðleg eins og ég hélt fyrir áratug eða svo.. lífið er núna, eins klisjulegt og það hljómar. Þetta er alls ekki alvarlegt, ég vil ekki að þið haldið að mér líði illa. Þetta snýst meira um að mér finnst löngu kominn tími til að ég fari að blómstra á ákveðnum sviðum :) 

Nýja síðan er æði! Ég komst ekki á viðburðinn í kvöld og er miður mín. Snædís er í tanntöku og vakti út í eitt í nótt.. og ég mætti bókstaflega svefnlaus til vinnu. Orkan var búin að loknum vinnudegi, tveggja tíma tættur svefn gerir víst lítið fyrir mann… og ég valdi að vera heima að þessu sinni (en ég sé eftir því núna, týpískt ég).

Annars eignaðist ég nýjan síma um daginn. Ég var búin að vera lengi með iPhone SE.. myndavélin var algjör martröð. Núna er ég með iPhone 8+ og myndavélin er frábær. Það er nauðsynlegt að vera með góða myndavél út af Snædísi.. en svo er ég alltaf að reyna að hysja upp um mig brækurnar á instagram en mér tekst það með eindæmum illa. Ég á í pínu “love hate” sambandi við instagram (“.) en hver veit hvað gerist á árinu!

Ég fór upp í bústað milli jóla og nýárs með vinkonum mínum. Veðrið í Skorradalnum var magnað.. ótrúlega kalt og stillt. Myndin er tekin við vatnið.. :)

Takk fyrir lesturinn í gegnum árin.. þau eru orðin ansi mörg!


Draumur í stofu

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir

    5. January 2018

    Gleðilegt nýtt ár Karen ? Hlakka til að lesa meira frá þér ✌