COPY/PASTE

COPY/PASTE

Það er orðið alltof langt síðan þessi liður rataði á bloggið mitt. Ég átti leið fram hjá Ginu Tricot í gær þegar ég rakst á þessa tösku í glugganum. Hún lét mig taka U beygju inn í búðina – svo ótrúlega lík Gucci! Sjáið sjálf hér að neðan.

Þetta er ekki eina varan í versluninni sem minnir á hátískuhönnun en þær eru margar í haustlínunni að þessu sinni. Sitt sýnist hverjum en hér má allavega gera falleg kaup á góðu verði. Ég er sjálf að velta því fyrir mér að heimsækja búðina aftur til að kaupa mér þessa ágætu tösku til að nota þangað til ég hef efni á ekta … er það kannski alveg no no?

//

I walked into Gina Tricot yesterday and this handbag caught my eye – copy/paste from Gucci.

 

GUCCI / Dionysus Medium suede and leather shoulder bag

Verð: 250.000 isk

GINA TRICOT
Verð: 4.400 isk

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

COPY/PASTE

COPY/PASTE

Ég hef verið vön að gefa ykkur ódýrari hugmyndir af trendum tískupallanna. Franska tískuhúsið Balenciaga sýndi nýlega tösku sem hefur vakið mikla athygli. Taskan er í þessum “shopper bag” stíl sem hefur verið svo vinsæll undanfarið. Það sem er áhugavert er að þeir virðast hafa hermt eftir öðrum risa – IKEA.

Conceptin virðast snúast í hringi. Ikea hefur hannað húsgögn innblásin af þekktri skandinavískri hönnun á viðráðanlegu verði og nú tekur Balenciaga hönnun frá húsgagnarisanum og blæs aldeilis upp verðið. ;)

COPY / PASTE

BALENCIAGA -240.000 kr.  VS.  IKEA – 95 kr.

Samskiptamiðlar hafa tekið vel í hönnunina og hafa þónokkrir tekið fram Ikea pokann.

Balenciaga virðast vera að með einhvern svona “cheap” innblástur fyrir sumarið – hér eru fleiri rándýrir pokar innblásnir af ódýrum frá tískuhúsinu.

Sitt sýnist hverjum – hvað finnst ykkur? IKEA eða Balenciaga?

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÚLPUR ERU INN

COPY/PASTEFASHIONÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Skemmtilegasti copy/paste póstur hingað til (!!) ..
66°Norður hafa endurhannað nokkrar frægar flíkur í tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins. Þar á meðal hina eftirminnilegu Kríu í tveimur litum. Sú flík ætti aldeilis að vera vinsæl núna miðað við það sem hátískan sýnir okkur.
Þegar ég skoðaði haustlínu franska hátískuhússins Balenciaga þá hugsaði ég einmitt til frægu skíðaúlpnanna frá 66°Norður. Þetta er því aldeils skemmtilegt fyrir þá sem vilja borga minna fyrir sambærilega vöru? Ég held að það sé fyrstur kemur fyrstur fær þar sem aðeins var hannað lítíð magn af þessari skemmtilegu afmælisútgáfu sem mun fást í verslun 66°Norður á Laugavegi frá og með morgundeginum (1. desember).

bal66Ætli Balenciaga hafi fengið innblástur frá íslensku Sjóklæðagerðinni? Það gæti vel verið –

_mon0204 _mon0242

Balenciaga FW16

w11140-224 w11140-409
66°Norður 1991 (og aftur 2016)

Æ – ok, Balenciaga er örlítið meira fashion í þessu yfirstærðar sniði með möguleika á axla lúkkinu, ég veit það vel. En þetta er samt sambærilegt á svo marga vegu og við getum vel leikið lúkkið eftir með gömlu góðu Kríu jökkunum. Eru þið allar farnar inn í geymslu að leita uppi gersemina? ;)
Úlpur eru inn!
Og það er trend sem við ættum aldeilis að taka þátt í á þessum köldu (en dásamlegu) vetrardögum. Látum okkur ekki verða kalt.

//

66°North made a special anniversary capsule collection with brought back some old and classic items.
I am wondering if Balenciaga got inspired by the Icelandic label for their FW 2016 collection? You never know ?
Winter jackets are this seasons trend and I love it.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

COPY/PASTE: NÝ Á MINNI ÖXL

COPY/PASTESHOP

13393385_10153800214352568_1797622537_n

Ég geng með nýja tösku á öxlinni þessa dagana … Hún minnir mig mjög á Chloé veski sem ég skoðaði í vor en ég er viss um mín sé einmitt hönnuð eftir þeirri fyrirmynd. Verðmunurinn er töluverður (og líklega gæðin líka), en mér finnst hún mjög ´ekta´ í útliti þó hún sé úr leðurlíki.
Tímalaus ný kaup sem ég er glöð að deila með ykkur.

 

 

 

503920720_1_bagfront

Chloé
Verð: 175.000 ISK
Price: 1.250 EUR

S0000007354953_F_W40_20150818094652Lindex
Verð: 4.995 ISK
Price: 24.95 EUR

 

 

//

I am wearing new minimalistic shoulder bag these days. I am sure that it was designed with Chloé bag as an inspiration – you agree?
The smooth imitation leather together with the golden metal ring give the bag a modern yet timeless finish.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: COPY/PASTE

COPY/PASTESHOP

Nei. Þetta er ekki Burberry fall15!
… Þ
ó ég væri vissulega til í að svo væri raunin.

photo 5Teppið er eitt akauphugmyndum mínum fyrir haustið. Slá sem hélt á mér hita eitt kvöldið fyrir helgi og á eflaust eftir að koma að góðum notum áfram inn í haustið. Frá: Vero Moda

photo 2 photo 3
Bolur: Geztus, Buxur: Levi´s, Slá: Vero Moda

Litirnir eru svo álíkir því frá Burberry og ég er eiginlega alveg viss um að það sé fyrirmyndin. Munurinn á verðinu er þó töluverður. Eiginlega alveg rosalegur …

Burberry: 170.000,-
Vero Moda: 5.990,-

Mjúka góða nýja flík. Þetta er besti tími ársins … er það ekki bara?

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

COPY/PASTE

COPY/PASTESHOP

Þessi fagra leðurtaska er á leiðinni til mín með póstinum. Krókodílaleður með þessum skemmtilega detail – hringnum fína sem við sjáum á svo mörgum stöðum núna. Netkaup geta glatt þegar tími finnst ekki fyrir annað … 

zara

Veskið minnir óneitanlega á clutch frá Céline en það er ekki í fyrsta sinn sem Zara fær innblástur þaðan, og ekki í það síðasta heldur. Í sumarlínu verslunarinnar má t.d. finna margar vörur sem líkja til franska tískuhússins. Einhverjir verða örugglega alveg brjál yfir því, en svona er staðan í dag.

104564yfm.19br_1_0

ZARA : 149 Evrur = 22.200 ISK

VS

CÉLINE : 1.100 Evrur = 164.100 ISK

Ég keypti það sem hentaði buddunni betur í þetta skiptið …. og mun bera það með stolti. Enda ekki alveg eins.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LANGAR: COPY/PASTE

COPY/PASTELANGAR

Ég er búin að vera með augastað á yfirhöfn frá Zöru í svolítinn tíma. Flík sem æpir á mann af slánni í þessum fallega appelsínugula lit. Þegar ég sá hana fyrst minnti hún mig á sambærilega frá Gucci, en það er þá ekki í fyrsta sinn sem Zara nælir sér í innblástur frá því ágæta tískuhúsi.

Gucci-:zara
GUCCI PRE-FALL 15

7861822913_2_1_1 7861822913_1_1_1
ZARA FW14

Ég orðin reddý í smá seventís inn í vorið.
Þið líka?

Langar ..

xx,-EG-.

COPY/PASTE – CÉLINE/H&M

COPY/PASTESHOP

 

milan-fur Celine-Luggage-Medium-copy Celine-Classic-tote Celine-shoulder-bag

Víða má finna eftirlíkingar af hinni einu sönnu Céline tösku. En nú síðast rakst ég á coperingu hjá sænska móðurskipinu, H&M.
Marga dreymir um þá upprunalegu en færri hafa efni á að eignast hana.
hmprod-3
hmprod-2
Frá: Céline – Sirka 300.000ISK
Frá: H&M – Sirka 6.000ISK

Það er greinilega vel hægt að finna sama lúkk í lægri klassa. EN sitt sýnist hverjum.

xx,-EG-.

COPY/PASTE: ADVISORY

COPY/PASTEFASHIONSHOPTREND

photo-27alexander-wang-parental-advisory-sweatshirt

photo-28

Sú flík sem vakti hvað mesta lukku á pöllum Alexanders Wang fyrir sumarið var peysan hér að ofan.
Peysa með printinu “Parental – Advisory – Explicit Content”

Þegar ég rölti niður Laugaveginn í morgun rakst ég á “sömu peysu” hjá vinkonu minni Hilrag í Einveru.
Peysa í sama lúkki fyrir minni pening(miklu minni(!)) .. og reyndar minni gæði líka.

photo 2
photo 1

Datt í hug að deila með ykkur þessu tipsi. En ég veit vel að við höfum ekki allar ráð á hinni einu sönnu frá Wang.

Þær eru ekki nákvæmlega eins en copy/paste er þetta þrátt fyrir það.

Alexander Wang SS14 – verð: 121.450 ISK ,-
Einvera, tilboðspeysa – verð: 8.990 ,-

xx,-EG-.

ÖLL AUGU Á KENZO AUGUM

COPY/PASTESHOPTREND

Kenzo náði að búa til mikið trend á síðasta ári með tígrinum sem þeir merktu flíkur sínar með. Trendið varð til þess að allar fashionistur urðu að eignast flík með merkinu og verslunarkeðjur kóperuðu svipað dýr á sínar flíkur til sölu.
mini-eyes

Ég tók eftir nýju printi frá Kenzo á sýningu þeirra í mars í fyrra. Þá sýndu þau “augu” á öllum vörum sínum í stað áður nefnda tígursins. Ég velti því fyrir mér hvort augað gæti orðið jafn heitt og hitt lógóið (HÉR). Nú hefur það sannast að augun virðast vera að taka sig upp hér og þar í verslunum. Ég keypti mér eina flík frá Monki, sem er dæmi um verslun þar sem þið fáið augu á lægra verði á þeirra vörum. Ég smellti einum bol með mér í pokann í Danmörku … skemmtilegur.

DSCF1809 DSCF1800 DSCF1799

Ég er ánægð með kaupin, en svo á ég reyndar annan bol með upprunalega auganu sem mér þykir meira vænt um. Þann leyfði ég mér fyrir jólin, ég notaði hann á Trendnet markaði okkar á KEX og mun síðan líklega nota hann meira með vorinu.
DSCF1271-620x933
Ég hef alltaf sagt það að þegar um svona trend er að ræða að þá eigum við frekar að kaupa ódýrari vörurnar, því trendið endist oftast ekki lengi. Það má þó deila um það í þessu tilfelli, því upprunalegu vörurnar kosta kannski ekki marga tugi þúsunda, þó þær séu í dýrari kantinum.

Þessi “stolni” trendbolur var allavega ódýr og ég á eftir að klæðast honum oft. 10 Evrur frá Monki.

xx,-EG-.