fbpx

COPY/PASTE

COPY/PASTE

Ég hef verið vön að gefa ykkur ódýrari hugmyndir af trendum tískupallanna. Franska tískuhúsið Balenciaga sýndi nýlega tösku sem hefur vakið mikla athygli. Taskan er í þessum “shopper bag” stíl sem hefur verið svo vinsæll undanfarið. Það sem er áhugavert er að þeir virðast hafa hermt eftir öðrum risa – IKEA.

Conceptin virðast snúast í hringi. Ikea hefur hannað húsgögn innblásin af þekktri skandinavískri hönnun á viðráðanlegu verði og nú tekur Balenciaga hönnun frá húsgagnarisanum og blæs aldeilis upp verðið. ;)

COPY / PASTE

BALENCIAGA -240.000 kr.  VS.  IKEA – 95 kr.

Samskiptamiðlar hafa tekið vel í hönnunina og hafa þónokkrir tekið fram Ikea pokann.

Balenciaga virðast vera að með einhvern svona “cheap” innblástur fyrir sumarið – hér eru fleiri rándýrir pokar innblásnir af ódýrum frá tískuhúsinu.

Sitt sýnist hverjum – hvað finnst ykkur? IKEA eða Balenciaga?

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN: GANNI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    24. April 2017

    Hahhaha þetta er svo steikt! Ikea pokinn var nú alveg nógu ljótur til að enginn ætti að herma eftir honum:)