fbpx

LÍFIÐ: Í FYRSTA SINN MEÐ HEIMÞRÁ

LÍFIÐ

Hæ úr háloftunum! Ég tók þá skyndiákvörðun að bóka flug til Danmerkur tveimur dögum síðar. Mér líður eins og það hafi verið rétt ákvörðun en eins og flestir vita þá erum við fjölskyldan nýflutt tll Íslands eftir 12 ár í útlöndum.Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur það bara verið svolítið erfitt, fyrir mig, sem er öðru vön. Ég hef kaffært mér í lífinu, vinn mikið, er að reyna að fóta mig með börnin í nýrri rútínu (mömmur skilja) … og stend í framkvæmdum. Þetta hefur bara tekið svolítið á og það má segja það upphátt. Ef ég útskýri tilfinninguna þá mætti kannski orða það sem svo að ég sé í fyrsta sinn með smá heimþrá .. í gamla lífið mitt í útlöndum, þar sem er ekki þetta auka áreiti sem fylgir með á Íslandi.

Hæ úr háloftunum ..

Hér erum við tvíeikið á leiðinni til gamla heima í smá danska tilveru, ég ætla leyfa Gunnari Manuel að hitta dönsku vini sína. Mér fannst tímasetningin góð því ég var hrædd um að ef of langur tími myndi líða væri hætta á að hann yrði feiminn að tala tungumálið. Æ ég held bara að þetta hafi verið hárrétt á þessum tímapunkti.

Þegar ég sagði Manuel frá áformunum í gær og fékk viðbrögðin: “Mamma ég fer bara næstum því að gráta, ég er svo glaður” þá fékk ég frekari staðfestingu á því. Mömmu molinn saknar líka þó hann sé líka afskaplega ánægður á Íslandi. Mér finnst svo gott að sýna honum strax að það sé hægt að fljúga yfir hafið og heimsækja. Hann er allavega voða ánægður með mömmu sína núna og mér finnst hann besti ferðafélaginn. Við hlökkum til að anda í meiri slökun en hefur verið síðustu misserin. Njóta samveru og fá smá sól í kinnarnar – og ekki síður í hjartað.

Sjáumst fljótt aftur.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

PRJÓNUÐ PILS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    6. September 2021

    ❣️