fbpx

BETA BYGGIR

B27BETA BYGGIRLÍFIÐ

Beta Byggir?


Halló Ísland.
Hér er nýja heima … í fyrsta sinn á blogginu.

Ég hef aðeins komið inná nýja heimilið okkar á Instagram en þó ekki svo ýtarlega fyrr en nú. Aðrir miðlar hafa sagt eitthvað frá áformunum en ekki ég sjálf hér á Trendnet. Held það sé kominn tími á slíkt frá og með núna, í flokknum Beta Byggir hér á mínu bloggi.

Eins og áður hefur komið fram þá ætlum við fjölskyldan að elta Ölbu og prufa að búa á Íslandi eftir 12 ár í útlöndum. Gunni skrifaði undir samning við Stjörnuna sem spilandi aðstoðarþjálfari sem er hans fyrsta gigg í þjálfarahlutverki, mjög spennandi. Við keyptum gamalt hús í Reykjavík sem byggt var af Ragnari í Smára á sínum tíma. Einhvers staðar las ég að þetta væri  fyrsta húsið sem byggt er í Funkís stíl á Íslandi en það eru þó ekki staðfestar heimildir.

Húsið var byggt árið 1932 og þó það sé álitlegt að sjá var kominn tími á endurnýjun á mörgum sviðum, t.d. á skólplögnum og öðru stuði sem maður er ekkert voðalega spenntur fyrir. Þær framkvæmdir hafa nánast eyðilagt garðinn okkar því það fylgir þessu mikill gröftur til að komast að rörunum – namaste þar til það verður tilbúið ..

Húsið er á þremur hæðum (kjallari, aðalhæð, herbergjahæð) og í næsta bloggi segi ég ykkur frá plönum okkar í framkvæmdum innanhús. Þar munum við taka ákveðna hluti í gegn og á öðrum stöðum halda í það gamla og endurnýta.

Við erum í fyrsta sinn að byggja heimili til framtíðar og því vill maður vanda til verka og gera það að sínu. Ég finn fyrir miklum áhuga frá ykkur að fá að fylgjast með og planið því að hafa framkvæmdirnar sem nýjan lið næstu mánuði á Instagram og hér á blogginu undir Beta Byggir.

Innipúki þessa Verslunarmannahelgi –

Happy kid –

Áfram gakk.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

KLÆDDU ÞIG EFTIR VEÐRI UM VERSLÓ

Skrifa Innlegg