fbpx

HEIMA UM JÓLIN: KAFFI, KERTALJÓS & KÓSÝGALLI

DRESSLÍFIÐ

Í fjórðu aðventugjöfinni langar mig að gleðja fylgjendur með hinum fullkomna kósý pakka – þetta verða svo sannarlega notaleg jól og auðvitað öðruvísi en við erum vön. Ég vona þó að við séum flest jákvæð og að þið eigið gleðileg jól með ykkar innsta hring.

Þessi gjöf er sú síðasta (en alls ekki sú síðsta) því í samstarfi við góða vini náði ég að búa til hinn fullkomna pakka að mínu mati.

Eru þetta ekki jólin þar sem við klæðumst kósý fötum, kveikjum á kertum, drekkum mjög marga kaffibolla og höfum það náðugt HEIMA hjá okkur? Ég hef allavega verið í þeim gírnum á Aðventunni og kann vel að meta.


FJÓRÐA Í AÐVENTUGJÖF inniheldur:

JOGGARI og teygja frá AndreA, ó hvað ég elska gallann minn – mest notaða flíkin mín í desember án vafa. Teygjan er líka algjör draumur.
100 (!!!) kaffibollar frá elsku SJÖSTRAND, 10×10 kaffihylki fyrir kaffikonur og karla.
KER bollar til að drekka allt góða kaffið úr & KER kertastjakar, bæði eru þetta vörur sem þið hafið séð mjög reglulega á mínum miðlum.

Hljómar þetta ekki bara nokkuð vel? Dreifið gjarnan orðinu og takið þátt hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)

Megi heppnin vera með þér.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GLEÐILEG JÓL Í RAMMAGERÐINNI

Skrifa Innlegg