fbpx

HALLÓ HAFNARFJÖRÐUR

LÍFIÐSAMSTARFSHOP

Halló Hafnarfjörður !! Þau upphafsorð passa einstaklega vel við að þessu sinni.


Hæ héðan af Vesturgötunni úr gömlu bárujárnshúsi sem bráðum verður ó svo falleg skóbúð Andreu okkar Magnúsdóttur. Byrjið að láta ykkur hlakka til.

VÁ móment kom yfir mig þegar ég labbaði inn í bleiku búðina í gullfallegu gömlu húsi sem síðustu mánuði hefur verið dekrað við svo að hægt sé að opna skóbúð. Skórnir sem ég klæðist á myndinni að ofan eru frá danska merkinu Custommade sem ég hef þekkt í þónokkurn tíma en það hefur ekki verið fáanlegt á Íslandi fyrr en nú. Afþví að ég get ekki verið viðstödd opnun þá fékk ég að taka smá forskot á sæluna … þakklát.

Það sér fyrir endann á framkvæmdum (bravó Óli!) og ég held að dyrnar opni mjög fljótlega.

Lesið líka: SKÓBÚÐIN – STAÐAN , færsla sem AndreA birti í síðustu viku.

Fleira var það ekki að þessu sinni, stolt af þér elsku A.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: PÁSKAR Á ÍSLANDI

Skrifa Innlegg