fbpx

LÍFIÐ: PÁSKAR Á ÍSLANDI

LÍFIÐ

Ég átti dýrmæta páskahelgi með smáfólkinu mínu. Ég var búin að gleyma því hvað páskarnir eru langir (!) en við vorum þó ekkert að kvarta og nutum þess vel að vera með fjölskyldu og vinum síðustu daga. Dagskráin var ca. svona – lunch með vinum, matarboð í fleirtölu, ömmu og afa knús, Kjósin, Hveragerði og svo mætti lengi telja. Ofan á þetta var ég með Gunna á línunni þar sem við reynum að taka saman stórar ákvarðanir þessa dagana, lífið …

Hveragerði stóð uppúr, þar náðum við páskaslökun upp á 10 með bestu vinum okkar. Söknuðum bara pabba, með honum hefði þetta verið eins og best er á kosið.

Hveragerði – 

Takk fyrir öll tipsin um hvar best sé að borða í bænum, við borðuðum smørrebrød á Mathúsinu (æðislegur staður!) og pizzu á Ölverk um kvöldið (góðar pizzur en smá þreytt börn með okkur hihi, það fylgir víst)

Þú heimsækir ekki Hveragerði nema kíkja á plöntur, fundum smá sumar í þessu fallega gróðurhúsi ..

Þegar fjarbúð hefur verið staðan í meira en ár núna þá verður mamman svo sérstaklega meyr yfir samveru með ungunum sínum ..

HALLÓ ÍSLAND! Ég náði ekki að svara öllum sem voru spenntir með mér yfir sundlaugum Frost og Funa, en það er nafnið á hótelinu sem varð fyrir valinu um páskana .. *ekki ad.

Er annar í páskum uppáhalds dagur páskanna? Þegar við fáum þennan auka sunnudag .. 

Góðu páskar .. 

Og hér eru svo nokkrir frídagar á undan … nóg að gera eins og þið sjáið –
Síðasti fundur fyrir pásakafrí .. 

101 Reykjavík, besta útsýnið í bænum í þessari fallegu íbúð

Þekkið þið þessi? Danskt deit á Kjarvalstöðum (í bókstaflegri merkingu, Helgi og GM töluðu vitlaust tungumál og við Svana fengum ekki að vera með í því giggi) ..

 

Kósý í Kjósinni í kaffi með ömmu og afa á ísköldum löngum föstudegi sem endaði svo í matarboði hjá næstu ömmu og afa .. 

Ganni x 66°Norður jakki, H&M buxur og Zöru stígvél

Vonandi áttu þið ljúfa daga með ykkar fólki.
Skoðið PÁSKAR highlights á IG hjá mér HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

RÖLT INN Í PÁSKAFRÍ

Skrifa Innlegg