MINN STÍLL: VIKAN

LÍFIÐTÍSKA

“Með jakkablæti á háu stigi”

Ég fór í viðtal hjá Vikunni um daginn sem var ótrúlega gaman en ég fór örlítið út fyrir þægindarammann. Þetta var viðtal um minn persónulega stíl en þar ég segi frá mínum uppáhalds flíkum og fylgihlutum. Það var valinn ansi viðeigandi fyrirsögn en ég elska yfirhafnir og finnst langskemmtilegast að versla þær. Mér finnst þessi liður “Minn Stíll” ótrúlega skemmtilegur og gaman að fá að vera í honum en einsog þið vitið þá er ég aðallega í snyrtivörunum, þannig þetta var mjög skemmtileg tilbreyting.

Ég mæli með að fylgjast með mér hér á instagram ef þið viljið sjá meira inn í fataskápinn minn en þar deili ég oft dressum dagsins.

 

Síðan mæli ég að sjálfsögðu með að þið tryggið ykkur eintak xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

NÝR UPPÁHALDS STAÐUR

LÍFIÐ
*Færslan er ekki kostuð

Vá hvað gærdagurinn var æðislegur! Ég vona að sem flestir hafa notið sín vel í sólinni en ég naut dagsins í botn.

Ég byrjaði daginn á því að fara í sund með vinkonum mínum í sólinni og fórum við síðan á nýjan stað í Hafnarfirði sem heitir BRIKK. BRIKK er staðsett á ótrúlega fallegum stað í miðbæ Hafnarfjarðar en við vinkonurnar erum allar úr Hafnarfirði og er því þessi staður fullkominn fyrir okkur. Það er hægt að fá allskonar brauðmeti, súpur, sætabrauð og fleira. Við vorum ekkert smá sáttar með þennan stað en við sátum úti í góða veðrinu og horfðum á hafið, yndislegt.

Ég ætla klárlega að fara aftur og verð líklegast orðin fastagestur áður en ég veit af. Ég mæli eindregið með að gera sér ferð í Hafnarfjörð á þennan flotta stað og labba síðan meðfram sjónum.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

VILT ÞÚ VINNA 120.000 KR. GJAFABRÉF?

ÓskalistinnUppáhaldsVerslað

***UPPFÆRT*** Búið er að draga úr leiknum. 

Mér líður smá eins og jólasveininum eftir frábært símtal þar sem ég tilkynnti henni Birnu Sigurbjartsdóttur að hún hafi unnið 120.000 kr. gjafabréfið í bestu verslunum Hafnarfjarðar. Það er svo sannarlega mikið skemmtilegra að gefa en að þiggja og ég gæti hugsað mér að eiga svona símtöl alla daga:)
Ég vil þakka ykkur fyrir alveg ótrúlega þátttöku og ef ég gæti þá hefðu allir fengið vinning.
Gleðilega hátíð, og takk fyrir lesturinn!
Jólakveðja, Svana

Hvernig væri nú að taka mjög vel á móti desembermánuði, uppáhaldsmánuðinum á árinu með góðum gjafaleik. Það virðist vera orðinn órjúfanlegur partur af aðventunni að halda einhverskonar jólaleik og mikið sem ég er hrifin af þeirri jólahefð, það er jú sælla að gefa en að þiggja og það erum við líklega flest sammála um. Í þetta skiptið á einn heppinn lesandi von á því að næla sér í 120.000 kr. gjafabréf í fallegustu verslunum Hafnarfjarðar. 

Þið ykkar sem hafið fylgst með mér í nokkurn tíma hér á blogginu hafið mjög líklega heyrt mig tala oftar en einu sinni um fagra fjörðinn minn, ég er nefnilega mjög stoltur Hafnfirðingur og nýti hvert tækifæri til að dásama bæinn minn. Þegar ég ákvað að halda aftur svona stóran gjafaleik í anda þess sem ég hélt í fyrra þar sem hægt var að næla sér í 100.000 kr. gjafabréf kom ekkert annað til greina en að varpa ljósi á þær frábæru verslanir sem eru hér við Strandgötuna í hjarta Hafnarfjarðar. Mig langar í leiðinni til að minna ykkur á það hversu mikilvægt það er að versla líka í sínum heimabæ, hvar sem að þú býrð þó svo að það séu bara nokkrar af gjöfunum sem við setjum undir tréð, það er nefnilega undir okkur komið hvort að mannlíf blómstri í bænum okkar.

Þessar fallegu verslanir sem um ræðir gefa hver 20.000 kr. gjafabréf sem hægt er að nota til að versla inn allar jólagjafirnar og að sjálfsögðu sitthvað á sjálfan sig. Ég tók saman brot af vöruúrvali hverrar verslunar til að þið getið byrjað að leyfa ykkur að dreyma um 120.000 kr. gjafabréfið

Andrea

 ANDREA BOUTIQUE

Andrea Magnúsdóttir er einn færasti fatahönnuður landsins og fallega verslunin hennar á Strandgötunni trekkir að fólk frá öllum bæjarfélögum. Í verslun sinni AndreA Boutique selur hún fatahönnun sína í bland við gott úrval af fylgihlutum og skarti og núna nýlega bættist við heimilislína sem inniheldur einstaka leðurpúða og ullarteppi. Hér getur þú alveg pottþétt geta fundið jóladressið í ár! Hægt er að fylgjast með Andreu Boutique á facebook, hér.

hb

HB-BÚÐIN

HB-búðin er sérsverslun með undirfatnað og er ein rótgrónasta verslun Hafnarfjarðar, hún er einn af þessum földu demöntum en þarna inni má finna ótrúlega vönduð og falleg nærföt, aðhaldsfatnað og náttföt í mörgum stærðum. Hjá þeim keypti ég minn fyrsta alvöru brjósthaldara sem unglingur og það er varla til sú hafnfirska kona sem hefur ekki verslað þarna. Það kæmi sér nú afar vel að eignast ný nærföt og náttföt til að lenda ekki í jólakettinum í ár. Hægt er að fylgjast með HB-búðinni á facebook, hér.

H.H

HEIÐDÍS HELGADÓTTIR – ART PRINTS

Heiðdís Helgadóttir er teiknisnillingur með meiru en þið ættuð flest að kannast við nokkur verk hennar enda hafa þau slegið rækilega í gegn undanfarið og það er hreinlega erfitt að heillast ekki af fallegum fígúrum og einstökum stíl hennar. Í stúdíóinu á Strandgötunni er hægt að versla allar hennar teikningar og ég get lofað ykkur því að það geta allir fundið hjá henni teikningu við sitt hæfi. Hægt er að fylgjast með Heiðdísi teiknisnilla á facebook, hér.

L.H

LITLA HÖNNUNARBÚÐIN

Litla Hönnunarbúðin hlýtur að vera minnsta hönnunarverslun á landinu en í þessu pínulitla húsi við Strandgötuna má finna ótrúlega skemmtilegt úrval af fallegum hönnunarvörum. Sigga Magga sem rekur verslunina hannar sumar vörurnar sjálf en ásamt þeim má finna valdar vörur úr ýmsum áttum til að prýða heimilið og margar hverjar sem ég hef hvergi annarsstaðar rekist á sem gerir þessu verslun svo ótrúlega skemmtilega. Hægt er að fylgjast með Litlu Hönnunarbúðinni á facebook, hér.

siggatimo

SIGGA & TIMO

Siggu & Timo þarf vart að kynna en þau hjónin hafa rekið gullsmíðaverkstæði og verslun sína í hjarta Hafnarfjarðar í fjölda ára. Það er varla til sá hafnfirðingur sem á ekki skart frá þeim en þeim hefur tekist eftir öll þessi ár í bransanum að haldast mjög fersk og koma reglulega með nýjar og fallegar línur. Einn af mínum uppáhaldsskartgripum frá þeim er hálsmen sem ég fékk í sængurgjöf með áletruninni mamma á einni hliðinni og fótspori ásamt nafni sonar míns á hinni hliðinni en þau nota lazervél sem getur grafið í skartgripi fótspor og fingraför. Hægt er að fylgjast með Siggu & Timo á facebook, hér.

útgerdin

ÚTGERÐIN

Nýjasta viðbótin við frábæru verslunarflóruna í bænum er Útgerðin sem opnaði fyrr í haust. Þar má finna gott úrval af allskonar fíneríi þá helst fyrir heimilið þó svo að þarna fáist líka falleg íslensk fatahönnun. Ég gladdist sérstaklega yfir því að fá ástsæla vörumerkið House Doctor í fjörðinn fagra og jólalakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow en eins og þið sjáið á myndinni hér að ofan fæst þarna líka jólaskraut ársins, það er jólakertið Dýri eftir Þórunni Árnadóttur ásamt röndóttum jólakúlum. Hægt er að fylgjast með Útgerðinni á facebook, hér.

 

Ég hvet ykkur eindregið til að kynna ykkur þessar fallegu verslanir og kíkja við í miðbæinn en fyrir utan verslanirnar hér að ofan eru margar aðrar verslanir ásamt frábærum kaffihúsum, veitingarstöðum, bíó, verslunarmiðstöð og listasafni allt í göngufjarlægð. Jólaþorpið er einnig opið allar helgar fram að jólum og og hægt er að fara í hestvagnaverð svo það er tilvalið að gera sér glaðan dag og skella sér í bæjarferð með vinkonunum eða fjölskyldunni í Hafnarfjörðinn.

***

Þá eru það mikilvægu upplýsingarnar:

Til að komast í pottinn þá þarft þú að:

1. Deila þessari færslu.

2. Smella á like-hnappinn á facebook síðu Svart á hvítu ef þú ert ekki nú þegar búin/n að því.

3. Skilja eftir athugasemd með nafni og segja mér afhverju þú átt að hreppa vinninginn, má vera lítil athugasemd! Þó eiga allir jafnan möguleika á því að vinna, þetta gerir bara leikinn örlítið líflegri en að fara í gegnum nokkur þúsund athugasemdir sem segja “já takk”:)

Dregið verður út einn stálheppinn vinningshafi föstudaginn 18.desember sem hlýtur þetta glæsilega gjafabréf.

Með jólakveðju, Svana

***UPPFÆRT*** Búið er að draga úr leiknum. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

By Heiðdís Helgadóttir

Icelandic designInteriorKidsPetit.isProjects

My morning started in Studio SnilldHafnarfjörður for a morning coffee with the very talented artist Heiðdís Helgadóttir.

Heiðdís studio is warm and welcoming just like the host and her cosy dog Elisabet (she’s so Fluffy!!)

Me and Heiðdís have been meeting up a couple of times lately and today we finalized our first collaboration together! Heiðdís has created a letter collection for Petit, it is beautiful hand-drawn leaf letters that will fit nicely in any home! I am so in love with every letter and they are the perfect mix between warm and minimalistic. I am also excited to have a big Þ (for Þóra) framed in our daughters room.

The collection is limited and all drawings hand signed by Heiðdís. The leaf letter collection will be released online and in store on Saturday the 23rd of May at 11:00 – HERE

11048689_10155673817380226_1108378228740055145_n

11350630_10155673817130226_7273374615737031531_n 10486135_744376208984018_8492306406312857470_n

 

– Heiðdís Helgadóttir for Petit  –

wpid-wp-1432243838010.jpeg

wpid-wp-1432243847977.jpeg

 

 Cant wait !

Love

L.

 

 

KVÖLDSTUND Í HAFNARFIRÐI♡

BúðirHönnun

Í dag er húllumhæ á Strandgötunni í Hafnarfirði en það er einmitt mín uppáhaldsgata. AndreA boutique , Litla Hönnunar Búðin , Stúdío Snilld, Baugar & Bein, Kailash, HB búðin og Eymundsson verða með langan fimmtudag og verður því opið til 21:00. Einstakt tækifæri til að eiga notalega kvöldstund í Hafnarfirðinum og rölta Strandgötuna í kvöldsólinni og skoða einstaka hönnun og list. Svo er hægt að enda kvöldið á einu af kaffihúsum bæjarins tjahh eða í ísbúð Vesturbæjar sem ég fer aðeins of oft í.

Ég heyrði svo skemmtilega samlíkingu um daginn en þá heyrði ég Strandgötunni líkt við Brooklyn í NY, sem er ekki leiðum að líkjast. Hér er nefnilega ótrúlega spennandi hönnunarsena að myndast, ég verð jú einnig að nefna uppáhaldið mitt Spark design space sem komið er með útibú í listasafninu Hafnarborg og svo opnaði einnig í vetur Íshús Hafnarfjarðar sem er algjörlega frábær viðbót við bæinn, en þar má finna samstarf skapandi hönnuða, iðn- og listamanna. Hjá þeim er einnig opið til 21 í kvöld. (Strandgata 90, við höfnina.)

11188183_409565235882554_4093304403451073155_n

 

11168561_409565172549227_8053101834315520573_n

Hér að neðan má sjá dagskrána:

Baugar&Bein:
Við erum 1/2 árs í vikunni og af tilefni þess bjóðum við upp á tilboð á ýmsum vörum, það verður rauðvín á boðstólum frá kl 18:00, tónlist og dulúðug stemning! Fullt af nýjum vörum! Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn.

AndreA:
Við ætlum að fagna hækkandi sól, hlökkum til að sjá alla og eiga skemmtilega kvöldstund saman.
Erna Hrund tísku og förðunar bloggari á Trendned / Reykjavík fashion journal kemur og kynnir naglalakkið ESSIE sem er nú loksins fáanlegt á Íslandi og verður í sölu hjá okkur.
20% sumarafsláttur af öllum klútum.
Hvítt og sætt í boðinu !
Sjáumst.

Litla Hönnunar Búðin:
Festival fögnuður í búðinni með allskonar tilboðum, góðgæti og gosi. Hlakka til að sjá ykkur ♥

Stúdíó Snilld: Teiknarinn Heiðdís Helgad. Heiddddddinstagram opnar stúdíóið sitt upp á gátt. Næs músík og léttar veigar fyrir gesti og gangandi. Macrame plöntuhengi fylgir hverri seldri mynd (á meðan birgðir endast). Verið svo innilega hjartanlega velkomin í fagra Hafnarfjörðinn!

HB-búðin:
Undirfataverslun með miklu úrvali af stærðum bæði í nærfatnaði og náttfatnaði. HB – búðin býður gestum og gangandi 20% afslátt af öllum náttfötum.

Íshús Hafnarfjarðar: 

Í Verzlun Íshúss Hafnarfjarðar verða Bifurkolla.com, Þórdís Baldursdóttir keramik hönnuður, Sisters Redesign – Icelandic design, Hanna Greta ceramic-arts,Guðrún B – íslenskt handverk, 3D VERK, Bergdisg design, Embla Contemporary Ceramics og Margrét Ingólfsdóttir með handverk sitt. Beint frá hönnuði og milliliðalaust.

 

Ég mæli með þessu í kvöld:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

BAUGAR & BEIN

Ég er mjög spennt fyrir litlu og fallegu lista og hönnunargallerý/verslun sem opnaði á dögunum á Strandgötunni í Hafnarfirði sem heitir Baugar og bein. Ég kíkti inn í flýti um daginn þegar ég var í göngutúr og smellti af nokkrum myndum á símann til að sýna ykkur, ég þarf þó að kíkja betur við á næstu dögum því ég er með augastað á einu verki þarna inni.
1

Falleg ljósmynd eftir Gígju Einarsdóttur. Þið ættuð sum að kannast við þennan fagra hest því ég veit ekki betur en að hann prýði jú rúmfötin frá bynord.

2

Hálsmen eftir Hildi Yeoman fást t.d. þarna.

3

Svo hef ég lengi verið hrifin af verkunum hennar Hörpu Einars listakonu, en hún er einmitt ein af þremur sem stendur á bakvið verslunina.

Ég tók þessar myndir hér að ofan af facebook síðu Baugar og bein, ótrúlega falleg print eftir Hörpu Einars.

4 5

Fatahönnun, listaverk, ljósmyndir og aðrir fjársjóðir. Svo er auðvitað svo margt annað frábært að sjá í Hafnarfirði, t.d. var Heiðdís Helgadóttir teiknari að opna vinnustofu fyrir stuttu síðan ská á móti Baugar og bein og hin yndislega Andrea með fataverslunina sína nokkrum skrefum frá. Ef þetta er ekki næg ástæða til þess að skella sér í bæjarferð “alla leiðina” inní Hafnarfjörð;)

-Svana

MARKAÐUR Á MORGUN

BúðirÍslensk hönnunUmfjöllun

Fyrir mér er fullkominn laugardagur að kíkja á markaði, rölta í verslanir og enda á kaffihúsi. Á morgun er hinn árlegi fatamarkaður í Júniform í Hafnarfirði sem ég mæli með að kíkja á! 30-50% afsláttur af öllu, prufuflíkur, notað, nýtt, peysur, kjólar, veski og ýmislegt annað:)

Mæli með þessum markaði! Svo trítlið þið bara yfir götuna í kaffi til mín;) Nei… segi bara svona.

Á morgun frá kl.12-16.

391158_10150436334364525_1046342334_n

KVÖLDSTUND Í HAFNARFIRÐI

BúðirÍslensk hönnun

Jæja… enn einu sinni brýst Hafnfirðingurinn út í mér. Í kvöld er nefnilega tilvalið að gera sér ferð í fjörðinn fagra, margar verslanir eru opnar til kl. 22 og Jólaþorpið verður einnig opið! Það er nefnilega alveg hreint merkilegt að mínu mati hvað Strandgatan er orðin skemmtileg, og vel þess virði að gera sér ferð til að rölta í búðir og setjast á kaffihúsin.

Það sem er möst að gera er…

1424452_10152042915269525_1642249058_n

Í kvöld er opið til kl. 22 í Júniform, sérstök jólatilboð eru í gangi og léttar veitingar frá Pop up Lemon verða frá kl. 17-20:)

1390739_10152098546885520_780874234_n

Það er líka möst að kíkja við í AndreA Boutique sem er með opið til kl. 21 í kvöld.

1424396_749195911760699_738596079_n

Og svo er það uppáhalds Luisa M sem stendur við Thorsplan, þar eru fallegir munir fyrir heimilið frá House Doctor og þar er einnig hægt að setjast niður í kaffi og köku! Opið til kl. 22.

Að sjálfsögðu er þessi listi ekki tæmandi, það eru margar aðrar spennandi verslanir, kaffihús og að ógleymdri Hafnarborg sem selur vörur frá Spark Design space.

Ég mæli með þessu:)

HJÁLP UM JÓLIN

Umfjöllun

Mig langar til að deila með ykkur verkefni sem að tvær af mínum bestu vinkonum voru að fara af stað með til að aðstoða fjölskyldur í Hafnarfirði sem eiga erfitt fjárhagslega. Ég skrifa sjaldnast um svona, en ég veit að margir af mínum lesendum eru hafnfirðingar og hvað gerir maður ekki fyrir vinkonur sínar:)

999198_459125750876163_1252595336_n

 Hjálp um jólin er verkefni með það að markmiði að aðstoða fjölskyldur í Hafnarfirði sem þurfa á hjálp að halda yfir jólahátíðina. Ástæðan fyrir því að Hafnarfjörður varð fyrir valinu er einfaldlega sú að hann er þeirra heimabær. Með þessu eru þær að vonast til að önnur bæjarfélög taki þetta til fyrirmyndar á næstu árum. Þær vonast til að geta styrkt að minnsta kosti eina til tvær fjölskyldur þessi jól en það fer auðvitað eftir því hversu vel gengur að fá hjálp frá fyrirtækjum.

Endilega fylgist með þessu verkefni á facebook síðu þeirra hér, og leggið þeim lið ef þið hafið möguleika á:)

Það er ekki annað en hægt að vera stoltur af því að eiga svona flottar vinkonur, þvílíkar kjarnakonur hér á ferð.

-Svana