fbpx

TAKK #TILFYRIRMYNDAR

ÍSLENSKT

TAKK FYRIR AÐ VERA TIL FYRIRMYNDAR er hvatningarátak tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni.

Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finnbogadóttur.  Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem við teljum vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

,,TAKK FYRIR AÐ VERA TIL FYRIRMYNDAR” bréfin má finna víða um landið, á pósthúsum, í útibúum Landsbankans og í verslunum Nettó. Rafræn eintök af bréfinu á fjölmörgum tungumálum má nálgast á heimasíðunni www.tilfyrirmyndar.is.
Hvetjum við þig til að skrifa bréf til fjölskyldu, vina, vinnustaða og annarra sem þú vilt þakka fyrir að vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

Bréfin má setja ófrímerkt í póst innanlands.  Það eru nokkrir mikilvægir einstaklingar á listanum mínum,  sem hafa verið frábærar fyrirmyndir fyrir mig og þau fá bréf í vikunni.  Smá spark í rassinn og gott að setjast niður og þakka þeim sem skipta mann máli fyrir allt.  Ég elska þetta framtak <3


TAKK VEGGIR:
Verið er að setja upp ,,TAKK veggi” víða um land, Þessi veggur er í Hafnarfirði beint á móti búðinni minni en þá má einnig finna við Gróttu vita, í Garðabæ, á Laugavegi og víðar.  Þú getur fylgst með á Instagram @tilfyrirmyndar & merkt myndina þína #tilfyrirmyndar

Kjóll: Helenu Christensen kjóllinn frá Notes Du Nord / AndreA


Myndir: Kristín Amalía (mjög skemmtileg eins og sést)

 

TAKK  fyrir þetta frábæra framtak & TAKK Vigdís
xxx

AndreA
IG @andreamagnus

DRESS: 17 JÚNÍ - SPARIFÖTIN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Heiður Ósk

    22. June 2020

    Svo flott framtak!