fbpx

LJÓSADÝRÐ Í HAFNARFIRÐI

LÍFIÐ

Halló!

.. og gleðilegan þriðja í aðventu. Ég er smátt og smátt að komast í jólaskap en mér finnst ég samt óvenju sein í ár að komast í jólastuð, miðað við jólabarnið mig. En ef ykkur vantar að komast í jólaskap, þá mæli ég með að kíkja í ljósadýrðina sem er að finna í Hellisgerði í mínum heimabæ Hafnarfirði. Ég ólst upp við að vera mikið í Hellisgerði og verð ég að segja að þessi staður hefur aldrei litið betur út! Ég er ótrúlega ánægð með Hafnarfjarðarbæ en það er svo mikil jólastemning og falleg ljós útum allan bæ.

Við rölltum í Hellisgerði, skoðum ljósin og allt jólaskrautið. Enduðum síðan á að sjá Coke Cola lestina. Ég veit ekki hvað það var en ég fékk hlýtt í hjartað við að sjá alla vera labba úti og bíða spennt eftir Coke Cola lestinni. Það þarf ekki mikið til að gleðja mann þessa dagana.

Afi & amma eða mamma & pabbi xx

Emma besta mágkona mín 

Áslaug Rún var smá hissa á öllum þessum ljósum en ég vona að þetta verði aftur svona á næsta ári!

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

FALLEGASTA KANNA SEM ÉG HEF SÉÐ

Skrifa Innlegg