fbpx

Á BLEIKU SKÝI

AndreASAMSTARFSKÓR

Færslan er skrifuð um eigin verslun: AndreA

Ég er ennþá að ná mér niður eftir föstudaginn, ég sveif eiginlega bara um á bleiku skýi, “krassaði” svo smá en er öll að koma til.

Undirbúningurinn og aðdragandinn er búinn að vera langur eða um ár & þið vitið öll hvernig ár þetta er búið að vera.   Það er búið að vera krefjandi að leysa ýmislegt sem vanalega væri auðvelt.
Ef einhver hefði sagt mér fyrir nokkrum árum að ég myndi opna skóbúð án þess að fara á eina einustu skósýningu til þess að finna merki hefði ég skellihlegið og sagt að það væri ekki hægt.  En hér er ég 👋
Ég komst þó á tískuvikuna í Kaupmannahöfn í ágúst en annað ekki.  Við erum bara rétt að byrja og gerum þetta í okkar anda, tökum lítil skref og byggjum svo ofan á hægt og rólega & bætum við merkjum.

Verslunin er staðsett í gömlu timburhúsi við Byggðarsafnið í HFJ eða á Vesturgötu 8 sem er bara næsta hús við fatabúðina þannig að það er auðvelt að hlaupa á milli.
Óli Óla meðeigandi, maðurinn minn & arkitekt hannaði & sérsmíðaði allar innréttingar.  Allt var smíðað á staðnum og allt endurnýtanlegt efni endurnýtt.  Það er margt skemmtilegt í hönnunar & framkvæmdaferlinu sem ég mun skrifa um sérstaklega síðar.

Ég eeeeeelska útkomuna og þennan litla bleika heim 💗

Myndir: @paldis

Blómahafið sem er í búðinni er magnað, ég vildi að það væri alltaf svona. TAKKK öll sem komuð færandi hendi.


Aldís – Guðrún Kristín – Erna Hrund – Andrea – Erla BH




Húsið er ljósblátt að utan en engar áhyggjur það verður líka bleikt innan skamms en framkvæmdir að utan eru næst á dagskrá :)

Sjáumst í HFJ
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

BLÓM, SKÓR & NAGLALÖKK

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1