fbpx

JÓLASKRAUT

AndreAJÓLSAMSTARF

JÓLA HAFnarfjörður er orðin mjög jólalegur …..  Jólaljós alls staðar, mæli svo innilega með ferð í fjörðinn, rölti um Hellisgerði sem er ævintýri líkastur, jólaþorpinu & hjarta skautasvellinu.


AndreA
Eins og á hverju ári gerði ég “jólaskraut” í gluggann eða jólakjól.  Oftast er þetta uppáhalds kjóllinn sem ég geri ár hvert af því ég má bara gera nákvæmlega það sem mig langar óháð því hvort að hann sé of síður, víður eða of mikið.  Í fyrra var hann 9 kíló af pallíettum en í ár er hann 300 metrar af kampavínslituðum pífum.
Jólastjarnan sem ég eeeeelska er úr DIMM verslun.

… ég varð að máta 💭

 

DOUBLE TROUBLE …
Skóbúðin þurfti líka smá jól.  Perluskórnir eru skraut út af fyrir sig en þessi stóra stjarna “Had me at HELLO”
Þetta er stór SNÖBLOMMA, hún er 100 cm í þvermál,  fæst HÉR.
Ég veit ekki hvað ég er búin að fá margar spurningar í búðinni & símtöl frá fólki sem keyrir fram hjá um stjörnuna, enda með fallegasta jólaskrauti sem til er.


HEIMA …
Já svo þarf ég auðvitað að skreyta heima líka…. Ég viðurkenni að ég þarf að grafa upp jólaandann eftir að vera búin að gera jólakjóla síðan í sumar.  Ég byrjaði t.d. á jólakjólnum í glugganum í ágúst (var sennilega ein af fáum sem spilaði “last christmas” í botni þá).  Þannig þegar hingað er komið sögu, svona eina mín í des þá er ég stundum orðin pínu leið á jólunum & þarf að bretta upp ermar og draga fram jólaandann.  Svana Lovísa reif mig í gang og við fórum í bæinn og keyptum allt í aðventukrans og áttum góðan dag saman.  Sjá meira HÉR .


xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

HVAÐA STÆRÐ Á ÉG AÐ TAKA ?

Skrifa Innlegg