fbpx

HVAÐA STÆRÐ Á ÉG AÐ TAKA ?

Konur eru konum BestarLÍFIÐ

“Hvaða stærð á ég að taka?” er spurning sem ég heyri mikið í kringum mig þessa dagana hjá öllum þessu frábæru konum sem ætla að vera með okkur í “Konur eru konum Bestar” klappliðinu í ár.

Bolurinn kemur frá XS – 3XL
Sniðið á bolnum er beint & stærðirnar eru frekar stórar.
Þetta eru alveg eins bolir, sömu stærðir og síðustu ár fyrir ykkur sem eigið nú þegar KEKB bol.

Ég sjálf er oftast 36-38 eða Small og tek S í bolnum.
Small er stærðin sem ég fíla best en hann er þá smá laus og flottur til að gyrða ofan í og púffa aðeins upp (en ég er mest að vinna með það).
Ef ykkur langar að hafa hann meira lausan eða “oversized” þá mæli ég með að taka einni stærð stærri en vanalega.

Mynd: Aldís Páls

Mynd: Aldís Páls


Eða svona, fyrir þá sem þekkja þessar stærðir betur þá ætti þetta að vera c.a. svona…
XS – 34
S – 36
M – 38
L – 40
XL – 42
XXL – 44
3XL – 46

PS…  Mig langar líka að mæla með Instagrammi Konur eru konum Bestar, þar sem herferðin okkar fyrir bolinn í ár er í fullum gangi.  Herferðin virkar þannig að það eru nokkrir bolir í umferð sem ganga á milli fólks.  Sá sem fær bolinn velur hver fær hann næst.  Þannig ferðast bolurinn manna & kvenna á milli.  Við vitum sjálfar ekkert hver er næstur í röðinni og fylgjumst mjög spenntar með.
Það er svo gaman að sjá bolinn á mismunandi fólki & stíliseraðan á mismunandi hátt.
Ekki láta ykkur bregða ef einhver pikkar í ykkur og réttir ykkur bol & biður um mynd (muna bara að merkja @konurerukonumbestar)

Instagrammið finnið þið hér:

 

xxx
AndreA

Instagram: andreamagnus

11.11 SINGLES DAY, BESTU KAUP ÁRSINS, AFSLÁTTUR Í SÓLARHRING

Skrifa Innlegg