fbpx

11.11 SINGLES DAY, BESTU KAUP ÁRSINS, AFSLÁTTUR Í SÓLARHRING

SAMSTARFSHOPPING

11.11 eða Singles Day hefst í kvöld á miðnætti, þegar klukkan slær tólf og 11. nóvember byrjar & stendur yfir í sólarhring.

Singles Day er einn stærsti netverslunardagur ársins þar sem margar netverslanir bjóða upp á afslátt í sólarhring.  Frábært tækifæri til að kaupa t.d. jólagjafirnar á betra veðri.  Í fljótu bragði sýnist mér flestar verslanir bjóða upp á 20 % afslátt.  (ATH! afslátturinn fæst einungis á netinu en ekki í verslun)

Í nóvember eru reyndar nokkrir svona dagar eða Singles day – Cyber monday – Black Friday & Small business Saturday en ekki taka öll fyrirtæki þátt í sama degi  og mörg velja bara einn dag eins og við í AndreA, en 11.11 eða Singles day er eini svona dagurinn sem við tökum þátt í.

Ég veit af fenginni reynslu að þessi dagur er RISA stór og það er mikið álag á netsíðum verlsana.  Mig langar að benda á að við og örugglega fleiri verslanir þurfum smá tíma til að taka til og ganga frá öllum pöntunum.  Við stöndum vaktina nánast 24/7 og gerum okkar allra besta eins hratt og auðið er.  Við byrjum að afhenda pantanir 12.11 (ekki er hægt að sækja  pantanir samdægurs)

Hjá okkur er þetta svona ….

Brynja Dan vinkona mín stendur á bak við 1111 eða Singles Day en hún hrinti þessari netsprengju af stað hér á Íslandi fyrir nokkrum árum.  Á 1111.is  er hægt er að sjá allar vefverslanir sem taka þátt og hvaða afslætti þær bjóða upp á, þar er einnig hægt að leita af vörum eftir flokkum.
Ég get ekki betur séð en að það sé met þátttaka í ár & mæli með að kíkja í fréttablaðið í dag og inn á 11.11.is þegar síðan opnar í á miðnætti.

Netsprengjan stendur yfir í sólarhring !
Happy shopping
AndreA

ERTU Í FRAMKVÆMDUM ? VILTU VINNA 100.000 KR GJAFABRÉF Í BYKO

Skrifa Innlegg